Manntal ESB á Íslandi.

Nú er Stóri Bróðir, ESB, í essinu sínu - í boði Samfylkingar:

"ESB þarf raunar tölur um eitt og allt í íslensku þjóðlífi. Bandalagið áformar meðal annars að gera manntal hér á landi eftir tvö ár og kanna hverjir búa í hvaða íbúð og á það að sjást með því að samkeyra þjóð- og fasteignaskrár."  (skáletraður texti tekinn úr frétt mbl.is - feitletrun er mín.)

ESB dugir semsagt ekki að Hagstofa Íslands sendi apparatinu yfirlýsingu á borð við þessa:

"Það er hlutverk Hagstofu Íslands að halda utan um heimilisfesti íslenskra ríkisborgara á Íslandi.   Slíkar upplýsingar eru einungis íslenskt innanríkismál vegna félagslegra hagsmuna og erlendum stórveldum alls óviðkomandi."

Ætlum við að vera heima við daginn sem manntalningin fer fram ef "samkeyrðar" skrár teljast ekki duga og ESB geri út mannskap til þess að banka upp á hjá öllum heimilum landsins?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var alltaf gert þegar ég var ung. Og engum fannst að "stóri bróðir" væri að fylgjast með.

þara var þetta gert til að vita hvort fólk byggi þar sem það hefði skráð sig til heimilis. en ekki í einhverju öðru sveitarfélagi. 

Þá voru sveitarfélögin úti á landi sem rukkuðu ekki eins hátt útsvars og var gert t.d. í Reykjavík. Og menn ættaðir úr sveit fengu að vera með heimilisfesti hjá foreldrum, eða systkinum sem urðu eftir í sveitinni, þegar viðkomandi flutti á mölina. og var jafnvel búinn að stofna fjölskyldu þar.

Mér finnst ekkert athugavert við þetta, og engin ástæða við hræðslu nema fyrir þá sem hafa eitthvað að fela.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 18:10

2 identicon

Sæl Kolbrún.

Gott hjá þér að vekja athygli á þessari endemis vitlaeysu og peningabruðli hjá þessu ömurlega apparati sem verið er að reyna að véla okkur inní með bellibrögðum.

Þarna ríður bruðlið sko ekki við einteyming.

Nýjasta silkihúfan þeirra "Forsetinn" sem handvalinn var eftir að helstu valdaklíkurnar höfðu vélað um þetta un þó nokkurn tíma. Ekki þurfti hann nú að kynna sig fyrir alþýðunni í Stórríkinu og etja kappi við aðra frambjóðendur. Nei hann þurfti ekki að óhreinka sig á ferðalögum og útifundum og eyða peningum í slíkan hégóma.

Forsetanefna þessi mun taka til við að stjórna Stórríkinu ásamt Rískiráði sínu sem líka var handvalið af valdaklíkunni. Þeir munu svo í sameiningu stjórna Stórríkinu þegar Lissabon óhroðinn tekur gildi, reyndar munu þau ekki miklu ráða svona í raunþví Cómmízararáðin óskeikulu munu halda vel í öll sín völd hér eftir sem hingað til.

Ekki mun Forseta nefna þessi heldur verða vanhaldinn í launum því hann mun víst fá nær helmingi hærri laun heldur en sjálfur Barak Obama Bandaríkjaforseti. Fyrir utan öll hlunnindin og sporslurnar sem cómmízararáðin sjá alltaf vel um að halda algerlega leyndu fyrir pöplinum og blaðasnápunum.

Þetta er þeirra lýðræði og þeirra réttlæti !

Svei þessu apparati ANDSKOTANS !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 18:15

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigrún, skamm, þú last ekki það sem ég skrifaði! Takk samt fyrir innlitið og athugasemdina :)

Gunnlaugur, ég bíð spennt eftir því að Össur fari og baki pönnukökur fyrir hina nýkjörnu yfirherra ESB.

Skyldi sá gjörningur sannfæra þá um þýlyndi íslenskra karla? Eða tryggja Össuri örugga bakarastöðu í kökugerð ESB í Brusssel?

Kolbrún Hilmars, 23.11.2009 kl. 18:45

4 Smámynd: Benedikta E

Manntal ESB á Íslandi - NEI TAKK -                                                                        Ég lít á þetta sem aðför að persónufrelsi - fáum álit persónuverndar

Annars gengur Ísland aldrei í ESB - ALDREI -

Íslandi allt.

Benedikta E, 23.11.2009 kl. 20:56

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Benedikta, ég trúi því heldur ekki að við eigum eftir að ganga í ESB - a.m.k. ekki sjálfviljug!

Þetta manntalsdæmi verður engin fjöður í hatt ESB :)

Kolbrún Hilmars, 23.11.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband