Svokallaðir einangrunar- og moldarkofasinnar

fá nú nokkra uppreisn æru.   Þeir sem helst hafa staðið á móti ESB aðild hafa einmitt bent á hversu mikilvægt íslendingum sé að vera sjálfbærir um allar mögulegar nauðþurftir.   Og hlotið uppnefni fyrir - eingöngu vegna þess að þeir eru betur að sér um íslandssögu liðinna alda en uppnefnararnir.

Vonandi kemur ekki til þess að náttúruöflin sjái til þess að nútímaíslendingurinn þurfi að treysta á aðföng og útflutning með stopulum vor- og haustskipum líkt og forfeðurnir. 

En ófrystar kjúklingabringur og ferskt ESB grænmeti fáum við alla vega ekki með flugi næstu sólarhringa. 

 

 


Fækkum dýrategundum á Alþingi.

Ég er ekki einu sinni byrjuð að lesa sjálfa rannsóknarskýrsluna, en hlustaði með andagt á beinu útsendinguna af kynningunni  fyrr í dag.  Þvílíkt ekkisen fár!

Greinilega eru nú tvö verkefni mest aðkallandi:  Að hafa uppi á þýfi bankaræningjanna og hreinsa til í pólitíkinni.   Til þess að fást við hið fyrra þarf áreiðanlega að kalla til aðstoðar erlenda sérfræðinga undir yfirstjórn Evu Joly.

Hið síðara er alfarið innanlandsmál.  Þar dugir ekkert minna en að leggja niður flokksmaskínur fjórflokksins.  Það er ekki nóg að henda út einstökum þingmannavæflum  því fjórflokkakerfið heldur bara áfram að unga út svoleiðis fólki.

Af núverandi þingmönnum sýnast þeir  sem helst virðist óhætt að treysta til þess að gæta hagsmuna almennings einmitt þeir sem láta illa stýrast af flokksveldinu.   Yfirmaðurinn líkir þessum þingmönnum við ketti.  Gott og vel, ég geri þá slíkt hið sama:

Fjölgum köttum á Alþingi.  Burt með snáka, refi og apa.


Saga úr fjármálahruninu.

Ég held ekki að ég verði ásökuð um að brjóta trúnað þótt ég nefni dæmi um ellilífeyrisþega sem ég þekki (amk ekki á meðan ég nefni engin nöfn).  Sá er einn af þeim sem aldrei lét lokkast af fögrum fyrirheitum í útrásarhyggjunni og lét sitt eigið hyggjuvit ráða. 

Þegar hann komst á eftirlaunaaldur, seldi hann fjölskylduhúsið og keypti litla og hentuga blokkaríbúð fyrir sig og konu sína.  Útborgaðan mismun á húsnæðis skiptunum, sem var í rauninni ævisparnaðurinn hans, skipti hann í tvennt en geymdi þó á einum stað; í bankahólfi.  Íslenskar krónur til helminga á móti erlendum gjaldeyri. 

Við hrunið hélt hann sínu því jafnaðarverð sparifjárins var nokkurn veginn hið sama.  En þeir sem hefðu áður fordæmt hann fyrir að "láta ekki peningana vinna fyrir sig"  með einhvers konar fjárfestingum eða hlutabréfakaupum,  myndu öfunda hann í dag. 

Myndu, segi ég, því hann fer með sína fyrirhyggju sem mannsmorð væri!


Sorglegt!

Er skattrannsóknarstjóraembættið virkilega það eina sem hefur einhver lagaleg úrræði til þess að frysta eignir?

Skatturinn - sem ætti að öllu jöfnu að vera tiltölulega aftarlega í goggunarröðinni þegar kemur að fjársvikamálum?


mbl.is Eignir auðmanna frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju íslensk alþýða á ekki að greiða Icesave!

Eftirfarandi frétt er aðeins ein af mörgum slíkum sem styrkir þá röksemd að flestir aðrir en íslenskt alþýðufólk eigi að borga Icesavesvindlið:

http://www.visir.is/article/20100407/VIDSKIPTI06/458696615

(The Cayman Islands is a British overseas territory located in the western Caribbean Sea.)


Björgunarstarf?

Vissulega er ég aðeins einn sófaáhorfanda að eldgosinu - með aðstoð Mílu. En miðað við framvindu náttúruhamfaranna á Fimmvörðuhálsi hefur engum þurft að "bjarga". Öðrum en áhættufíklum á blankskóm.

Ég efa það ekki að björgunarsveitarmenn eru þarna í essinu sínu - en er ekki örlítið ofmælt að kalla þetta "björgunarstarf"?


mbl.is Meta áframhald björgunarstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei takk!

Ég vil ekki gerast meðeigandi að fangelsi. Aftur á móti vildi ég gjarnan verða meðeigandi að nokkrum íslenskum jörðum.

Árni Gunnarsson fv.þingmaður skrifaði ágæta grein í MBL þann 24. mars með yfirskriftinni "ERUM VIÐ LÍKA AÐ GLATA VATNINU".

Í greininni reifar Árni hugsanleg örlög íslenska drykkjarvatnsins. Ekki ætla ég að endurskrifa greinina hér en m.a. segir hann: "Á síðustu árum hafa auðmenn keypt jarðir víða um land. Jarðirnar skipta hundruðum og má greina að með mörgum þeirra fylgja mikil vatnsréttindi".

Í útvarpsviðtali í dag bætir Árni aðeins við og segir að telja megi víst að þessir svokölluðu auðmenn hafi tekið lán hjá erlendum bankastofnunum og margir verði senn eða séu nú þegar gjaldþrota. Þannig sé ekki útilokað að hinir erlendu lánardrottnar gangi að veðunum - sem eru jarðirnar.

Ég vil miklu heldur að lífeyrissjóðsinneignir landsmanna verði nýttar til þess að innleysa þessar jarðir heldur en fjárfesta í fangelsum.


mbl.is Lífeyrissjóðir fjármagni byggingu fangelsis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, það er ljótt að mismuna.

Ástæðuna fyrir þessari tilteknu mismunun við úthlutun í gær útskýrir framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar í Fréttablaðsviðtali í dag:

"Útlendingarnir mæta snemma í biðröðina og starfsmenn Fjölskylduhjálparinnar hafi horft upp á það íslensku barnafólki og eldri borgurum hafi vaxið biðin í augum og gefist upp."

Það eiga nefnilega allir að vera jafnir og það er engin jöfnun fólgin í því að fullfrískir einstaklingar hafi forgang á þá sem ekki hafa þrek til þess að standa í útibiðröð heilu og hálfa dagana.

Vonandi tekst að finna viðunandi og réttláta aðferð í úthlutunarfyrirkomulaginu.


mbl.is Mismunun litin alvarlegum augum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýragarðsklúður!

Að beita hundrað löggum með skotvopn á þrjú lausgangandi tígrisdýr er nú svolítil ofvirkni. Fimmtíu dýralæknar með deyfibyssur hefðu dugað.

Annars eru dýragarðar hin skemmtilegustu fyrirbæri, a.m.k. ef litið er framhjá frelsisskerðingu dýranna. Vissara er þó að sneiða hjá apabúrunum. :)

Fyrir einum 25 árum heimsótti ég dýragarðinn á Jersey. Sá dýragarður er mér ekki minnistæður að öðru leyti en því umhverfi sem górillunum er skapað. Til þess að líta þær augum þurfa gestir að ganga yfir steinbrú 15 - 20 metrum ofar heimkynnum þeirra sem er dalverpi þar sem górillurnar eru tiltölulega frjálsar miðað við lokaðan dýragarð. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði tækifæri til þess að fylgjast með háttalagi górilla þótt í hæfilegri fjarlægð væri.

Það atvik sem festi þá reynslu enn betur í minni var blaðafrétt sem ég las viku eftir að ég kom heim úr þeirri utanlandsferð. Lítill drengur, 5 ára gamall minnir mig, hafði prílað upp á handriðið á steinbrúnni og datt yfir og niður. Auðvitað varð uppi fótur og fit, þótt ekki væri nema fyrir fallið en svo vissu menn heldur ekki hver yrðu viðbrögð hinna "innfæddu" górilla.

En viti menn, ein górillan tók að sér barnið, og vakti yfir því þangað til björgunarsveit sótti það - hálfum sólarhring seinna. Þar þurfti hvorki skot- né deyfivopn!


mbl.is Lögregla á tígrisdýraveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin skilyrði fyrir viðræðum?

Er nema von að gagnaðilar ytra spyrji hvort íslensku ríkisstjórninni sé alvara?

Okkur hérna megin hafsins er líka spurn?


mbl.is Setja engin skilyrði fyrir viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband