Bíða lífeyrissjóðirnir eftir Godot?

Hver á peningana sem lífeyrissjóðirnir eru/eða eiga að vakta? Stjórnvöld eða atvinnurekendur?

Hefur nokkrum dottið í hug að spyrja lífeyrisgreiðendur sjálfa, hina raunverulegu eigendur fjármagnsins, hvernig þeir vilji ávaxta það?


mbl.is Lífeyrissjóðirnir bíða eftir stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfum við "efni" á því að leggja niður landbúnaðarráðuneytið?

Þessi málaflokkur á varla heima undir einhverju almennu Atvinnumálaráðuneyti.

Greinilega þarf ráðuneytið að fást við flóknari og alvarlegri málefni en aðeins atvinnuhliðina. Ýmsir aðrir duttlungar náttúrunnar eiga það líka til að hafa áhrif á matvælaframleiðsluna í landinu.

Núna er við afleiðingar eldgoss að eiga og eins og fræðingar segja alloft þessa dagana "Ekkert bendir til þess að gosinu sé að ljúka".


mbl.is Staða bænda rædd á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtin forgangsröðun.

Velferðarkerfið, skólakerfið og heilbrigðiskerfið eru einmitt þau sem flestir vildu verja með kjafti og klóm. Og eru fúsir að sjá sínar dýru skattagreiðslur styrkja.

Ekki orð um niðurskurð í utanríkisráðuneytisbákninu. Ekki orð um ESB umsóknarbruðlið!


mbl.is Velferðarþjónustan skorin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Garðaúðun.

Nú líður að hefðbundnum eitrunum í görðum. Eins og flestir vita útrýmir eiturúðun fleiru en óvelkomnum gestum.

Trjálirfurnar eru mestu skemmdarvargarnir en þeim má útrýma með öðrum og mildari aðferðum. Sú sem ég hef notað með góðum árangri, er sápuúðun. Ég leysi grænsápu upp í heitu vatni og blanda saman við meira vatn í úðunarkútnum. Þessu úða ég yfir runna og tré í sólarleysi eða eftir sólsetur.

Best er ef rigningardegi er spáð daginn eftir. Það kemur í veg fyrir að laufin brennist af sápunni í sólskininu.


Sérkennileg bón.

Hvað á JÁJ við þegar hann vill að "íslensk stjórnvöld" höfði sakamál á hendur honum?

Eitthvað var nú ríkisskattrannsóknarstjóri að sýna tilburði í þá átt. Sem er hluti af íslenskri stjórnsýslu.

Skilanefndin hefur sent sérstökum saksóknara gögn - væntanlega tekur þó einhvern tíma að vinna úr þeim. Það embætti er líka hluti af íslenskri stjórnsýslu.

Heldur JÁJ að það sé hlutverk forsætisráðherra, persónulega, eða stjórnarflokks hennar, að höfða sakamál út og suður?


mbl.is Ætlar ekki að taka til varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver veitti þessari konu ríkisborgarétt?

Þessi kvenmaður virðist ætla að verða samfélaginu dýrkeypt.

Væri ekki góð hugmynd að svifta Ncogo ríkisborgararétti þegar öllum þessum málaferlum lýkur og senda hana til síns heima?


mbl.is Ellefu ákærðir fyrir vændiskaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bótasvik.

Það eru víðar bótasvik en hjá Tryggingastofnun. Ég hitti einn atvinnulausan í dag sem var að velta því fyrir sér að fara út á land til þess að vinna við nokkurra vikna tímabundið verkefni.

Gott mál, sagði ég, en gleymdu þá ekki að afskrá þig af atvinnuleysisbótaskrá áður en þú ferð.

Auðvitað geri ég það, sagði hann, en í rauninni þarf ég þess ekki.

Af hverju ekki, sagði ég, er það ekki sjálfgert þegar þú getur ekki mætt til skráningar.

Nei, sagði hann, ég þarf ekki að mæta neitt, það er nóg að senda inn GSM skilaboð.

Það er einmitt það!


Ég segi - eins og í áramótaskaupinu:

Getum við fengið pólverjana aftur?

Ef dæmdir ofbeldismenn fá að valsa hér um götur og misþyrma fólki að vild, þá þætti mér, af tvennu illu, skárra að þeir séu af því taginu sem berjast innbyrðis í sínum eigin klíkum.


mbl.is Um dæmda ofbeldismenn að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segðu - ekki neitt.

Nýja umræðubloggið "Segðu" sér um sögnina fyrir þig.
Alveg ókeypis! Ennþá.
Eða þannig...

PS þann 4/5: "Segðu" hefur gufað upp af moggabloggi. Þar sem vísunin er horfin er þetta blogg mitt því orðið afar dularfullt. Tel það þó til bóta frekar en hitt...


mbl.is Henti út potti fyrir nágranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snubbótt frétt.

Sem áhugasamur áhorfandi að vefmyndavélaútsendingum í beinni, er ég orðin óþreyjufull eftir að fá einhverjar skýringar. Það er greinilega eitthvað að gerast þarna ofan við jökultungurnar og lónið, en hvað? Er hraunið að renna eitthvert og þá nákvæmlega hvar er það og hvert stefnir það?

Það hafa orðið verulegar breytingar á landslaginu þarna við Gígjökul síðasta sólarhring. Bæði á jöklinum og á láglendinu/lóninu neðan jökuls.

Það dugir ekki að segja bara "Hraun heldur áfram að renna til norðurs"!


mbl.is Virkni aðeins brot af því sem áður var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband