ESB aðild og Botnia eiga sitt hvað sameiginlegt

Ég er ein af þeim sem er á móti ESB aðild Íslands og hef aldrei skilið AF HVERJU þjóðin ætti að innlima sig í það apparat.

Mér dettur oft í hug Botníukvæði Ómars Ragnarssonar um karlræfilinn sem telur ítrekað upp alla kosti kvonfangsins en vinirnir láta ekki sannfærast og spyrja jafnoft: "EN AF HVERJU GIFTISTU HENNI?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hann giftist víst Botníu vegna þess að hún átti svo flota lúxus kerru, en vandséð er hvaða hag við höfum af inngöngu í ESB.

Samt vil ég fyrir alla muni lofa ESB sinnum að halda sínum sjónarmiðum á lofti. Unglingur einn sem státar sig af lögfræðimenntun dælir inn hinum ýmsu tilvitnunum og hrósar sér af mikilli visku. Hann segist oft hafa fengið þakklæti fyrir að miðla visku sinni varðandi ESB. Það er oft fjári gaman að kíkja á ESB bloggið og skemmta sér yfir vitleysunni í þeim.

Þeir eru trúaðri en nokkur hvítasunuprestur eða talibani, ég held að ég hafi aldrei kynnst svona sanntrúuðum mönnum áður. ESB er að þeirra mati sbvar við öllu sem okkur hrjáir.

ESB aðild kemur aldrei til með að gera neitt fyrir þessa þjóð, ef eitthvað er þá töpum við möguleikanum á því að þroskast sem þjóð ef við göngum þar inn.

Jón Ríkharðsson, 26.9.2010 kl. 18:31

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir Jón. Er sammála þér og síðasta málgreinin þín segir í rauninni allt sem segja þarf. :)

Kolbrún Hilmars, 26.9.2010 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband