23.2.2009 | 14:24
Er ekki hið frjálsa flæði EES samingsins dásamlegt?
ESB þegnar geta komið og farið eins og þeim þóknast en á sama tíma er þrengt að réttindum og dvalarleyfum fólks sem á uppruna utan ESB.
Ótíndir glæpamenn frá Evrópu fá hér heiðursmannameðferð en heiðarlegt fólk frá öðrum heimsálfum er meðhöndlað sem glæpamenn.
EES samningurinn er skrýtin skepna.
![]() |
Farðu heim, góði minn! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.2.2009 | 18:38
Hárrétt hjá Birni.
EES samingurinn varð okkar banabiti. Ekki endilega vegna þess að samningurinn sá væri í eðli sínu alslæmur, heldur vegna þess að það nennti enginn af okkar kjörnu þingfulltrúum að lesa lagabálkana sem fylgdu áður en þeir samþykktu þá - hvað þá að gera athugasemdir við ákvæði sem gætu orkað tvímælis fyrir örþjóð.
Okkur almúganum var sagt að þarna fengjum við allt fyrir ekkert, við treystum því að okkar til þess kjörnu fulltrúar á Alþingi myndu gæta okkar alþýðuhagsmuna rétt eins og til var stofnað, svo við héldum bara áfram að sinna okkar daglegu störfum að vanda - án andmæla.
Ég geng svo langt að halda því fram, að eins og á var haldið, jaðri EES samningurinn við landráð!
![]() |
Aðild að EES réð úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.2.2009 | 20:47
Plastpokar!
Plastpokar frá Plastprent hf gera mér lífið leitt þessa dagana. Eiginlega miklu leiðara en jafnvel IceSave tuggan, misheppnaðir Seðlabankastjórar og duglausir alþingismenn.
Það eru nefnilega litlu hlutirnir sem taka mest á þolinmæði okkar heimilishaldara, svona hvunndags.
Plastprent hf hefur greinilega tæknivætt sig nýlega, keypt inn hagkvæmar plastpokamaskínur sem rúlla heimilisplastpokunum upp í pakkningar sem spara fyrirtækinu áreiðanlega stórfé - eða að minnsta kosti vona ég að einhverjum komin nýjungin til góða. Mér koma þessir plastpokar bara í vont skap í hvert sinn sem ég þarf á þeim að halda.
Nýju plastpokarnir koma semsagt upprúllaðir, svo þéttir og loftlausir að það er ekki nokkur einasta leið að opna þá TIL ÞESS AÐ NOTA ÞÁ! Ég hef beitt öllum brögðum; reynt að þvæla þá, stinga á þá göt með hnífi, blóta þeim - en það hrífur ekkert. Þessa plastpoka er ekki hægt að opna með góðu!
Eins og ekki sé nóg á okkur lagt þessa dagana...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2009 | 18:27
Þessa framkvæmd má aðeins samþykkja með fyrirvara.
Fyrirvara um að staðið verði við loforðið um að eingöngu starfsmenn, nú þegar hérlendis, muni verða ráðnir til þessara 600 starfa sem sagt er að þurfi til í verkefnið.
Freistingin er nefnilega enn til staðar hvað varðar ódýrt innflutt vinnuafl - frjálsa vinnuaflsflæðið og gróðavonin!
![]() |
Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2009 | 15:45
Fagnaðarefni að fá Svandísi á þing.
Þar fer kona með höfuð og hjarta á réttum stað og báða fætur á jörðinni. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að fá slíkt fólk á þing.
Færi betur að fleiri í sama gæðaflokki gæfu kost á sér - alveg burtséð frá flokksmerkjum þeirra.
![]() |
Svandís stefnir á 1. sætið í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2009 | 15:07
Hvað er þetta með gengisskráninguna?
Ég hef fylgst grannt með hinu sveiflukennda gengi krónunnar síðustu vikur og mánuði. Ekki af óeigingjörnum hvötum reyndar, því ég skulda gengistryggt bílalán. :)
Ef borin er saman gengisskráningin 1.sept 2008 og í dag, þá hafa helstu gjaldmiðlar hækkað þannig gagnvart krónunni:
EUR um 17,4% - USD um 36,1% - CHF um 27,6% - JPY um 60,3%.
Mér skilst að helstu myntkörfulánin séu bundin CHF og JPY (svo sem mitt lán) og mörg einnig USD.
Er það t.d. ástæðan fyrir þessu ótrúlega háa gengi á japanska yeninu gagnvart krónu - þrátt fyrir bullandi fjármálakrísu í Japan? Eða ganga Japanir sjálfir svona langt til þess að halda uppi gengi yensins?
Getur einhver frætt mig um ástæðuna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.2.2009 kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 18:11
Er þríflokkurinn að klofna?
Hvað hefur ISG gert af sér sem formaður SF sem réttlætir þessar ákúrur - henni hefur þó tekist ótrúlega lengi að halda saman þessum ólíku öflum sameinuðum innan eins og sama flokksins.
Jón Baldvin er gamall kratarefur (sem ber reyndar ábyrgð á ógæfu Íslands; EES samningnum) en það er eitthvað mikið í húfi þegar hann vill núverandi formann SF út og Jóhönnu erkióvin sinn inn!
Hvaða kratahagsmunir eru í húfi?
![]() |
Jón vill að Ingibjörg víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.2.2009 | 17:21
Íslendingar alltaf fremstir í flokki
jafnvel á bandarískum lista yfir helstu innanhúss óvini bandarísku þjóðarinnar. Okkar maður trónir þar heilum 8 sætum ofar en fulltrúi Kína (sem samkvæmt ávirðingum virðist halda fjöreggi kananna í höndum sér). Þeir tveir eru einu "útlendingarnir" sem slysast inn á þennan lista.
Nú tek ég ofan hárkolluna fyrir Mr Oddsyni, hann er samkvæmt þessu 16. áhrifamesti maður í "ameríkuheimi" - jafnvel áhrifameiri en helsti útlendi lánardrottinn US.
Og svo er fólk að kvarta yfir því að Ísland sé ekki á landakortinu...
![]() |
Davíð Oddsson á vafasömum lista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.2.2009 | 21:14
Skynsamir menn
Hvaða ærlegur ríkisstarfsmaður nennir hvort sem er að bíða eftir því að búsáhaldabyltingin mæti með sín tól, tæki og hljómsveitir við útidyrnar á vinnustað þeirra? Að ekki sé nú talað um drullupyttinn sem mannorði þeirra verður hugsanlega drekkt í.
![]() |
Ráðherra vill formennina áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2009 | 21:15
Einu sinni verður allt fyrst!
Nokkra síðustu mánuði og vikur hef ég verið áhorfandi að pólitískum tennisleik - vinstri, hægri, vinstri, hægri, snú snú. Mjög lærdómsríkt. Ég hef fylgst með taumlausu hatri og heift í garð einstaklinga og stofnana, dónalegu orðbragði, hömlulausu skítkasti bæði í orðum og verkum; semsagt öllu því sem ég myndi einfaldlega kalla skort á mannasiðum.
Þar sem mér sýnist þetta háttalag sé að mestu stundað af vinstri stjórnmálahyggjufólki og hef ekki séð að hægri-miðjufólk hafi tekið þátt í leiknum nema lítillega og á kurteisu nótunum, þá hef ég ákveðið að merkja við XD í næstu kosningum - í fyrsta skipti á ævinni!
Svo ágætu bloggvinir, ef þið farið í pólitískt manngreinarálit þá er tækifærið núna til þess að úthýsa mér af vinalistanum