Stöðvum innbrot!

Svo virðist sem einhver herferð gegn innbrotum hafi nú verið hafin undir kjörorðinu "Stöðvum innbrot" og mun þar vera höfðað til almennings.  Hvernig menn hafa hugsað sér þá framkvæmd er  óljóst, en svo virðist sem  fórnarlömbin eigi að sjá um eigin sjálfsvörn.   Þó ekki verklega! 

Hvernig væri að löggæslan og löggjafinn sameinuðust um að nýta og/eða skapa þau úrræði sem  viðkomandi er greitt fyrir af skattfé brotaþolanna?  Til dæmis mætti grípa til eftirfarandi  ráða:

1)  Skella öllum innbrotsþjófum, sem nást á vettvangi,  í gæsluvarðhald fram að dómi.

2)  Eftir dóm verði allir erlendir þjófar sendir til síns heima til afplánunar og heimamenn á Hraunið.

3)  Sé nauðsynlegt að vista erlenda og innlenda þjófa saman á Hrauninu verði þess vandlega gætt að enginn  samgangur sé eða klíkukynni myndist á milli þeirra.

Yrði atvinnuþjófum kippt úr umferð myndi minnka þörfin á "vigilöntum" á venjulegum heimilum. 

GSM-síminn er eina varnarvopnið sem fólki hefur verið bent á; taka myndir og hringja í 112.  Vandinn er bara sá að  gemsinn STÖÐVAR ekki innbrot!

 

 

 

 


Auðvitað situr ríkisstjórnin sem fastast

Það er ekki ríkisstjórninni að kenna að Ísland hefur hrapað niður um 16 sæti á lífskjaralista SÞ, á síðasta ári kjörtímabils hennar. 

Það er ekki ríkisstjórninni að kenna að stjórnarandstöðu (á þingi - vel að merkja)  skortir hugmyndir um viðreisn atvinnulífsins.

Það er ekki ríkisstjórninni að kenna að alið er á sundrungu í samfélaginu með ESB umsókn og misheppnuðum Icesave samningum.

Auðvitað stöndum við einhuga að baki forsætisráðherranum og sjáum ekkert athugavert við það að hún og ráðuneyti hennar sitji út kjörtímabilið.  

 


mbl.is Jóhanna: sit út kjörtímabilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóakim Önd á atvinnuleysisbótum

Látum vera þótt eignamenn sem engan arð hafa af eignum sínum, til dæmis ef þær eru geymdar undir kodda eða í peningatanki, kunni að eiga rétt á atvinnuleysisbótum missi þeir starfið, en mér er fyrirmunað að skilja hvernig þeir sem hafa jafnframt tugi milljóna í tekjur njóti bótaréttar.

Þarf enn einu sinni að endurskoða lög um atvinnuleysistryggingar?


mbl.is 3.632 eiga 750 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki hægt að slípa steinana?

Með nútíma tækni hlýtur að vera hægt að slétta út ójöfnurnar án þess að fjarlægja sjarmann og sögugildið. Eða hvað?
mbl.is Steypt yfir miðaldagötur af ótta við lögsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að eiga eða eiga ekki að ganga í ESB?

Eva Joly tengist ESB apparatinu náið og veit hvernig þar er ástatt.  Raunar segir hún það beint út hverra hagsmunir eru helstir: 

"Það yrðu mikil verðmæti í því fólgin fyrir ESB að Ísland myndi ganga í sambandið..."

Þessi orð Joly skil ég ekki síður sem viðvörun en hvatningu.

 

 


mbl.is Eva Joly: Ísland á að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er þetta með formann VG?

Er hann sannur þjónn auðmagnsvaldanna eða reynir hann að nota þau til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga? 

Ég ætla rétt að vona að hann viti hvað hann er að gera - þjóðarhagur er í veði!

 


mbl.is Skriður kominn á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trausti rúnir lífeyrissjóðir

Við eldri lífeyriseigendur gerum ekki ráð fyrir að neitt umtalsvert verði eftir af inneignum okkar hvort sem er. Stórum hluta þeirra hefur verið sóað í fjárglæframenn og óráðsíu. Því þykir sumum okkar skárra að restinni sé eytt til þess að leiðrétta lánakjör barnafjölskyldna en að bæta okkur upp fjármálasukkið með blóðpeningum frá þeim.

Síðan má leggja niður þetta lögverndaða og misheppnaða lífeyrissjóðakerfi.


mbl.is Þyrftu að skerða réttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skerðir verðbótalækkun útlána lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóða?

Nú eru þeir margir sem finna því allt til foráttu að lífeyrissjóðir taki þátt í verðbótaleiðréttingu vegna útlána sinna eftir hrun.  Helstu rökin eru að þar með skerðist lífeyrisgreiðslur sjóðseigenda.

Auðvitað hafa þessir sömu lífeyrissjóðir tapað hundruðum milljarða á fjárfestingum í fyrirtækjum fjárglæframanna og segja mætti að ekki sé á bætandi.    En hverju tapar lífeyrisþeginn þegar upp er staðið?

Helsta lífeyrisskerðingin fer nefnilega fram hjá Tryggingastofnun ríkisins eftir að útgreiðsla ellilífeyris er hafin.  Þannig er það í rauninni  skynsamlegt að leiðrétta verðbótaþáttinn núna, með tilliti til þess að eftir X mörg ár þarf ríkiskassinn að greiða einhverjum krónum meira en ella.  Ef til vill - en ekki víst!

Sjálfum lífeyrisþega framtíðarinnar er eflaust nokk sama hver skerðir lífeyrinn hans og hvenær.


Ekki einn nefskattinn enn!

Flennifyrirsögn Fréttablaðsforsíðu dagsins segir STEF "Vilja rukka netnotendur".  Mér blöskrar. 

Við erum nefnilega býsna mörg sem erum nettengd en höfum engan áhuga á neins konar tónlistarstússi á netinu.  Við erum þar fyrir netþjónustu allra handa sem hefur ekkert að gera með annað en upplýsingar, fróðleik og önnur samskipti, bæði viðskiptalegs eðlis og persónuleg.

Ég legg til að STEF komi sér upp mælitækjum og rukki þá sem nýta tónlistarútgáfur á netinu og láti aðra í friði.  Ef það er tæknilega ómögulegt er hinn og auðveldari kosturinn fyrir hendi; AÐ BANNA TÓNLIST á netinu.


Táknræn pjáturgirðing var reist við Alþingishúsið í dag

sem undirstrikar þá gjá sem hefur myndast milli þingræðis og lýðræðis.

Rétt í þessu sagði forsætisráðherra í ræðu sinni: "...ég og mín ríkisstjórn munum víkja ef það er vilji þingsins...".

Það er nefnilega það.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband