16.3.2009 | 18:41
Vonin mín hefur marga fýluför farið
sagði skáldið. Ég get ekki annað en tekið undir þau orð, því fyrir um það bil viku síðan lýsti ég ánægju minni með sígandi lukku með hækkun gengisskráningar íslensku krónunnar. En í dag var svartur mánudagur - gengi krónunnar féll um tæp 6%.
Ástæður fyrir fallinu gætu verið þrjár:
Vangaveltur um lækkun stýrivaxta Seðlabankans í vikunni.
Nýkjörin Seðlabankastjórn minnihlutans á þingi.
IMF frestar frekari greiðslum til "stóra lánsins" - gefið er í skyn að sjóðurinn treysti ekki landsstjórninni.
Hver sem ástæðan er; hvort sem allar þessar ástæður séu samvirkandi eða einhver ein sérstök þeirra valdi, þá eru þetta EKKI góðar fréttir.
13.3.2009 | 17:21
Útópía - draumalandið - ESB?
Þrátt fyrir fjármálahrunið og afleiðingar þess fyrir íslenskan almenning sýnist mér að ESB aðild muni verða kosningamálið í næsta mánuði.
Þeir sem aðhyllast aðild lofa gulli og grænum skógum og að við fáum að lifa í vellystingum praktuglega eilíflega amen innan ESB. Bara ef við kjósum rétt!
Nú veit ég ekki hvað viðkomandi hafa fyrir sér þarna, en ég sakna þess að veðurfarið sé ekki innifalið í kaupunum. Ég er a.m.k. afar þreytt á því að fá bara 3 almennilega góðviðrisdaga á sumri. Ég vildi fá jafnmarga góða daga og þeir hafa þarna suður frá, eða minnst 90 daga af þeim 180 "líklegu" sem vel viðrar. Sem þýðir auðvitað 87 góðviðrisdagar í viðbót hér á norðurhjara.
Því miður eru litlar líkur á því að mitt draumaland verði suðræn veðurparadís í náinni framtíð. En við gætum hugsanlega bætt okkur það upp með því að skapa hér samfélagsparadís - utan ESB.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.3.2009 kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.3.2009 | 16:59
Gengi íslensku krónunnar styrkist - hægt og bítandi.
Útflutningsfyrirtækin hafa notið gengishruns krónunnar og vilja áreiðanlega (að vanda) viðhalda því ástandi sem lengst.
En innflutningur er ekki síður mikilvægur. Hérlendis þarf að flytja inn öll nauðsynleg tæki og vélar fyrir atvinnufyrirtækin; útflutningsfyrirtæki sem önnur. Skynsamleg gengishækkun gerir þessum aðilum auðveldara að endurnýja tækjabúnað eða einfaldlega kleift að ráða við innkaupin í stað þess að leggja niður starfsemina vegna tækjaskorts.
Það sem ég hef þegar séð í bókhaldsuppgjöri innflutningsfyrirtækja vegna ársins 2008 er svo stórfellt gengistap að ríkissjóður kemur ekki til með að innheimta af þeim neinar skattatekjur umfram tolla og virðisaukaskatt á þessu ári - ef til vill lengur.
Nú hefur gengisvísitalan lækkkað niður í u.þ.b. 190 stig - en betur má ef duga skal.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.3.2009 | 19:26
Ég skora á þingmenn!
Afnemið 5% kosningaregluna fyrir aprílkosningarnar.
Allir kjósendur eiga að hafa sama rétt til þess að velja sér fulltrúa á alþingi íslendinga. Í lýðræðislegum kosningum á ekkert að fyrirfinnast sem heitir "dauð atkvæði".
4.3.2009 | 15:52
Þessi frétt kom mér á óvart
Sitja virkilega enn einhverjir fulltrúar gömlu einkabankanna í stjórnum félaga fyrir hönd skilanefndanna eða ríkisins?
![]() |
Sigurður úr stjórn Storebrand |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2009 | 18:13
Rangar áherslur
Það á ekki að skera niður neinar skuldir um 20% á línuna. Bæði er það ranglátt og eins og Jóhanna bendir á; hvar á að taka peningana?
Hvað varðar verðtryggðu lánin á að ráðast á verðbótahækkunina. Skerða hana um a.m.k. 50% og láta þannig lánveitandann taka á sig hálft tapið á móti lántakandanum. Það er algjör óþarfi að blanda þriðja aðila í gerða lánasamninga, en hins vegar aldeilis ótækt að einungis lántakandinn þurfi að þola afleiðingar gengishrunsins.
Hvað varðar gengistryggð lán má frysta afborganir þannig að skuldarinn greiði sömu upphæð í afborganir og vexti og var fyrir gengishrun því ef loforð standa um gengishækkun krónunnar þá mun höfuðstóllinn rétta sig af sjálfkrafa.
Niðurskurður á skuldum ætti að vera óþarfur.
![]() |
Hvar á að taka þessa peninga? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.3.2009 | 16:47
Ég mótmæli
sameiningu bráðamóttaka LSH og tek þar með undir varnaðarorð Ásgeirs Jónssonar hjartalæknis, í blaðagreininni sem birtist í Umræðu Mbl í gær, sunnudag.
Ég ætla ekki að tíunda þá verkaskiptingu sem hefur verið milli bráðamóttöku á Hringbraut og í Fossvogi, því það gerir læknirinn í grein sinni. Reyndar er mér kunnugt að þessi verkaskipting hefur gefist vel enda í tengslum við sérfræðisvið viðkomandi sjúkrahúsa.
En ég hef áhyggjur af framtíðinni ef af þessari sameiningu verður. Bæði fyrir mína hönd og jafnaldra minna. Ekkert okkar óskar þess að til viðbótar hjartaáfalli verðum við flutt hálftímunum saman með sjúkrabílum fram og til baka milli stofnana.
Það er alls ekki víst að við lifum af slíka meðferð.
26.2.2009 | 14:42
Hvað svo?
Hverjir munu taka við stjórn Seðlabanka Íslands?
Erlendir sérfræðingar, segja sumir. En hvaða erlendir fræðingar eru á lausu með sérþekkingu á bankarekstri? Einhverjir þeirra sem annað hvort hafa misst stöður sínar eða eiga það á hættu nú þegar þeim erlendu bönkum fjölgar dag frá degi sem ýmist fara á hausinn eða eru þjóðnýttir? Ef til vill frá USA, UK, Þýskalandi?
Innlendir sérfræðingar, segja aðrir. Eiga þeir þá við þá akademísku fræðinga háskólanna sem uppfræddu ungliðahreyfinguna sem stóð sig svona vel í "gömlu" bönkunum?
Eða verður þriðji kosturinn ofan á að hætti landans og pólitískir góðkunningjar ráðnir til starfans?
Það hefur alveg gleymst að kynna okkur hvað tekur við - vonandi ekki vísvitandi!
![]() |
Seðlabankastjórar kvöddu starfsfólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 15:42
Kastljós gærdagsins.
Mikið er ég ánægð að hafa ekki horft á Kastljósþáttinn með Davíð og Sigmari í gær, því ég væri áreiðanlega farin að efast um að ég hefði hitt á réttu útsendinguna.
Miðað við bloggskrifin hljóta útsendingarnar að hafa verið tvær...
23.2.2009 | 20:46
Þetta er nú meira ruglið!
Ríkisstjórn og þingnefnd bíður eftir tilskipun að utan. Við skulum bara rétt vona að tilskipunin sú verði þeim báðum hagfelld.
En; er ekki hægt að nota biðtímann? Til dæmis til þess að sinna þessum "aukamálum" sem varða atvinnulíf og heimili landsins?
"Aðspurð hvers vegna fresta hafi þurft þingfundi í dag vegna seðlabankamálsins sagði Jóhanna, að þetta væri eitt stærsta dagskrármálið sem lægi fyrir þinginu og það væri, auk mála fyrir atvinnulífið og heimilin, eitt af grundvallarmálunum sem ná þyrfti fram til að hægt sé að koma á efnahagsstöðugleika í landinu"
Hvað eru annars margir starfssdagar eftir hjá núverandi ríkisstjórn - 60 dagar?
![]() |
Lausn ekki fundin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |