Haustlaukar

Það er alltaf viðeigandi að blogga um eitthvað skemmtilegt á sunnudegi.  Sérstaklega eftir öll leiðindi hversdaga undanfarinnar viku.

En ég gaf mér semsagt loksins tíma til þess að fjárfesta í augnayndi næsta vors; hundrað haustlaukum í öllum regnbogans litum.  Ég á að vísu eftir að pota þeim niður í moldina - en hálfnað er verkið þá hafið er.

Ekki skemmir svo veðurspá næstu viku fyrir; einhver sólarglæta alla daga og hitinn 10-12 stig.  Það eina sem ég hef áhyggjur af er að haustlaukarnir misskilji aðstæðurnar og gerist jólalaukar.  


Þökk sé Herði ef hann er tilbúinn til þess að leiða ný mótmæli

Krafa dagsins er í rauninni aðeins ein; að núverandi ríkisstjórn víki og við taki utanþingsstjórn. Sú utanþingsstjórn verður að vera skipuð óflokksbundnu hæfileikafólki.

Það verður aldrei sátt um landsstjórnina fyrr en fjórflokkurinn fær að hvíla sig í nokkur ár.


mbl.is Reiðin ráði ekki för
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að grafa sér gröf

Þingmenn afrekuðu tvennt í dag; að gera Geir Haarde að píslarvotti og marka stefnuna til framtíðar fyrir forsætisráðherrastöðuna.

Verði þeim að góðu!

En er ekki kominn timi til þess að leggja niður þennan fjórflokk?


mbl.is Mál höfðað gegn Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB aðild og Botnia eiga sitt hvað sameiginlegt

Ég er ein af þeim sem er á móti ESB aðild Íslands og hef aldrei skilið AF HVERJU þjóðin ætti að innlima sig í það apparat.

Mér dettur oft í hug Botníukvæði Ómars Ragnarssonar um karlræfilinn sem telur ítrekað upp alla kosti kvonfangsins en vinirnir láta ekki sannfærast og spyrja jafnoft: "EN AF HVERJU GIFTISTU HENNI?"


Hlustum líka á OPT - optimumpopulation.org

Samtökin boða "Stop at two" - strax! Með núverandi mannfjölgunarhraða í heiminum telja þau að mönnum muni fjölga úr 6 milljörðum í tæpa 10 milljarða eftir 40 ár. Samtökin vara við því að jörðin geti ekki brauð- og vatnsfætt svo marga einstaklinga.

Fyrir 60 árum var skrifað: "Mankind will bred with the carelessness of animals until they have reduced themselves to poverty and misery, and ultimately to starvation and barbarism"

Mín er kvennarödd - verðfellur hún í heimi pólitíkusa þótt hún mæli með færri barnabörnum en betri lífsskilyrðum fyrir hvert þeirra?


mbl.is Hlustum á raddir kvenna og barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega stærsta mál aldarinnar

Í kjölfar seinni heimstyrjaldar reyndu vestræn samfélög að byggja upp samhjálparmódel heima fyrir þar sem hugsað var fyrir þörfum allra hópa samfélagsins; sjúkra, fatlaðra, aldraðra, sem hinir starfandi þegnar réðu við að framfæra.   Módelið virtist skynsamlega uppbyggt því eftir nokkurra áratuga reynslu virtist það virka ágætlega.   Öryggið í ellinni tryggt  þar sem hlutverk kynslóðanna var niðurnjörvað - við blasti hið ljúfa sólsetur!

En  módelið var ekki hannað og reiðubúið að taka við innrás!   Nú er öll vestur Evrópa á hvolfi og veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga.  Fólksflóttabylgjan úr öllum áttum er að kæfa hin værukæru, gömlu ríki sem voru búin að "skipuleggja elliárin".  Auðvitað vilja þau helst kúra áfram, en hversu lengi fá þau frið til þess?

Miðað við fréttir frá gömlu Evrópu er stór hluti þessara flóttainnflytjenda þiggjendur og á framfæri innfæddra.   Hvað hafa menn þar hugsað sér varðandi framtíðina; munu þessir innflytjendur falla inn í þjóðfélögin sem fyrir eru, taka þátt í að viðhalda þeim eða eyðileggja þau?  

Eins og Svavar segir: "Það virðist varla nokkur þjóð ráða við að svara þessu með þeim hætti að sátt sé um."


mbl.is Stærsta mál aldarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilyrðið sem vantar er biðlund

Ég skal taka að mér að greiða þetta smáræði. Ef ég verð dugleg get ég mögulega kraflað saman 4 milljónir í tekjur á ári, en ég áskil mér þá skatt- og framfærslufrelsi á meðan.

Það hefur verið áætlað að Icesave"skuldin" sé um 800 milljarðar (áttahundruðþúsundmilljónir00/100). Þannig sé ég mér fært að greiða skuldina á 200.000 (tvöhundruðþúsund) árum.

Biðlund og þolinmæði, takk!


mbl.is Steingrímur: Íslendingar munu borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg tilfinning

að bíða í ofvæni eftir þeim vísdómsorðum sem geta skipt sköpum um líf eða dauða - í fjárhagslegri merkingu. 

Væntanlega bíða nú tugþúsundir eftir að klukkan slái 4, líkt og börnin á aðfangadag eftir jólunum klukkan 6.   Verða okkar "jól" tóm vonbrigði?


mbl.is Dómur í gengislánamáli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru íslendingar rasistar?

Margir telja að svo sé og halda því fram að þeir sem ekki vilja gangast við meintum rasistahætti séu það samt sem áður undir niðri.

Þar finnst mér ómaklega vegið að íslenskum almenningi, því í verki fer þessi þjóð ekki í manngreinarálit ef einhverjir eru hjálparþurfi.   Í rauninni eru ótrúlega margar íslenskar hjálparstofnanir starfandi erlendis með bæði opinberum og einstaklings fjárframlögum  þessarar fámennu þjóðar.  Ekki ætla ég að hafa fleiri orð um það en bendi á  eftirfarandi vefsíður máli mínu til stuðnings:

redcross.is
help.is
abc.is
unicef.is
un.is


Skrýtin krafa

Hvað vakir fyrir konunni - að sanna sifjaspell? 

Mætti halda, því systursynirnir eru fullgildir erfingjar móður sinnar, jafnvel þótt þeir væru ættleiddir.  Þarf ef til vill að grafa upp systurina líka?


mbl.is Vill frekari DNA-rannsóknir vegna deilu um arf Fischers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband