Stoppið þessa vitleysu.

Samkvæmt fréttinni voru heildarskuldir búsins á Skáldabúðum vel yfir 200 milljónir þegar jörðin var "gefin" öðrum fyrir 150 milljónir.

Íslandsbanka hefði verið í lófa lagið að fella niður +50 milljónaskuld ábúenda og staðið slétt eftir. Arðsemi búskaparins myndi síðan standa undir afborgunum ef hæfilegur tími væri settur á lánin. Sveitarfélagið yrði betur sett með reynt fólk í rekstrinum og að auki myndi mjólkurkvótinn haldast innansveitar.

Það er eitthvað mikið athugavert við bankastarfsemi ef hún er rekin með skyndigróða í huga - ekki síst gagnvart atvinnugreinum sem miðast við langtímahagsmuni.

Hefur eitthvað breyst eftir októberhrunið? Er enn verið að hygla vinum, vandamönnum og útrásarpakki?


mbl.is Erfitt fyrir réttindalítið fólk að verjast hrægömmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Við setningu laganna um verðtryggingu 1979 var sett verðtrygging á lánasamninga OG launasamninga. Við afnám verðtryggingar á laun urðu til tveir gjaldmiðlar í landinu. Verðtryggða króna lánveitandans og óverðtryggða króna launamannsins og skuldarans. Þetta tíðkast hvergi annars staðar og hlýtur að teljast mannréttindabrot af hálfu ríkisvaldsins. Með lögum skal land byggja en ólögum eyða.

Ævar Rafn Kjartansson, 29.4.2010 kl. 13:52

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ævar, þetta er auðvitað hárrétt. En verðtryggingin er - eins og hið þarfa frumvarp hennar Lilju um 4ra ára fyrningu á gjaldþrotakröfum - aðeins önnur Ella en eignaupptakan sem er í gangi núna á vegum bankanna, sem enginn þykist eiga eða geta stjórnað.

Sú eignaupptaka tekur alveg jafnt til heimila, bújarða og atvinnufyrirtækja. Skjaldborgarslagorðið er brandari!

Kolbrún Hilmars, 29.4.2010 kl. 14:04

3 identicon

Ef þið vitið um einhvern góðan bankamann sem veit um góða jörð handa mér, vinsamlegast látið mig strax vita, því ég ætla svo sannarlega að blikka hann, ella að öðrum kosti hóta honum öllu illu með frösum eins og jafnræðisreglu og öðru skildu veseni þegar ég finn það,  nú ef blikkið dugar ekki mun ég láta öllum illum látum á fési og bloggi.

Þetta var ábending til bankamanna og ríkisstjórnar um hve auðvelt er að láta mig halda...kj

(IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 17:47

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Silla mín, líklega duga útrásarsambönd betur en kjaftháttur.  Jafnvel betur en heiðarleg tilboð - jafnræðisregla hvað?  

Já, já, rétt þegar ég ætlaði að ýta á "senda" heyrði ég Bylgjufrétt um að Jón Ásgeir hafi nýlega fengið tvö 10 ára kúlulán upp á 440 milljónir sem veðsett eru í konunni hans.

Úllala...

Kolbrún Hilmars, 29.4.2010 kl. 18:33

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

PS:  Geturðu ekki veðsett Sigurð, fyrir 440 milljónir gætirðu keypt þrjár Skáldabúðajarðir af Glitni/Íbanka...

Kolbrún Hilmars, 29.4.2010 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband