Varla er maðurinn að rukka Gordon persónulega?

Þetta er svona "þú tapar alltaf" aðstaða hins almenna skattgreiðanda.

Flugfélögin heimta bætur fyrir tekjutap þegar þau fá ekki að fljúga. Flugfélögin hefðu líka heimtað bætur af hinum sömu ef þeim hefði verið leyft að fljúga og misst bæði vélar og farþega.

Það hlýtur að vera hægt að koma því þannig fyrir að flugfélögin ákveði bara sjálf hvort þau leggi undir vélakost, starfsfólk og farþega á hættutímum.
Á eigin ábyrgð!


mbl.is Vill bætur fyrir flugbannið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engar áhyggjur Steingrímur og Jóhanna bjóðast eflaust til að bæta þetta!  ;)

karl (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 18:41

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

karl, kæmi mér ekki á óvart þótt í þetta sinn hafi enginn verið að rukka þau...

Kolbrún Hilmars, 24.4.2010 kl. 19:03

3 identicon

Flugfélög í Evrópu telja sig hafa tapað háum fjárhæðum vegna ösku frá Eyjafjallajökli. Nefndir hafa verið 300 til 400 milljarðar króna.

Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að hafa auga með þeim Jóhönnu og Steingrími J.

Viðbúið er að fram verði settar kröfur um að Íslendingar, sem beri ábyrgð á Eyjafjallajökli, greiði þennan kostnað.

Steingrímur og Jóhanna munu samviskusamlega taka fram að Íslendingar beri að sjálfsögðu enga ábyrgð á þessari framgöngu eldfjallsins og enn síður þeim vindum sem feyktu öskunni til Evrópu.

Í framhaldinu munu þau þó undirstrika að Íslendingar muni að sjálfsögðu standa við sínar skuldbindingar. Spurningin hljóti því að snúast um greiðslutíma og vaxtakjör.

Því næst munu þau snúa sér til Alþingis og þjóðarinnar og segja að ákvörðun um ríkisábyrgð á þessum skuldbindingum þoli enga bið, því það skaði samstarfið við AGS og setji í hættu endurreisnina, sem þau hafi unnið svo vel að og séu svo ofboðslega þreytt eftir.

Rithöfundar Baugs og Samfylkingarinnar munu fara mikinn í kjölfarið.

Þetta er fúlasta alvara.


"Staksteinar Morgunblaðsins 23apríl 2010"

JR (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 19:11

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

JR, svona þér að segja óttast ég nú orðið ekkert meira en slagorðið "að standa við sínar skuldbindingar".

Því miður er þeirri svipu sveiflað víðar en hérlendis...

Kolbrún Hilmars, 24.4.2010 kl. 19:41

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

PS. Svona vegna þess að umræðan hefur aðeins sveigt frá aðalinntakinu í átt að viðhorfi okkar íslenska "brennt-barn-forðast-eldinn" sjónarmiði vil ég benda á að ef ábyrgðin (og þar með kostnaðurinn) yrði alfarið á herðum flugfélaganna, þá myndu flugfélögin verða ennþá varkárari en hin opinbera bírókrasía.

Kolbrún Hilmars, 24.4.2010 kl. 21:00

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

...senda starx út samninganefnd vegna "Flysave" og athuga hvað mikla vexti þarf að borga. Svo þurfa Íslendingar að vera glerharðir í að fá staðfest að erlend lán í framtíðinni verði ekki tengd "Flysave" málinu. Og AGS lánin ekki heldur. Það á heldur ekki bjóða krónu yfir 1000 milljarða...ekki krónu meira! Annars halda Bretar bara að Íslendingar séu eitthvað heimskir...sem má alls ekki fréttast...

Óskar Arnórsson, 24.4.2010 kl. 23:12

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

...tek undur með Kolbrúnu! "Ísleendingar vera að bera á byrgð á eigin eldgosum og standa við skuldbindingar sínar við útlönd"...alveg rétt hjá þér...

Óskar Arnórsson, 24.4.2010 kl. 23:14

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

FlySave verður pís of keik, en tékkið á KahnSave!

Guðmundur Ásgeirsson, 25.4.2010 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband