Hlustum líka á OPT - optimumpopulation.org

Samtökin boða "Stop at two" - strax! Með núverandi mannfjölgunarhraða í heiminum telja þau að mönnum muni fjölga úr 6 milljörðum í tæpa 10 milljarða eftir 40 ár. Samtökin vara við því að jörðin geti ekki brauð- og vatnsfætt svo marga einstaklinga.

Fyrir 60 árum var skrifað: "Mankind will bred with the carelessness of animals until they have reduced themselves to poverty and misery, and ultimately to starvation and barbarism"

Mín er kvennarödd - verðfellur hún í heimi pólitíkusa þótt hún mæli með færri barnabörnum en betri lífsskilyrðum fyrir hvert þeirra?


mbl.is Hlustum á raddir kvenna og barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tek undir kvenröddina enda hafa mengunar sérfræðingar mælt með því að þetta sé eina raunhæfa leiðin til þess að minnka mengun. Já eitt til tvö börn ef alveg nóg og væri ekki vitlaust að koma þessu á sem ' Advice.' (mig vantaði Íslenska orðið.)

Valdimar Samúelsson, 22.9.2010 kl. 18:40

2 Smámynd: Björn Birgisson

"Mín er kvennarödd - verðfellur hún í heimi pólitíkusa þótt hún mæli með færri barnabörnum en betri lífsskilyrðum fyrir hvert þeirra?"

Síður en svo að mínu mati! En sem kona getur þú kannski upplýst mig um eitt. Hvað fæðir evrópsk kristin kona mörg börn að meðaltali og hvað fæða muslima konurnar mörg börn að meðaltali?

Björn Birgisson, 22.9.2010 kl. 19:23

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Valdimar, já, það er rétt að fólksfjölgun og mengun eru nátengd vandamál - líka náttúruspjöll.  

Björn,  fólksfjölgunin er hófleg í Evrópu, BNA, Kanada og Ástralíu svo ég nefni nokkur ríki.  Ég er því ekki viss um að  "gamalgrónar" vestrænar  múslimakonur eignist  nokkuð fleiri börn en þær kristnu.  Mér hefur samt skilist að hinir nýju innflytjendur, hverrar trúar sem er,  taki með sér siði heimalandsins þar sem takmörkun barneigna er ekki ofarlega á óskalistanum.

Vandinn er víða gífurlegur og ekki bara hjá svokölluðum 3ja heims ríkjum en einmitt  þar liggur líka pólitíski vandinn.  Hvaða pólitíkus þorir að boða  á þeim slóðum  "Stop at two"?  Víða yrði það álitinn argasti rasismi, ef ekki þjóðarmorð.

En eitt er víst; eftir því sem þrengir meira að í fjölmennustu ríkjunum sem nú þegar geta ekki brauðfætt þegna sína, eykst fólksstraumurinn vestur og norður á bóginn.   Þeir sterkustu hafa það, minnimáttar verða undir - börnin fyrst!

Kolbrún Hilmars, 23.9.2010 kl. 13:08

4 identicon

Og svo má ekki gleyma að bæði innflytjendur og ættingjar þeirra hópa sig saman í vestrænu landi og fjölga sér eins og kanínur, ég veit að það er ljótt að segja þetta, en þetta er að verða að veruleika hér á Íslandi; á meðan Íslendingar flýja land flytjast útlendingar hingað til lands, lifa á bótakerfinu, fjölga sér og næstu kynslóðir læra af fyrstu kynslóð, að þiggja bætur og vinna svart !  Ég veit að flestir eru tregir að svara þessari athugasemd hjá mér, því eitt neikvætt orð um útlendinga er ávallt túlkað sem "rasismi"  og enginn vill eða þorir að tengja sig við þennan málaflokk  Sem þýðir að enginn þorir að takast á við raunveruleikann !!

Brynja (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 22:33

5 Smámynd: Björn Birgisson

Brynja, þú ert ekkert ein í heiminum! Þín rödd er mín rödd í þessu máli. Þú ert einfaldlega að tala um vandamál Vesturlanda og Norðurlandanna sérstaklega í hnotskurn.

Björn Birgisson, 24.9.2010 kl. 22:43

6 identicon

Takk fyrir svarið Björn,

Og líka að staðfesta að ég sé ekki ein um að vera hrædd um framtíð lands okkar og barna ! Og ég læt ekki hræða mig í burtu, landið okkar er of dýrmætt til að ég hlaupi af hólmi til annarra landa til að njóta lífsgæða sem ég get alveg nýtt hér heima !  Við höfum hér of dýrmætt land til þess að kasta frá okkur í gin útlendingana, (ég afsaka enn og aftur rasistahugsunarháttinn ).

Við eigum að fylgja sannfæringu okkar og byggja upp landið okkar, með áframhald á landbúnaði og fiskveiðum, orkumýtingu og jarðvarma, er það svo flókið !

Brynja (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 23:20

7 identicon

Algerlega sammála Brynju líka :)

(IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 23:52

8 identicon

Takk Silla mín fyrir athugasemdina :)

Brynja (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 23:58

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innleggin

Upphaflega var ég að benda á alþjóðlega fólksfjölgunarvandann, en auðvitað erum við hér á hjara veraldar ekki stikkfrí.   Við teljum okkur eiga hefðarréttinn hér, en mun það skipta okkur máli hvort við verðum kaffærð af einstökum trúarhópum eða trúlausum tækifærissinnum?

Við erum aðeins um 317.000 hræður og búum í landi sem er um 103.000 ferkílómetrar.  Það er rúmt um okkur, eða um það bil 3 manneskjur á hvern ferkílómetra.  Til samanburðar er Holland um 33.900 ferkílómetrar, með um 16,7 milljónir íbúa, 493 manneskjur á hvern ferkílómetra.

Margir fjölþjóðasinnaðir íslenskir hafa einmitt bent á þetta; að hérlendis sé meira en nóg pláss og því ættu allir að vera velkomnir.  Hver áhrifin yrðu svo á þetta fámenna þjóðfélag virðist enginn hafa áhyggjur af.

Mér þykir alls ekki  ósennilegt að erlendis líti margur landrýmið hýru auga og þá þjóðgarða og vernduð landssvæði miklu frekar en malbikið í R-101.

Kolbrún Hilmars, 25.9.2010 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband