29.4.2010 | 18:15
Er þetta munurinn á USA og ESB?
Time útskýrir ekki alveg forsendurnar þótt blaðið spyrði réttilega saman þá kóna Madoff, Björgólfa og Jón Ásgeir.
Ræfillinn Madoff er innan múra og telst góður ef hann getur orðið sér úti um sígarettupakka. Hinir þrír lifa í vellystingum í Londonskum ríkisbubbahverfum í skjóli ESB/EES regluverksins.
Gordon Brown er gestgjafi þeirra.
![]() |
Áhrifalitlir útrásarvíkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2010 | 13:32
Stoppið þessa vitleysu.
Samkvæmt fréttinni voru heildarskuldir búsins á Skáldabúðum vel yfir 200 milljónir þegar jörðin var "gefin" öðrum fyrir 150 milljónir.
Íslandsbanka hefði verið í lófa lagið að fella niður +50 milljónaskuld ábúenda og staðið slétt eftir. Arðsemi búskaparins myndi síðan standa undir afborgunum ef hæfilegur tími væri settur á lánin. Sveitarfélagið yrði betur sett með reynt fólk í rekstrinum og að auki myndi mjólkurkvótinn haldast innansveitar.
Það er eitthvað mikið athugavert við bankastarfsemi ef hún er rekin með skyndigróða í huga - ekki síst gagnvart atvinnugreinum sem miðast við langtímahagsmuni.
Hefur eitthvað breyst eftir októberhrunið? Er enn verið að hygla vinum, vandamönnum og útrásarpakki?
![]() |
Erfitt fyrir réttindalítið fólk að verjast hrægömmum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2010 | 18:23
Varla er maðurinn að rukka Gordon persónulega?
Þetta er svona "þú tapar alltaf" aðstaða hins almenna skattgreiðanda.
Flugfélögin heimta bætur fyrir tekjutap þegar þau fá ekki að fljúga. Flugfélögin hefðu líka heimtað bætur af hinum sömu ef þeim hefði verið leyft að fljúga og misst bæði vélar og farþega.
Það hlýtur að vera hægt að koma því þannig fyrir að flugfélögin ákveði bara sjálf hvort þau leggi undir vélakost, starfsfólk og farþega á hættutímum.
Á eigin ábyrgð!
![]() |
Vill bætur fyrir flugbannið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2010 | 16:43
Dæmi um vonlaust verk.
Síðastliðinn mánudag setti ég hvítan matardisk út á svalir í því skyni að mæla hugsanlegt öskufall. Hugsaði mér gott til glóðarinnar að leggja mitt af mörkum í vísindaskyni.
Samkvæmt fréttum föstudagsins, í dag, hefur ennþá engin aska fallið hér í höfuðborginni. Samt var diskurinn sem ég sótti af svölunum núna rétt áðan þakinn grunnu lagi af svörtum óþverra, svörtu ryki og smáörðum í bland. Svona svipað og safnast í gluggakisturnar, jafnvel þótt gluggarnir séu vandlega lokaðir.
Ég er hrædd um að umferðarmengunin komi í veg fyrir vitræna öskufallsmælingu hér á mínum bæ.
21.4.2010 | 17:43
Óskhyggja í vetrarlok.
Það er við hæfi að leggja inn eitt blogg eða svo um gosmálin. Auðvitað hef ég látið mér nægja að fylgjast með fréttum og vefmyndavélaútsendingum í beinni. Enda hef ég ekkert vit á eldgosum.
En ég hef verið að velta fyrir mér hvað sé raunverulega að gerast í iðrum jarðar. Sá sem hefur fylgst með jarðskjálftayfirlitum veðurstofunnar síðustu vikur hefur séð ákveðið mynstur; jarðskjálftabelti á tiltölulega mjórri línu frá SV odda Reykjaness, yfir Reykjanesið sunnanvert og Ölfusið austur að Eyjafjallajökli, vinkilbeygju NA yfir Vatnajökul norður eftir allt að Grímsey.
Er þetta vísbending um hraunflæði djúpt undir Atlantshafshryggnum norður eftir eða suður eftir? Ég sakna þess að hafa hvergi séð neinar tilgátur eða skýringar fræðimanna um hvað er að gerast þarna niðri, svo gott sem undir iljum okkar.
Ef ég má líta á Eyjafjallagosið sem eins konar reykháf sem létti á þrýstingnum, þá vona ég að gosið þar standi sem lengst - einangrað. Vonandi gengur það eftir og við fáum að öðru leyti gott og gjöfult sumar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.4.2010 kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2010 | 18:30
Við getum slakað á.
Fjármálaráðherra jafnar viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar við yfirlýsingu þáverandi rikisstjórnar í nóvember 2008. Báðar jafnmarklausar.
Fjármálaráðherranum er ekki alls varnað.
![]() |
Engin fyrirheit gefin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2010 | 16:21
Hvað ef?
Hver ber ábyrgð á því EF Katla rumskar og tugþúsundir ferðamanna verða fyrir fjárhagstjóni eða meiðslum? Eru ferðamenn almennt tryggðir gegn náttúruhamförum eða myndu þeir sækja íslenska ríkið um bætur - vegna falskra upplýsinga?
Icesave málið hefur gert sum okkar hvumpin hvað varðar íslenska sölumennsku.
![]() |
Óþarft að skapa óróa og hræðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2010 | 12:52
Lestrinum er loksins lokið!
Leikarar Borgarleikhússins hafa nú sannað fyrir okkur hvílíkt verkefni það er að lesa rannsóknarskýrsluna góðu en lesturinn tók þá rétt rúma 6 sólarhringa, linnulaust í 145 klukkutíma.
Ég sé fyrir mér að eini raunhæfi tíminn til eigin lesturs verði sumarfríið. Eigi einhver skilningur að fylgja með eru 7 tímar á sólarhring hámarksafköst. Samtals 21 dagur.
Sumarfríi þessa árs er hér með ráðstafað til lesturs. Verst að ekki er treystandi á samgöngur svo létta megi þrautina flatmagandi undir suðrænu pálmatré.
16.4.2010 | 20:30
Ríkisstjórn sem lengi verður í minnum höfð.
Við höfum skírt ýmsa fyrirrennara; Nýsköpunarstjórnin, Viðreisnarstjórnin, Viðeyjarstjórnin, Þingvallastjórnin, sem dæmi. Hvaða viðurnefni á núverandi ríkisstjórn skilið?
Fyrst gerði þessi ríkisstjórn bjölluat í Brussel. Nú er að sjá að hún sé að ljúga að IMF/AGS með því að lofa upp í allar ermar aðrar en sínar eigin.
Viðurnefni ríkisstjórnar þessara pólitísku ráðvillinga verður óhjákvæmilega: Ómerkilega ríkisstjórnin!
![]() |
Segja Ísland ætla að greiða með vöxtum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2010 | 23:42
Iceland Express á engar flugvélar!
Flugfélagið Artreus flýgur fyrir IE og heimahöfn þess er í Bretlandi.
Hafi einhver haft áhuga á að skoða og taka myndir af ÍSLENSKA flugflotanum þegar hann var allur "í höfn" á Keflavíkurflugvelli í flugvirkjaverkfallinu, væri enginn misskilingur hér á ferð.
Nei, Pálmi Fons á engar flugvélar að því best er vitað - hérlendis!
![]() |
Flugi seinkað í fyrramálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |