Svokallaðir einangrunar- og moldarkofasinnar

fá nú nokkra uppreisn æru.   Þeir sem helst hafa staðið á móti ESB aðild hafa einmitt bent á hversu mikilvægt íslendingum sé að vera sjálfbærir um allar mögulegar nauðþurftir.   Og hlotið uppnefni fyrir - eingöngu vegna þess að þeir eru betur að sér um íslandssögu liðinna alda en uppnefnararnir.

Vonandi kemur ekki til þess að náttúruöflin sjái til þess að nútímaíslendingurinn þurfi að treysta á aðföng og útflutning með stopulum vor- og haustskipum líkt og forfeðurnir. 

En ófrystar kjúklingabringur og ferskt ESB grænmeti fáum við alla vega ekki með flugi næstu sólarhringa. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Heyr, heyr. Ræktum okkar eigin salmonellur sjálf.

Ragnhildur Kolka, 15.4.2010 kl. 22:30

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Okkar heimatilbúnu salmónellur eru eflaust ekki jafn ættgöfugar og þessar  ESB-ísku... 

Kolbrún Hilmars, 15.4.2010 kl. 22:59

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

"blúndurnar" margar hefðu kanski gott af að þurfa aðeins að hafa fyrir hlutunum - gosið sér væntanlega til þess að það gangi eftir þó svo ég óski ekki sérstaklega eftir slíku árferði fyrir neinn

Jón Snæbjörnsson, 16.4.2010 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband