11.11.2009 | 17:59
Styðjum við hagsmunasamtök heimilanna.
Samtökin hafa svo sannarlega lagt sitt af mörkum til þess að styðja við hagsmuni heimilanna í sjálfboðavinnu forystumanna þeirra. En fjárskortur hamlar frekara starfi samtakanna og þá helst vegna þess að nú þyrftu þau að geta ráðið til sín launaðan starfsmann og/eða talsmann. Til samanburðar má geta þess að Neytendasamtökin hafa átta launaða starfsmenn.
Ég skora á alla þá sem vilja styrkja starf samtakanna að leggja þeim fjárhagslegt lið. Félagsgjald skráðra félagsmanna telur aðeins kr. 1200 á ári, en eflaust yrðu frjálsir styrkir vel þegnir líka. Munið að margt smátt gerir eitt stórt!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.11.2009 kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2009 | 18:09
Samvinnuhvati sem skilar engu í ríkiskassann.
Í stað þess að leita í gulu línunni að "rándýrum" þjónustuaðilum sem við almennt launafólk höfum ekki efni á eftir skattahækkunina, þá munum við leita til ættingja og vina um aðstoð með hvaðeina.
Ég er sannfærð um tekjuskattshækkunin mun auka samhjálp og vöru- og þjónustuskipti í samfélaginu.
Gott fyrir fólkið og samfélagsvitund meðal þess - verra fyrir ríkiskassann.
![]() |
47% skattur á launatekjur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2009 | 21:04
Silfurskeiðin okkar.
Það vita flestir hvað við er átt þegar silfurskeiðin er nefnd. Mörgum verður hugsað til auðkýfinganna heimsfrægu og hinna meintu silfurskeiða sem afkomendur þeirra voru sagðir hafa fæðst með á milli tannlausra góma.
Sjálf á ég það sameiginlegt með flestum löndum mínum að þekkja slíkar auðs-silfurskeiðar aðeins af afspurn. Okkar silfurskeið var nefnilega svolítið tvíbent; að fæðast í landi tækifæranna gaf okkur aðeins valkosti en ekki ríkidæmi.
Forfeður okkar skópu valkostina okkar með blóði sínu, svita og tárum árhundruðum saman og skiluðu okkur að lokum landinu óskertu með öllum sínum gögnum, gæðum og harðæri. Sú var gjöf þeirra, silfurskeiðin sjálf, ætluð okkur afkomendum þótt sjálfir nytu þeir ekki góðs af á veraldlega vísu.
Nú er árið 2009 og enn þurfum við að glíma við valkostina. Ætlum við að selja silfurskeiðina okkar í skiptum fyrir matarmiða?
9.11.2009 | 17:30
Er einskis svifist í ESB áróðrinum?
Var móðgunin við bandaríska sendiherrann pólitískt bragð til þess að loka vesturglugganum í því skyni að íslenskur almúgi sæi enga lausn aðra en ESB bjargvættinn í austri?
Hvaða brögðum verður beitt til þess að losna við kínverska sendiherrann - eða þann kanadíska? Tvíhliða viðskiptasamningur er í vinnslu við Kína og hefur þegar verið gerður við Kanada, sem báðir munu falla sjálfkrafa niður ef Ísland álpast inn fyrir einangrunarmúra ESB.
Forseta vorum hefur eðlilega ekki verið boðið til veislu í Hvíta húsinu nýlega og telja má bjartsýni að vonast eftir heimboðum frá öðrum heimsálfum en meginlandi ESB í nánustu framtíð.
5.11.2009 | 18:05
Nefskattur RÚV er ekki réttnefni.
Nú hafa allir lögaðilar móttekið skattálagningarseðil ársins og sumir eigendur eru eflaust að leita logandi ljósi að "nefi" félagsins.
Það skiptir "nef"nilega engu máli hvort rekstur viðkomandi félags sé virkur eða óvirkur - allir lögaðilar skulu greiða nefskatt RÚV. Að vísu eiga eftir að berast fréttir frá húsfélögum, íþróttafélögum, styrktarfélögum, kvenfélögum og öðrum slíkum, hvort og hvernig þau séu stikkfrí.
En miðað við orð Ragnheiðar Ríkharðsdóttur þingmanns, sem á sínum tíma tók þátt í að semja og samþykkja lögin um nefskattinn, þá var þessi framkvæmd ekki það sem þingmenn meintu!! Sem kemur mér svo sem ekki á óvart...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2009 | 17:05
Hvað þýða orðin "almennt ekki" ?
Að fólki og fyrirtækjum verði mismunað í nafni ríkisins? Ekki lofar þetta tvíræða svar viðskiptaráðherra góðu um jafnræðisleg vinnubrögð í þessum málum.
Fyrir mitt leyti tek ég undir með Guðmundi Ólafssyni, hagfræðingi, þegar hann sagði í útvarpsviðtali að við verðum að koma í veg fyrir að klúðurhænsnin hreiðri hér um sig aftur.
![]() |
Kerfið frá 2007 ekki tekið upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2009 | 20:39
Ekki er öll vitleysan eins - það má hún eiga.
Flugvallahávaðinn truflar okkur væntanlega, svona að meðaltali, miklu minna en hávaðinn í íslenska "hávaða"rokinu. Rokið er nefnilega allt um kring en flugvellir bara sums staðar. Það er því bara tvöfeldni af ESA að þykjast vilja hlífa okkur við öðru á meðan hitt verður utan reglugerða.
Þetta með tryggingu raforkubirgða hérlendis vafðist fyrir einföldum eyjabúanum, því að mínu viti höfum við innfætlingar gert okkar besta til þess að eiga nægar slíkar birgðir, a.m.k. á meðan náttúran sjálf er samvinnuþýð. Þar til ég las seinni hlutann eða þetta með að "auðvelda fjárfestum aðgang".
Hvaða fjárfesta skyldi ESA hafa í huga?
![]() |
ESA vill að Ísland innleiði reglugerð sem sögð er óþörf hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.11.2009 kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2009 | 19:11
Til umhugsunar.
Kveikjan að þessum vangaveltum var hvatning til hjúkrunarstétta á Landsspítala til þess að taka eftirlaunin snemma og víkja fyrir hinum yngri.
65 ára getur fólk hafið lífeyristöku frá lífeyrisjóðum sínum, sem fyrir meðallaunamanneskju gefur minnst 150 þúsund á mánuði. Miðað við að viðkomandi haldi starfsorku og vinni eitthvað áfram næstu 2 árin verða þessar fyrirtöku lífeyrissjóðsgreiðslur rúmlega 3 og hálf milljón AUKA áður en kemur að ellilífeyrisgreiðslum hins opinbera við 67 ára aldur með tilheyrandi skerðingum.
Lífeyrisgreiðslurnar skerðast um 15-20% í heildina með því að taka þær út frá upphafi (ég gerði reyndar ráð fyrir því í útreikningum hér að ofan) en það verða eflaust smámunir miðað við hitt; að fresta lífeyristökunni þar til ríkið kemst með puttana í skerðinguna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.10.2009 kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 22:03
Nú er nóg komið!
Ísland setti Evrópumet í að svara spurningum ESB. Einmitt það.
Samt vill meirihluti þjóðarinnar hvorki sjá né heyra ESB aðild. ESB VEIT það.
Er ekki hægt að klippa fjaðrirnar - nú eða uggana - af Össuri utanríkis áður en hann gerir okkur til meiri skömm en orðið er?
![]() |
Á methraða inn í ESB? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2009 | 17:16
Fjórflokksókindin er að drepa lýðræðið í landinu.
Enginn þarf að halda að fjórflokkurinn sé jafn sundurþykkur innbyrðis og okkur kjósendum er uppálagt að trúa.
Svo ég leyfi mér að draga út einstakar setningar úr pistli Þorvalds Gylfasonar í Fréttablaðinu þann 8. október s.l. sem ber yfirskriftina "Skrifleg geymd".
"Forréttindahópum hefur með fulltingi stjórnmálamanna haldizt uppi að skara eld að eigin köku með því að skammta sjálfum sér hlunnindi og fé á kostnað almennings." "Sjálftökuhefðin nær marga áratugi aftur í tímann." "...partur af hefðbundnum helmingaskiptum."
Augljósasta dæmið um samtryggingu fjórflokksins er lagasetning hans um að minnst 5% atkvæða þurfi til þess að ný og minni framboð fái fulltrúa á Alþingi - að sjálfsögðu undir því yfirskyni að koma í veg fyrir "öfgaframboð" Já, einmitt; öfgaframboð!
Segjum t.d. að í aprílkosningunum hafi sex líkleg ný eða minni framboð verið á kjörskrá ásamt fjórflokknum: Þrjú þeirra voru það reyndar; Frjálslyndi flokkurinn, Borgarahreyfingin og Lýðræðisflokkurinn. Hin þrjú eru enn á mótunarstigi en teljum þau samt með svona fyrir bókhaldið; Kristin stjórnmálasamtök, Rauður vettvangur og Samtök fullveldissinna.
5% lágmarkið krefst 11.395 atkvæða af þeim 227.896 sem voru á kjörskrá. Gefum okkur svo að hvert framboðanna sex hafi öll fengið u.þ.b. 10 þúsund atkvæði, samtals 60 þúsund, eða 26% heildaratkvæða. Árangurinn yrði auðvitað enginn þingfulltrúi!
Þar með hefði rétt rúmlega fjórðungur íslenskra kjósenda getað sparað sér fyrirhöfnina við að mæta á kjörstað. Þökk sé fjórflokknum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)