20.3.2010 | 16:52
Bretarnir eru skemmtilegir.
Þetta gerðist fyrir 43 árum - greinilega hefur ekkert breyst þarna syðra...
![]() |
Sjúkrabíll skutlaði stelpum sem voru að fara út á lífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2010 | 15:37
Er Icesave orðið aukaatriði hjá viðsemjendum?
Stóra málið hjá ESB, þ.m.t. UK og Hollandi, þessa dagana er Grikkland og Evran.
Bretarnir hafa þegar lýst því yfir að þeir muni ekki greiða penný - munu þeir þannig hlaupast frá sínum "alþjóðlegu skuldbindingum"?
Fátt heyrist frá Hollandi ennþá - hver er eiginlega afstaða hollenskra?
Ég held að íslendingar geti alveg leyft sér að slaka á hvað Icesave samningana varðar og bíða bara rólegir eftir því að gagnaðilinn hafi tíma til þess að sinna því smámáli.
![]() |
Erfitt að hefja viðræður aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2010 | 15:42
Hér er sitthvað athugavert.
Í fyrsta lagi sú ásökun að eignalánafyrirtækin hafi lánað fólki án þess að kanna greiðslugetu þess.
Ég hef alltaf skilið það svo að ef fólk reyndist ekki geta greitt þá stæði veðið (bíllinn sjálfur) fyrir sínu. Jafnframt að þótt "greiðslugetan" hefði verið könnuð, þá hefði sá útreikningur farið fyrir lítið eftir 100% hrun krónunnar.
Í öðru lagi að bílalán verði aðlöguð að verðmæti bifreiða - þá væntanlega sölugengi.
Hvernig í ósköpunum má það vera hægt án þess að kanna endursöluverð hverrar fyrir sig - og það á dauðum bílamarkaði?
Í þriðja lagi að ekki sé ástæða til þess að óttast lögsókn.
Ég efast um að þetta sé rétt fullyrðing og tel að það sé bara spurning um hvern Deutsche Bank (sem dæmi) mun lögsækja; yrði það að lokum aðeins enn einn óútfyllti tékkinn ríkissjóðs?
Ef félagsmálaráðherrann hefði sagt að ríkisstjórnin myndi færa niður íslenska gengið sérstaklega fyrir afborganir af gengislánunum, þá liti tillagan strax betur út. Með því móti gætu allir greitt lánin sín á þann hátt sem til var stofnað og hinn erlendi lánveitandi fengi sitt óskert til baka.
Væri ekki skárra að hengja þannig strax gengistapið á ríkissjóð og spara þjóðinni enn ein innheimtuleiðindin að utan?
![]() |
Óttast ekki lögsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2010 | 13:28
Þarft framtak og þótt fyrr hefði verið.
Eins og Illugi bendir á, ættu vextir og rausnarlegar verðbætur að duga lánardrottnum þótt ekki bættust himinháir dráttarvextir við. Afnám dráttarvaxta myndi ennfremur létta baráttu lánþegans verulega. Það mætti jafnvel hafa frumvarpið afturvirkt.
Ég efast ekki um að þingmenn styðja þetta frumvarp einróma. Eða hvað?
![]() |
Vill afnema dráttarvexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2010 | 19:33
Góð spurning: njóta heimilin afskriftanna?
Á meðan bankarnir voru í vörslu ríkisins eftir hrunið giltu stjórnsýslulögin, þe. jafnræðisreglan skv. 11. grein: "Við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti". Á þeim tímapunkti hefði verið svigrúm til þess að leiðrétta skuldastöðu heimilanna, á jafnræðisgrundvelli við fjárglæframenn.
Nú virðist sem bankarnir hafi formlega verið afhentir kröfuhöfum bankanna og falla því væntanlega ekki lengur undir stjórnsýslulögin. Kröfuhafarnir hafa þannig sína hentisemi með hverra skuldir skuli afskrifa og hverra ekki.
Viðskiptaráðherra sagði í viðtali í dag að flöt niðurfelling skulda heimilanna væri þríþætt; sum þeirra myndu rétta sig af í kjölfarið, öðrum yrði ekki bjargað og enn önnur hefðu ekki þörf fyrir niðurfellingu. Sem er tæknilega alveg rétt, en felur samt í sér brot á jafnræðisreglunni ef stjórnvöld gerðu sér þarna mannamun. Ráðherrann gleymdi samt alveg að geta þess hvort afskriftir bankanna af hvaða tagi sem væru, kæmu stjórnvöldum yfirhöfuð nokkuð við lengur.
Fjármálaráðherra var flóttalegur í viðtalinu sem fylgdi fréttinni; þorði hann ekki heldur að segja hvernig málum væri háttað?
Forsætisráðherra sagði að auki í viðtali nýlega að hún læsi bara í fréttum rétt eins og allir aðrir um milljarðaafskriftir "umsvifamanna" hjá bönkunum en hefði sjálf þar engin áhrif.
![]() |
Njóta heimilin afskriftanna? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.3.2010 kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2010 | 16:12
Taki nú til sín sem eiga!
Strasser segir að ESB sé EKKI í því að deila út gjöfum. Þá er ÞAÐ komið á hreint!
Swoboda segir að annað hvort haldi íslendingar þjóðaratkvæði um hvort yfir höfuð ætti að semja við Evrópusambandið eða viðræðum yrði hætt. Einmitt!
Sum okkar hérlendis höfum tuðað um þessi sjónarmið síðan í fyrrasumar án þess að á okkur væri hlustað. Skyldu ráðamenn taka meira mark á samsinna röddum frá Evrópuþinginu sjálfu?
![]() |
Ísland vinni heimavinnuna sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2010 | 21:14
Alþjóðlegar skuldbindingar.
Þessi frasi mun án efa leysa af "Drottinn-blessi-heimilið" útsauminn yfir hjónarúmum landsins.
Alþjóðlegar skuldbindingar; þetta rúllar vel á tungunni og hvað með þótt saumaskapurinn kosti 3 aukastafi - skellum bara skuldinni á verðbólguna!
![]() |
Sænsk lán háð Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2010 | 15:30
Þvílíkur friðsemdarinnar sunnudagur!
Þökk sé hinni frábæru niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Það er eins og þungu fargi hafi verið aflétt, þessum óáþreifanlega drunga sem hefur hvílt eins og mara yfir íslensku samfélagi á annað ár.
Tilfinningunni sem ég hef má líkja við að hafa setið í stjórnlausum rússíbana sem loks hefur tekist að stöðva. Samt er Icesave málið enn óleyst!
En nú er ég bjartsýn; svo bjartsýn að ég er að hugsa um að breyta nafninu á blogginu mínu úr NÖLDURHORNI í BJARTSÝNISHORN.
7.3.2010 | 15:07
Að éta hattinn sinn
eða afsaka sig með því að hattkúfurinn sé ekki ætur og því hafi "veðmálið" bara verið í plati! Hvor kosturinn er skárri?
Munum við sjá fleiri þingmenn draga í land?
![]() |
Staðan breytt frá því í janúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2010 | 16:24
Spennan eykst!
Gýs Eyjafjallajökull? Kýs Steingrímur?
Fást svör við báðum spurningum á morgun - eða bara annarri þeirra?