Þökk sé Herði ef hann er tilbúinn til þess að leiða ný mótmæli

Krafa dagsins er í rauninni aðeins ein; að núverandi ríkisstjórn víki og við taki utanþingsstjórn. Sú utanþingsstjórn verður að vera skipuð óflokksbundnu hæfileikafólki.

Það verður aldrei sátt um landsstjórnina fyrr en fjórflokkurinn fær að hvíla sig í nokkur ár.


mbl.is Reiðin ráði ekki för
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir

Ég er alveg hjartanlega sammála þér.

Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, 30.9.2010 kl. 14:37

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég vil enga utanþingsstjórn heldur vil ég kosningar og ég vil þær strax.

Þetta er fólkið sem við völdum og fengum það sem við áttum skilið.

Kominn tími á að velja aftur.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 30.9.2010 kl. 14:49

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ekki sakna ég Harðar. Ég sé enga lausn í því að hvetja til ofbeldis og árása á opinberar stofnanir. Merkilegt hvernig maðurinn hvarf gersamlega af sjónarsviðinu þegar VG var komið í ríkisstjórn. Svo þykist þessi maður þess umkominn að hvetja fólk til stillingar...

Emil Örn Kristjánsson, 30.9.2010 kl. 15:11

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hörður er úlfur í sauðagæru og það virkar ekki með hans lagi! það var ekki fyrr en hann gekk til hliðar þá fóru menn að tala en ekki kalla eitthvað út í loftið aftur og aftur og engin hlustaði! Nú er tíminn þrotinn og ekki neitt í stöðunni annað en koma þessum fjórflokkum frá núna!

Sigurður Haraldsson, 30.9.2010 kl. 15:19

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Svona var Spánn  í gær. 

Magnús Sigurðsson, 30.9.2010 kl. 15:47

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kærar þakkir fyrir innleggin og Ingibjörgu fyrir samstöðuna

Adda, velja hvað?  Sem stendur er ekkert annað í boði en endurvinnslan.

Emil, ef Hörður býðst til þess að leiða ný mótmæli gegn núverandi stjórnvöldum, ofbeldislaust, er þá nokkur ástæða til þess að hafna því?  

Sigurður, það er áreiðanlega ofrausn að eigna Herði þau mistök að leiða "norrænu velferðarstjórnina" til valda.  Þar komu til önnur og öflugri öfl.

Magnús,  svona uppákomur þurfum við að forðast, þetta er að gerast víða úti í hinu heilaga ESB, og eins og margt annað sem þaðan kemur segi ég bara Sama og þegið!

Kolbrún Hilmars, 30.9.2010 kl. 17:34

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Kolbrún þetta hef ég verið að tala um og er því hjartanlega samála

Sigurður Haraldsson, 30.9.2010 kl. 18:31

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hörður hvatti aldrei til ofbeldis. Hann tók það oft og skýrt og greinilega fram að ofbeldi yrði fólk að forðast.

Árni Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 19:31

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Árni, þetta er rétt hjá þér, Hörður bað fólk margoft að sýna stillingu. En svokallaðri búsáhaldabyltingu var stolið í skjóli mótmælanna og það voru þjófarnir sem beittu ofbeldinu.

Ég gæti ímyndað mér að Hörður kunni þeim engar þakkir fyrir frekar en við hin...

Kolbrún Hilmars, 30.9.2010 kl. 20:55

10 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Árni og Kolbrún, ykkur misminnir. Hörður Torfason ól á reiði fólks og spanaði það upp til ofbeldisverka auk þess sem hann berum orðum hvatti til þess að ráðist yrði á lögreglustöðina. Eina ástæða þess að hann reynir að tjá sig í dag er til þess að hlífa vinum sínum í VG. Hann er svo tvöfaldur í roðinu að það full ástæða til þess að hafna því að komi nokkuð nálægt mannamótum yfirleitt.

Emil Örn Kristjánsson, 30.9.2010 kl. 21:21

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Emil,  mig minnir að kona ein, best látin ónefnd hér, hafi hvatt til þeirrar árásar? 

Kolbrún Hilmars, 30.9.2010 kl. 22:06

12 identicon

Mikið rugl er í gangi hér, Hörður Torfa var einn mesti hvatamaður að ofbeldi sem fyrirfinnst. Svo vill hann auðvitað ekki fara gegn sínu fólki, VG, eðlilega. Finnum annan leiðtoga og hendum Herði út í hafsauga ásamt Steingrími stórlygara.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 22:31

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hmmm, Örn, þetta er nú Nöldurhornið en það má vel vera að Ruglhornið væri heppilegra nafn?

Mér er sama hvert Steingrími verður hent en ef hann þarfnast félagsskapar þar er Hörður ekki sá fyrsti sem mér dettur í hug...

Kolbrún Hilmars, 30.9.2010 kl. 22:42

14 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Sízt myndi ég halda því fram að Hörður Torfason hafi verið einn að verki, Kolbrún. Ég veit vel hvaða konu þú er að tala um, en það firrir Hörð engri ábyrgð. Hann var í aðstöðu til að hvetja til ofbeldisverka úr ræðustól á Austuvelli sem útvarpað var frá í "útvarpi allra landsmanna" og hann gerði það. Ég hlustaði á þessa útsendingu og ég man enn hvað það fór um mig að hlusta á hann... og enn meir þegar í ljós kom hvaða afleiðingar orð hans höfðu.

Emil Örn Kristjánsson, 30.9.2010 kl. 23:33

15 identicon

það verður að setja lög og banna 4flokka með öllu... allir sem eru viðriðnir þessa flokka eiga ekki að fá að gegna ábyrgðarstöðum.

Stundum er nauðsyn að beita ofbeldi til að ná fram réttlæti... Sometimes you have to be a sob if you want to make a dream reality.

Draumurinn um nýtt ísland mun ekki rætast með potta banki og spilerí/ræðuhöldum.
Nú er komið að því að taka á, berjast fyrir rétti okkar, berjast gegn sníkjudyrum íslands.

Halldór Ásgríms fékk gefins 2.6 milljarða, á meðan er verið að bjóða upp almenninng.

Emil er bældur íslendingur, það er alveg ljóst; Sver sig í kyn gamla íslands.

Spurningin fyrir alla islendinga er: Erum við bældir aumingjar með hor og slef, eða erum við menn sem láta ekki bjóða sér meira rugl.

Nú er að velja...

doctore (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 11:12

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Einhver frá Írlandi var að setja eftirfarandi athugasemd við myndbandið frá Spáni. Nánast það sama og margir eru að segja hér réttilega. Það er nóg að breyta þessum eina bókstaf sem aðgreinir nöfn landanna til að athugasemdin gæti verið af Eyjunni eða blog.is.

well done to the Spanish!!! now why the fu*k cant the Irish do the same??? i mean there are politicians, bankers, speculators who should be in prison doing hard labor for 10 years for fu*king up the Irish economy... whoever is last to leave Ireland be SURE to turn off the lights... thank you..

Theódór Norðkvist, 1.10.2010 kl. 22:09

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég biðst afsökunar á  síðbúnu  svari við síðustu innleggjum. 

Emil, ég held að þarna í restina  hafi engu máli skipt hver latti og hver hvatti; mótmælendur voru komnir í ofbeldisgírinn.

Doctore - almennt er ég afskaplega ó-ofbeldissinnuð, en ef ráðamenn þykjast ekki skilja hefðbundin og hógvær mótmæli þarf auðvitað að vekja þá með einhverjum grófari aðferðum.  Egg og tómatar eru þó heppilegri en grjót og handsprengjur...

Theódór, írskir skrifa að meira segja sama textann og íslenskir. Og báðir gefa sér að þeir sjálfir muni víkja fyrir fjármálaelítunni.  Væri nú ekki nær að reka fjármálaelítuna af höndum sér???

Kolbrún Hilmars, 3.10.2010 kl. 15:20

18 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Kolbrún þú segir: "og velja hvað"

Hvað meinarðu með því? Ertu ekki fylgjandi lýðræðinu? Ertu bara fylgjandi lýðræðinu ef þú ert viss um hvað valið verður? Þurfum við ekki bara að treysta kjósendum til að velja eftir sínum skoðunum og sjá hvað kemur út úr pakkanum?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 5.10.2010 kl. 20:12

19 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Kolbrún, það er kannske nokkuð seint að koma aftur inn í þessa umræðu. Það kann vel að vera að það skipti litlu máli hver hvatti og hver latti þegar allt var hvort sem er farið úr böndum, en það er ekki máliðni.

Málið er það að það er furðulegur tvískinnungsháttur hjá Herði Torfasyni að þykjast geta komið fram sem einhhver friðarpostli í dag eftir að hafa hvatt til eignaspjalla og ofbeldis fyrir innan við tveimur árum síðan. Ég furða mig einnig á því að þokkalega vel gefið fólk skuli gleypa við þessu.

Emil Örn Kristjánsson, 6.10.2010 kl. 15:58

20 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Emil, það er aldrei of seint að leggja inn orð á meðan tímamörkin mín leyfa :) Ég er nú ekki trúgjarnari en gengur og gerist, en gleðst alltaf ef einhver vill bæta úr því sem hefur misfarist í hans nafni.

Það er skoðun mín að búsáhaldabyltingunni hafi verið stolið, skipulega, af öðrum öflum en almennir mótmælendur ætluðu sér. Þekki marga sem vikum saman stóðu mótmælavaktina og eru í dag sjálfum sér sárreiðastir.

Adda, mér yfirsást síðasta innleggið þitt :(

Í stuttu máli get ég svarað spurningu þinni með því að ég er fylgjandi lýðræði en andsnúin flokksræði 4flokksins. Þar af leiðandi kalla ég það "endurvinnslu" að ganga til kosninga núna þegar valkosturinn er enginn annar.

Kolbrún Hilmars, 7.10.2010 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband