Vonin mín hefur marga fýluför farið

sagði skáldið.   Ég get ekki annað en tekið undir þau orð, því fyrir um það bil viku síðan lýsti ég ánægju minni með sígandi lukku með hækkun gengisskráningar íslensku krónunnar.  En í dag var svartur mánudagur - gengi krónunnar féll um tæp 6%.

Ástæður fyrir fallinu gætu verið þrjár: 
Vangaveltur um lækkun stýrivaxta Seðlabankans í vikunni.
Nýkjörin Seðlabankastjórn minnihlutans á þingi.
IMF frestar frekari greiðslum til "stóra lánsins" - gefið er í skyn að sjóðurinn treysti ekki landsstjórninni.

Hver sem ástæðan er; hvort sem allar þessar ástæður séu samvirkandi eða einhver ein sérstök þeirra valdi, þá eru þetta EKKI góðar fréttir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég myndi veðja á lækkun krónunar vegna væntinga um stýrivaxtalækkun.  Það er mér áhyggjuefni ef ráðist verður of hratt og geyst í lækkunarferlið því afleiðingarnar af mistökum þar geta verið skelfilegar.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.3.2009 kl. 09:20

2 identicon

Ég get nú ekki sagt að 0,5% lækkunn sé að fara hratt í hlutin.

(IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 09:21

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er sagt að þrýst sé á Jóhönnu að lækka stýrivextina um allt að 8% í fyrstu atrennu í stað 0,5% lækkunar.  Óvissan um hvað verður veikir gengisskráninguna.

Las annars smágrein í Fréttablaðinu í morgun, þar sem skuldinni er "að hluta" skellt á útgreiðslu erlendra skuldbindinga - en það var nú líka sagt í síðustu viku þegar krónan tók smádýfu.

Kolbrún Hilmars, 17.3.2009 kl. 09:42

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

0,5% lækkun er kannski tímabær, og kannski væri betra að bíða í mánuð, ég ætla ekki að leggja neinn dóm á það.  En það að lækka stýrivextina strax niður í 12%, 8% eða 5% eins og sumir eru að slá um sig myndi hafa alvarlegar afleiðingar.  Mjög líklegt væri að gengi krónunar veiktist töluvert við slíkar tilfæringar með þeim afleiðingum að greiðslubyrði erlendra lána myndi aukast og innfluttar vöur hækka sem aftur skilaði sér svo í hærri verðbólgu og verðbólguþrýsting og svo framvegis...

Jú Kolbrún, var ekki talað um það að þetta væru vaxtatekjur erlendra handhafa krónubréfa?  Nú mega þeir flytja vaxtatekjur úr landi.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.3.2009 kl. 09:49

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er rétt hjá þér, Axel, þessar greiðslur fara úr landi og verður því skipt í erlendan gjaldmiðil.  En þessar tilfærslur voru fyrirsjáanlegar og ættu ekki að valda gengishruni núna.

Ég er sammála þér með að stórfelld lækkun stýrivaxtanna í einni aðgerð er varhugaverð, einmitt af þeim ástæðum sem þú nefnir. 

Kolbrún Hilmars, 17.3.2009 kl. 10:20

6 identicon

Þetta er allt gert svo flókið að ég held að rétt sé að nota aðferð sonarins en hann spurði hvort ekki væri bara einfaldast að núllstilla allt helvítis batterýið

(IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband