27.11.2009 | 19:17
Mótmæli gegn Icesave.
Á Austurvelli á morgun, laugardag, kl. 15:00. Ef allir mæta þar sem ekki vilja borga Icesave reikninginn mun ekki verða nægt landrými.
En látið það ekki verða ykkur frágangssök, gott fólk.
27.11.2009 | 16:38
Hagsmunir ríkissjóðs og lífeyrissjóða
stangast stundum á. Til dæmis varðandi þá hugmynd að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur okkar fyrirfram, sem nýtur ekki vinsælda hjá lífeyrissjóðunum. Skiljanlega.
Það er alltaf einhver ákveðinn hluti lífeyrisgreiðenda sem aldrei lifir það að njóta endurgreiðslna úr lífeyrissjóði sínum. Inneign viðkomandi erfist hvorki né nýtist til niðurgreiðslu hugsanlegra lánaskuldbindinga hins látna við þann sama lífeyrissjóð. Þar að auki missir ríkiskassinn skattaspón úr aski sínum því enga skatta er hægt að leggja á "engar" útgreiðslur. Lífeyrissjóðurinn hirðir einfaldlega inneignina - skattfrjálsa.
Við lífeyrissjóðsgreiðendur höfum verið dæmd úr þessum þríleik, án tillöguréttar um eigin lífeyrishagsmuni , en við getum þó a.m.k. skemmt okkur við að fylgjast með hinum tveimur hagsmunaaðilunum bítast um aurana okkar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2009 | 20:59
Tími Jóhönnu er kominn.
"Minn tími mun koma" hrópaði konan þegar hún lenti "upp-á-kant" við Jón Baldvin forðum. Sennilega hefur JB þá brosað út í annað.
En það brosir enginn út í annað núna sem þarf að reyna tíma Jóhönnu á eigin skinni.
![]() |
Brown álítur Icesave bindandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2009 | 18:04
Verður slysabörnum ætlað að greiða Icesave?
Spurningin er bara hvort slysabörn nútímans verði fús eða hæf?
![]() |
44% lækkun á rétt rúmu ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2009 | 19:13
Eruð þið viss?
![]() |
Um 6000 bólusettir í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2009 | 17:36
Manntal ESB á Íslandi.
Nú er Stóri Bróðir, ESB, í essinu sínu - í boði Samfylkingar:
"ESB þarf raunar tölur um eitt og allt í íslensku þjóðlífi. Bandalagið áformar meðal annars að gera manntal hér á landi eftir tvö ár og kanna hverjir búa í hvaða íbúð og á það að sjást með því að samkeyra þjóð- og fasteignaskrár." (skáletraður texti tekinn úr frétt mbl.is - feitletrun er mín.)
ESB dugir semsagt ekki að Hagstofa Íslands sendi apparatinu yfirlýsingu á borð við þessa:
"Það er hlutverk Hagstofu Íslands að halda utan um heimilisfesti íslenskra ríkisborgara á Íslandi. Slíkar upplýsingar eru einungis íslenskt innanríkismál vegna félagslegra hagsmuna og erlendum stórveldum alls óviðkomandi."
Ætlum við að vera heima við daginn sem manntalningin fer fram ef "samkeyrðar" skrár teljast ekki duga og ESB geri út mannskap til þess að banka upp á hjá öllum heimilum landsins?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.11.2009 | 19:13
Að skilja við hið gamla?
Að mínu mati er nú varla hægt að skilja MINNA við hið gamla en með því að leita allt aftur í grísku fornmenninguna.
Forverinn, fráfarandi KB bankinn, hefði samkvæmt þessu gríska fári átt að heita ÍKARIUS. Það hefði þó bæði verið nógu fjári gamalt og staðið undir nafni líka.
![]() |
Kaupþing verður Arion banki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2009 | 19:09
Einmitt það!
Svo er nú komið að launafólk sem berst í bökkum með að framfleyta fjölskyldunni sinni getur "sótt um" að hluti tekna þess færist í lægra skattþrep.
Það er skömm að því að núverandi ríkisstjórn skuli leyfa sér að setja vinnandi fólk í þá betl-aðstöðu. Reyndar ekki bara skömm, heldur líka gróf móðgun.
Þessi ríkisstjórnarónefna ætti að hunskast til þess að láta venjulegt launafólk í friði og einbeita sér að því að skattleggja þá sem eru raunverulega aflögufærir!
![]() |
Hægt að sækja um að hluti tekna fari í lægra skattþrep |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2009 | 16:12
Á degi íslenskrar tungu
má ekki gleyma merkingarfræðinni. Nokkuð hefur eðlilega vafist fyrir mönnum undanfarið með að greina á milli Evrópu-sinna og ESB-sinna.
Flestir íslendingar munu vera Evrópusinnar - enda hvernig mætti annað vera á meðan landið telst tilheyra Evrópu? Það eru síðan sumir sem eru jafnframt ESB-sinnar sem vilja tileinka sér heitið Evrópu-sinni og merkingarbreyta orðinu þannig í eiginhagsmunaskyni.
Evrópusinni og ESBsinni eru - enn - tvö óskyld hugtök.
13.11.2009 | 18:30
Hugmyndir að skemmtilegum lausnum
á vanda heimilanna. Einstaklingar geta ekki skipt um kennitölur eins og félög klúðurhænsna þegar þeim þóknast en sambærilegar útfærslur má þó gera án þess að brjóta lög.
Þegar skuldir heimilisins eru orðnar óyfirstíganlegar, bæði hvað varðar skuldahalla og afborganir, komast hjón að samkomulagi um slíta hjónabandinu. Móðirin tekur börnin sem eru ekki bara skuldlaus heldur ávísun "á fjármögnun til langs tíma". Sjálf verður hún stikkfrí og getur "fjármagnað" uppeldi barnanna með eigin vinnu og aðstoð ríkisins.
Faðirinn yfirtekur allar skuldirnar og leitast við að krækja í nýja og ríka konu því "þar þurfa erlendir fjárfestar að leggja til verulega fjármuni". Misheppnist honum það, lýsir hann sig einfaldlega gjaldþrota. Verst er að það fellur þá svolítið á kennitöluna hans, en ef hann hefur vit á því að forðast "árangurslaust-fjárnám-fyrirbærið" og fara í alvöru gjaldþrot þá á hann sér uppreisn æru eftir X mörg ár og getur sameinast fjölskyldunni opinberlega á ný.
Klúðurhænsnin og fjármálatilfærslur eháeffanna þeirra geta þannig orðið fyrirmyndir að fjármálalausnum "venjulegs" fólks.
![]() |
Engar skuldir Haga afskrifaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)