11.4.2009 | 16:22
Hvernig á að viðhalda og vernda hvalastofna?
Halda bírókratar að við hér í norðurhöfum fóðrum hvalina á kjúklingabringum frá ESB?
![]() |
ESB gagnrýnir hvalveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 17:05
Kemur ekki á óvart
og er aðeins eitt dæmi um "lýðræðið" í landinu. Fjórflokkarnir láta sér ekki nægja að þiggja milljónahundruða styrki úr almannasjóðum heldur þurfa þeir einnig tugmilljóna styrki frá almannahlutafélögum auk annarra frjálsra styrkja.
Það þarf þó ekki nokkur maður að láta sér detta það í hug að einungis Sjálfstæðisflokkurinn sé sekur í þessum efnum.
Það væri sæmst að afleggja opinbera styrki til stjórnmálaflokkanna og leyfa þeim bara að spjara sig á eigin forsendum líkt og ný framboð í stjórnmálum þurfa að gera.
![]() |
Það logar allt stafnanna á milli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2009 | 18:39
Utanríkisþjónustan ~ flottræfilsháttur.
Það er eins og menn segja gjarnan í dag - dálítið 2007 - að hampa flottræfilshætti íslendinga erlendis.
Áreiðanlega er okkur nauðsynlegt að halda úti fulltrúum landsins í formi utanríkisþjónustu erlendis til þess að kynna málstað þjóðarinnar, styðja við milliríkjaviðskiptin og við bakið á námsmönnum okkar og ferðalöngum.
En er nokkuð vit í því að í hverju krummaskuði sem finnst á jarðarkúlunni þurfi 300 þúsund manna þjóð alltaf að flagga flottasta og dýrasta sendiráðshúsnæðinu?
Að auki gætum við líka sparað töluverðan mannskap hér heima - hvaða þörf er á sendiráðherraembættum með aðsetur á Rauðarárstíg?
![]() |
Engir kokteilpinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2009 | 14:19
Þessi frétt mætti vera greinarbetri
og ekki nema von að fólk spyrji hvað orðið hafi um innstæðurnar hjá SPRON.
Málið er nefnilega að SPRON var gjaldþrota og engir peningar fluttust yfir til Nýja Kaupþings. Ef viðskiptavinir SPRON flykkjast svo aftur í sín gömlu útibú verður Nýja Kaupþingi gert skylt að greiða út innstæður þeirra úr eigin sjóðum.
Þessi viðskipti eru hreint klúður frá upphafi.
![]() |
Óttast áhlaup á Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.4.2009 | 15:32
Nýjasta skoðanakönnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokka
er ómarktæk eins og hún er kynnt í MBL dagsins.
Svarhlutfall er aðeins 61,1% af heildarúrtakinu og að auki eru aðeins birtar tölur um þá sem tóku afstöðu. Ekki stafkrókur um tölur varðandi þá sem eru óákveðnir eða hyggjast skila auðu.
Fréttablaðið eyðir hvorki pappír né prentbleki í að birta þessa skoðanakönnun þannig að þar fást engar frekari upplýsingar.
1.4.2009 | 19:45
Ekki vill ASÍ missa þennan spón úr aski sínum
og kemur því með afar síðbúnar tillögur að siðareglum. Augljóslega er ástæðan sú að forystumenn aðildarfélaga ASÍ vilja jafnt og samtök vinnuveitenda njóta áfram þeirra valda sem þessir gífurlegu fjármunir veita þeim sem þá höndla.
Lífeyrissjóðsgreiðendur einir eiga þessa aura sem greiddir hafa verið til lífeyrissjóðanna og ekki eru þeir allir í stéttarfélögum, enda eru skyldugreiðslur til lífeyrissjóða samkvæmt lögum og óháðar stéttarfélagsaðild viðkomandi.
Hvorki stéttarfélög né vinnuveitendasamtök eiga að koma nálægt meðhöndlun lífeyrissjóðseignar launþega. En það er skiljanlegt að um ýmsa áhrifaaðila fari titringur þegar rætt er nú að lífeyrissjóðirnir verði færðir undan þeirra stjórn og sjóðfélagarnir sjálfir taki við stjórnartaumunum.
![]() |
ASÍ vill siðareglur um lífeyrissjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2009 | 17:11
Hvað er að í réttarríkinu?
Er saksóknari ríkisins duglaus? Er rannsóknarlögreglan vanhæf? Er dómskerfið vanmáttugt vegna lagasetninganna sem því er gert að vinna við?
Mér blöskraði semsagt þessi frétt og býst við því að svo sé fleirum farið. Það er ekki nóg að einhver í réttarkerfinu reyni að stöðva þessar erlendu skipulögðu glæpablóðsugur ef afraksturinn kostar skaðabætur til handa viðkomandi blóðsugum. Væri ekki nær að færa þetta lið í böndum upp í næstu flugvél og senda það til síns heima um leið og það er staðið að verki?
Svo ég vitni nú í aðra frétt um Litháana tvo sem voru handteknir á "drekkhlöðnum bíl" af þýfi í gær; þeir játuðu en heimtuðu strax lögmann! Við getum alveg ímyndað okkur hvaða hlutverk þeim lögmanni er ætlað.
Skaðabætur úr ríkissjóði; skaðabætur fyrir að vera meinað að stunda innbrotaiðju sína sem beinist eingöngu að íslenskum almenningi sem á þegar við nóg að stríða. Hvað verður það næst; skaðabætur fyrir tekjutap?
![]() |
Bætur fyrir frelsissviptingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2009 | 15:04
Einhliða umfjöllun
tíðkast nú um fjármálastöðu einstaklinga og fjölskyldufólks eftir gengishrunið á síðasta ári. Öll áherslan í umræðunni er á skuldurum og þeirra tapi vegna verðbóta og gengisfalls.
Það mætti halda sparifjáreigendur hefðu engu tapað, hvorki bankainnstæðunni né sparnaði í hinum ýmsu sjóðum og hlutafélögum. Það er þó fjarri lagi að svo sé. Svo dæmi séu tekin:
Bankainnstæður halda flestar höfuðstól/nafnverði sínu, en hafa rýrnað verulega. Innstæða að upphæð kr. 500.000 var jafngildi USD: 7.618. þann 1/3 2008 en USD: 4.426. þann 1/3 2009.
Rýrnun verðgildis á einu ári er um USD: 3.192. eða tæp 40%.
Sjóður 9 greiddi út tæp 70% af inneign; tap um 30%. Rýrnun verðgildis kemur til viðbótar.
Hlutabréfaeign almennings í bönkunum þurrkaðist út. 100% tap.
Það töpuðu nefnilega ALLIR einhverju við hrunið - hver með sínu lagi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.3.2009 | 23:07
Rangar áherslur?
Væri ekki nær að lögleiða kannabisræktun og slá þannig tvær flugur í einu höggi; spara gjaldeyri og styðja við íslenska framleiðslu?
Það er sóun á mannafla og fjármunum ef okkar fámenna lögregluliði er ekki ætlað neitt annað betra að gera en þefa uppi "misjöfn" gróðurhús þegar innbrotum og þjófnuðum hefur fjölgað um nær 100% á örfáum mánuðum - að ekki sé nú talað um stórþjófnað víkinga.
Það er ekki ofsögum sagt að sagan endurtaki sig - sennilega eru allir nema "elstu menn" búnir að gleyma atorkusemi Blöndals á vínbannsárunum?
![]() |
Umfangsmikil kannabisræktun stöðvuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
18.3.2009 | 15:20
Mannleg mistök
segir stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins varðandi vafasamar fjárfestingar á fjármunum launþega sem treystu sjóðnum fyrir ellisparnaði sínum.
Hvað skyldum við þurfa að hlusta oft á þennan fyrirslátt í náinni framtíð? Hversu margir vörsluaðilar munu reyna að fela mistök sín? Hvað skyldu margir þeirra biðjast afsökunar að auki og "axla ábyrgð"?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)