Ég mótmæli

sameiningu bráðamóttaka LSH og tek þar með undir varnaðarorð Ásgeirs Jónssonar hjartalæknis, í blaðagreininni sem birtist í Umræðu Mbl í gær, sunnudag.

Ég ætla ekki að tíunda þá verkaskiptingu sem hefur verið milli bráðamóttöku á Hringbraut og í Fossvogi, því það gerir læknirinn í grein sinni.   Reyndar er mér  kunnugt að þessi verkaskipting hefur gefist vel enda í tengslum við sérfræðisvið viðkomandi sjúkrahúsa.

En ég hef áhyggjur af framtíðinni ef af þessari sameiningu verður.  Bæði fyrir mína hönd og jafnaldra minna.  Ekkert okkar óskar þess að til viðbótar hjartaáfalli verðum við flutt hálftímunum saman með sjúkrabílum fram og til baka milli stofnana.

Það er alls ekki víst að við lifum af slíka meðferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú!!!!....... það er skrýtið ef þið þarna fyrir sunnan þolið ekki smá rúnt á milli spítala   ég þarf að þola það að hendast yfir 2 fjallvegi  niður á Norðfjörð í skoðun, láta henda mér upp í sjúkrabíl aftur til að fara hér upp í Hérað og á flugvöllin, helst bíða eftir áætlunarflugi en ef ég er þæg stelpa er nú kannski hringt eftir sjúkraflugi , og þola svo klukkutímaflug + akstur á spítalan í Rvík eða AK samtals tekur þetta að lágmarki 4 tíma þó ég sé með hjartaáfall- stíflu eða  eitthvað bara.

Og svo kvartið þið yfir einhverjum hálftíma

En ég er samt alveg sammála þér með það , að fáranlegt er að loka annari deildinni eða sameina þær eins og þeir kalla það. Þeim sem dettur slíkt í hug ætti að láta leggja sig inn á deild sem gerir við bilað og brotið og láta rannsaka sig  

Hef samt aldrei skilið af hverju það komu 3 sjúkrabílar þegar Siggi minn hætti að anda hér um árið í Síðumúlanum/Ármúlanum á augnlæknastofunni,  þeir hafa kannski haldið að ég þyrfti einn, en fyrir hvern var sá þriðji???.... augnlækninn kannski.

(IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 21:01

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég sé enga leið til þess að jafna aðstöðumuninn milli suðvesturhornsins og dreifbýlisins öðru vísi en að loka öllum bráðamóttökum hérlendis og senda alla sem þurfa til Skotlands. 

En þetta er auðvitað bara tímabundið misrétti því  þegar Egilsstaðabúar verða orðnir +150 þúsund þá verður örugglega búið að setja upp sambærilegar bráðamóttökur þar.  Þú verður bara að sýna smá biðlund...

Kolbrún Hilmars, 2.3.2009 kl. 22:30

3 identicon

Okey ég reyni að vera þolinmóð   Menn eru bara svo helv... lélegir við að barna hér síðan fæðingardeildinni var lokað.... menn misskildu eitthvað með þessa lokun það var nefnilega ekki fæðingarveginum  sem var lokað ....heldur deildinni

(IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:17

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svona í fullri alvöru þá er auðvitað slæmt að allir landsmenn hafi ekki jafnan aðgang að læknishjálp en í svona fámennu en stóru landi verður því víst ekki komið við. 

Það vilja heldur ekki allir  búa hér á höfuðborgarsvæðinu þótt íbúafjöldinn geri kleift að bjóða upp á betri þjónustu.  Betri í gæsalöppum þó, því oft þarf fólk t.d. að sitja og bíða í röðinni á Slysó klukkutímum saman.

Og ekki verða þessi niðurskurðarplön til þess að bæta ástandið. 

Kolbrún Hilmars, 3.3.2009 kl. 01:08

5 identicon

Já það er slæmt en ekkert við því að gera. En eins og þetta er framkvæmt hér fyrir austan, er verið að gera allt  miklu verra fyrir meirihluta íbúanna.  Það bara gengur ekki lengur að hafa sjúkrahúsið út á endastöð, og að það þurfi að senda alla þangað til að meta hvort þörf sé á hátæknisjúkrahúsi eður ei. það stofnar lífi og limum manna í allt of mikla hættu, fyrir utnan nú hvað þetta er dýrt fyrirkomulag. Núverandi staðsetning hentar ekki nema Norðfirðingum og kannski Eskfirðingum, en vegalegndir fyrir alla aðra íbúa þessa svæðis er styðst á Egilsstaði og þar beint í flug ef á þarf að halda,  eins og glöggt má lesa úr skýrlsu ríkisendurskoðunnar um úttekt á HSA.  það er verulega fróðleg lesning. Hér verður aldrei unt að hagræða fyrr en tekin er sú stóra ákvörðun að Fjórungssjúkrahús Austurlands verði á Egilsstöðum.

Varðandi biðtíma á slysadeildinni t.d  í Fossvogi þá er hann skelfilegur og óásættanlegur, ég beið þar í haust í  6 tíma og skil alls ekki hvað helmingurinn af þessu fólki var að gera þarna, því meirhlutinn átti klárlega frekar heima hjá heimilsslækni og eða  heilsugæslu. Hvers vegna er fólk að nota bráðamóttöku fyrir flensueinkenni- hálsbólgu- hruflað hné og þess háttar??? Er heilsugæslan í Rvík svona léleg?? Veit einhver hvað veldur??

(IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 14:11

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sjúkrahúsmál þarna fyrir austan eru áreiðanlega háð hreppapólitíkinni.  FSA var upphaflega sett niður á Norðfirði áður en Egilsstaðir komust á landakortið og ef því yrði breytt núna missti N spón úr aski sínum.  Staðarvalið á sínum tíma held ég hafi byggst á samgöngum á sjó en ekki landi og Héraðsbúar fengu, að mig minnir, sjúkraskýlið í sárabætur. 

Þú þekkir greinilega aðstæður á Slysó sem er hreint ekki aðlaðandi fyrir dauðveikt fólk, þangað koma fleiri en skyldu því heilsugæslan í borginni er í molum líka.  Á bráðadeildinni á Hringbraut er sérhæft fagfólk sem daglega bjargar mannslífum því þar eru engar smáskeinur að flækjast fyrir fólki.  Mig óar við því að  þessi ósköp verði sameinuð í eina deild. 

Kolbrún Hilmars, 3.3.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband