Ég skora á þingmenn!

Afnemið 5% kosningaregluna fyrir aprílkosningarnar.  

Allir kjósendur eiga að hafa sama rétt til þess að velja sér fulltrúa á alþingi íslendinga.  Í lýðræðislegum kosningum á ekkert að fyrirfinnast sem heitir "dauð atkvæði".  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Reglur sem þessar eru nauðsynlegar til að hindra uppgang öfgasamtaka.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 20:00

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hilmar, af hverju mættu öfgasamtök ekki eiga þingfulltrúa líka?  Hjölum við bara um lýðræði og meinum ekkert með því? 

Það er svo sem ekki eins og við eigum á hættu að íslenski herinn yfirtaki landsstjórnina.

Kolbrún Hilmars, 7.3.2009 kl. 20:24

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það er náttúrulega ekkert réttlátt við það að atkvæði fleiri þúsund manna "falli niður dauð" eins og þú segir.  Vonandi verður þetta tekið fyrir á stjórnlagaþingi.

Sigrún Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 22:40

4 identicon

Svei mér þá þetta er að verða óþolandi kvöld, ég er nánast sammála öllum, sama hvaða blogg ég er að lesa. Mjög sammála Kollu núna.

(IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 00:37

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innlitið - og að sjálfsögðu líka fyrir að vera sammála

Ég er enn að brjóta heilann um þetta með öfgasamtök - er ekki komin lengra í því en að því hvort það væri ekki vitlegra að banna bara þau sem þættu ógna "þjóðaröryggi" í stað þess að skerða atkvæðisréttinn. ??

Kolbrún Hilmars, 8.3.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband