Hvað svo?

Hverjir munu taka við stjórn Seðlabanka Íslands?

Erlendir sérfræðingar, segja sumir.  En hvaða erlendir fræðingar eru á lausu með sérþekkingu á bankarekstri?  Einhverjir þeirra sem annað hvort hafa misst stöður sínar eða eiga það á hættu nú þegar þeim erlendu bönkum fjölgar dag frá degi sem ýmist fara á hausinn eða eru þjóðnýttir?  Ef til vill frá  USA, UK, Þýskalandi?

Innlendir sérfræðingar, segja aðrir.  Eiga þeir þá við þá akademísku fræðinga háskólanna sem uppfræddu ungliðahreyfinguna sem stóð sig svona vel í "gömlu" bönkunum? 

Eða verður þriðji kosturinn ofan á að hætti landans og pólitískir góðkunningjar ráðnir til starfans?

Það hefur alveg gleymst að kynna okkur hvað tekur við - vonandi ekki vísvitandi!


mbl.is Seðlabankastjórar kvöddu starfsfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við gætum nú boðist til að taka þetta að okkur,  fráleitt að við getum skorast undan því, þegar allir þurfa að leggja sitt af mörkum. 

Þó mér finnist nú einhvern vegin að það sé alltaf þeir sem eru skynsamir í heimilsfjárlögum þurfi sífellt að borga brúsan fyrir þá sem geysast áfram án þess að huga að afleiðingum gjörða sinna og hvað þá að þeir hugsi út í  að það kemur að skuldadögum. Svo er bara spurningin,........ skuldadögum hvers ?

(IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 19:52

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nei, Silla mín, ég kem ekki nálægt björgunaraðgerðum fyrir hina mislukkuðu núverandi minnihlutastjórn.  Hvorki með atkvæði mínu né öðru liðsinni.  Kosningaatkvæði mitt er ekki leikhúsmiði.

Vilji ég fara í fáránleikaleikhús  þá kaupi ég minn aðgöngumiða eins og aðrir leikhúsgestir. Þyrfti ég að kaupa mannskap til þess að gera við þakið á húsi mínu, myndi ég ráða smiði sem kynnu til verka en ekki áramótasirkus Billy Smart.

Jamm, ég er reið - alveg fokvond!  En gremja mín mun þó vara skemur en afleiðingar  af núverandi stjórnarsamstarfi og það er eini ljósi punkturinn sem ég sé í augnablikinu.  

Kolbrún Hilmars, 26.2.2009 kl. 20:33

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæl aftur - það stendur miklu betur í bólið mitt í dag    En ég sé að mér gleymdist að geta hvaðan vonda skapið kom í gærkvöldi.  Það voru fréttirnar af því að til stæði að setja bráðabirgða þetta og hitt í Seðlabankann - svona rétt fram að kosningum...

Kolbrún Hilmars, 27.2.2009 kl. 09:38

4 Smámynd: Hildur Sif Thorarensen

Ég ætlaði mér að bæta þér við sem vini en þarf greinilega að fara að nota bloggvefinn oftar því ég virðist ekki kunna á hann lengur. Mér finnast skrifin þín góð, þú ert vel að þér og átt gott með að koma fyrir þig orði.

Hildur Sif Thorarensen, 27.2.2009 kl. 16:36

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir bloggvináttuna - sem ég vona að þú eigir ekki eftir að iðrast - þeir eru nefnilega þó nokkrir hér á blogginu sem þola mig ekki  

Svona til frekari áréttingar um batnandi skapsmuni hér á bæ, þá líst mér það vel á nýja seðlabankastjórann og nýja stjórnarformann Kaupþingsbanka að ég er eiginlega farin að brosa út í bæði.

Kolbrún Hilmars, 27.2.2009 kl. 17:29

6 identicon

Jæja Kolla mín.  Búin að vera svolítið upptekin, þannig að stormurinn hjá þér fór alveg framhjá mér.... þar til nú..  eins gott kannski

Mér líst bara nokkuð vel á bráðabirgða liðið,  er þó ekki alveg sammála þér með það, að moka ekki flórinn eftir aðra, ef svo má að orði komast, stundum verður maður að gera meira en gott þykir 

Ég er bara svona að tékka  hvort ég get ekki látið vinda blása aftur,.

(IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 12:52

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Silla mín, þetta var stuttur stormur eins og venjulega 

En ég tek samt ekki þátt í því að moka flórinn eftir aðra ef þeir halda áfram að gera í hann  (þetta var ekki sneið til kúabænda!) 
Reyndar hef ég alltaf haft dálæti á Steingrími J og held að við þurfum nú ekki að hreinsa mikið til eftir hann, amk var hann var snöggur að moka út eigin mistökum varðandi fyrri Kaupþingsstjórnarformanninn sem hann réði. 

Endilega láttu vinda blása aftur, þessi lognmolla er - eins og skáldið sagði -  "ekki, ekki, ekki þolandi" 

Kolbrún Hilmars, 28.2.2009 kl. 15:47

8 identicon

Kolla þó.... ertu virkilega svona mikil pjattrófa

Hreint ekki sammála um Steingrím, ég hafði álit á honum einu sinni, verð víst að viðurkenna það,  en  þá vorum við bæði ung og falleg ,   Hann sat við eldhúsborðið hjá okkur hjónum eftir framboðsfund,  talaði að okkur fannst ótrúlega gáfulega miðað við það að vera meðreiðarsveinn Hjörleifs, þetta var líka reyndar eftir mjög góðan fund hjá þeim, þá með Helga Seljan og Hjörleifi, ( hef  hinsvegar  alldrei þolað Hjörleif )  en virti hina þónokkurs og hafði trú á Steingrími.    Af þeim stalli sem ég bjó honum í mínum "unggæðisdraumum" um  fallega framtíð,   féll Steingrímur svo hastarlega þegar hann stofnaði vinstri græna og fór að tala tungum tveim.    það verður langt þar til það verður fyrirgefið, hann hefur miklar syndir að vinna af sér.

En Kolla mín þetta með flórinn..... .....að þegar búið er að hreinsa hann einu sinni ( sko við)  þá mundum við auðvitað ekki leyfa einhverjum sóðabeljum að drulla hann út aftur, þær færu auðvitað í sérstakt hús ( svona aðhald) þar sem algjör sjálfsþurftar búskapur mundi ráða ríkjum  

(IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 20:57

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Uss, allar borgardömur eru pjattrófur - eða er það öfugt; allar pjattrófur eru borgardömur?    Við fitjum upp á trýnið þegar við þefum uppi einhvern ódaun, einhendum okkur í bloggskrifin þar sem við kvörtum kröftuglega og heimtum "viðgerðarmann"    Þið þarna landsbyggðar viljið endilega ráðast beint að ósómanum og moka hann út sjálf - nú, þið um það 

Ég sé að það þýðir ekki fyrir Steingrím J að biðla til þín, Silla mín, um atkvæði  

Kolbrún Hilmars, 1.3.2009 kl. 13:55

10 identicon

Þú ert algjör perla Kolla mín

(IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband