20.2.2012 | 18:11
Hræsni
Merkilegt hvað hinir "ýmsustu" kerfisins menn eru sammála, þótt ekki alltaf sé tengingin augljós.
Í MBL dagsins á forsíðu segir: "Bankastjóri Landsbankans segir mikilvægast að hjálpa þeim sem verst standi".
Á innsíðu er grein eftir Illuga Gunnarsson stjórnarandstöðuþingmanns sem segir: "Áhyggjur mínar lúta einkum að þeim hópi sem þrátt fyrir niðurfærslu í 110% af verðmæti fasteignar getur ekki staðið í skilum...".
Sömu skoðanir hefur velferðarstjórnin sjálf áður viðrað, eins og flestir þekkja.
Fáir, ef nokkrir ráðamanna, hafa áhyggjur af þeim skuldurum sem tekst - enn sem komið er - að standa skil á greiðslum þótt fyrrum eignarhluti þeirra í eigin íbúðarhúsnæði nálgist ískyggilega núllið.
Lái mér sá sem vill þótt ég dragi af ofangreindu þá ályktun að ENGINN ráðamaður hafi áhyggjur af stöðu heimilanna fyrr en lán þeirra detta í undirmálspott lánafyrirtækjanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
18.2.2012 | 19:38
Pólitísk refskák
í anda Machiavelli, sem hefði ekki gert þetta betur.
Eftir dóm Hæstaréttar s.l. miðvikudag stóðu öll spjót á velferðarstjórninni.
Og hvað gerir stjórnin þá?
Dreifir athyglinni auðvitað.
Hvernig?
Rekur einhvern nógu háttsettan.
Hvern má hún missa?
Humm. Það er nú það. Humm.
Hvað með þennan forstjóra í fjármálaeftirlitinu?
Góð hugmynd, ekki okkar maður hvort sem er.
Drífum í því!
Machiavelli tekur ofan og hneigir sig.
17.2.2012 | 17:36
Náin samráð?
Ekki nefndi Jóhanna það í þessu viðtali. Sem betur fer.
Flestir vilja einmitt sjá hið gagnstæða; að framkvæmdavaldið endurtaki ekki þessi "nánu" samráð við fjármálastofnanir.
Hinu má Jóhanna gjarnan sinna; að reka á eftir því að málin verði leyst hratt í samræmi við lög og dóma.
Verður að leysast hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2012 | 19:12
Verður leyndarmálið þá upplýst?
Þingnefnd ræði markríldeiluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2012 | 19:53
Þá bara endurreiknið þið lánin - aftur!
Endurreikna þarf öll lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.2.2012 | 18:25
Ófrjósemi - dyggð eða synd?
Náttúran sjálf er hið margumrædda og umdeilda fyrirbæri, sem sumir vilja láta stýrast af en aðrir vilja stjórna. Reyndar hefur náttúran oftast yfirhöndina; mannkyni verður fátt til varnar þegar hún byltir sér í jarðskjálftum, eldgosum, fellibyljum, hvirfilbyljum, flóðum, ísöldum, hitabylgjum, plágum og sjúkdómum, o.s.frv. - endalaust.
Mannkyn er auðvitað hluti af náttúrunni, en er ansi lagið að lifa af tiktúrur náttúrunnar. Hefur því tekist að tímgast langt fram yfir getu náttúrunnar til þess að framfleyta því.
Ef eitthvað er að marka gamlar sagnir hafa frá upphafi bæði ófrjóir og samkynhneigðir verið ákveðið hlutfall af mannfjölda. Náttúran sjálf hefur hagað því þannig.
Þannig eru bæði samkynhneigðir og ófrjóir í samræmi við"forritun" náttúrunnar. Hver erum við hin að amast við þeim?
Það sem verra er - nú þegar fjölgun mannkyns stefnir í ógöngur, hvor skyldi þá reynast náttúruvænni; 20 barna faðirinn eða sá ófrjósami? Hvor er dyggðugur og hvor er syndugur?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.2.2012 | 16:25
Rétt mat hjá fréttamanni
Breiðfylkingin er óskrifað blað og miklu máli skiptir hvernig hún verður skipuð hvað varðar stuðning. Þess vegna eru enn 47% kjósenda (sbr.síðustu skoðanakönnun) óákveðnir.
Ef Hreyfingin verður með er Breiðfylkingin andvana fædd. Að margra mati eiga þingmenn hennar lögheimili hjá núverandi stjórnarflokkum.
Ekki hvarflaði a.m.k. að Lilju-flokknum að bjóða þeim far.
Möguleikar nýju framboðanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
7.2.2012 | 18:46
Hvert er hlutverk lífeyrissjóða?
Fyrir rúmlega 40 árum fór ég fyrst, ásamt vinnuveitanda mínum, að greiða mánaðarlega framlag til lífeyrissjóðs. Þá var fullyrt að þar með væri ég að leggja inn sparnað til þess að tryggja velferð mína í ellinni - sem ég og gerði og sló jafnframt af launakröfunum vegna mótframlags vinnuveitanda míns.
Á þeim tíma snerist þetta semsagt um einkasparnað í lífeyrissjóð en enginn nefndi "samtryggingu" á nafn. Þetta keyptum við, þau okkar sem sparnaðinn völdum, sjálfviljug.
Það var svo ekki fyrr en rétt fyrir síðustu aldamót að lífeyrissparnaðurinn var lögfestur og öllum gert skylt, með góðu eða illu, að greiða í lífeyrissjóð.
Í dag er ég hreint ekki viss um að lífeyrisframlagið mitt öll þessi ár svari kostnaði. Ef ég á annað borð fæ eitthvað greitt úr lífeyrissjóðnum, þá skerðast ellilífeyrisbætur frá TR samsvarandi. Samt á ég fullan rétt þar líka sem skattgreiðandi launþegi þessa áratugi.
Miðað við nýjustu taptölur lífeyrissjóðanna, þá er ég farin að halda að hlutverk lífeyrissjóða hafi frá upphafi verið að "samtryggja" forkólfa þeirra; skaffa þeim ofurlaun og fríðindi sem hinum almenna launþega hefur aldrei staðið til boða. Auk ókeypis spilapeninga í fjármálalottóinu.
19.1.2012 | 14:32
Vonandi misskilið stöðugleikamarkmið líka
Eða felst stöðugleikinn í því að aðeins 165.100 manns af 319.600 íbúum landsins eigi að vera starfandi til frambúðar? Varla getur það talist metnaðarfullt markmið.
Fróðlegt væri að sjá hvernig ellismelladæmið lítur út í Þýskalandi, þar sem menn óttast einmitt öldrun þjóðarinnar vegna þess að æ færri verði til þess að halda þjóðfélaginu gangandi. Erum við nú þegar komin á þetta stig sem þjóðverjar óttast - þrátt fyrir tiltölulega "unga" þjóð?
Hvað varðar slagorðið "að koma hjólum atvinnulífsins af stað", þá er það merkingarlaust þegar hjólin vantar.
Misskildasta ríkisstjórn sögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2012 | 17:07
Þegar snjóa leysir kemur ýmislegt í ljós - misskemmtilegt
Góðu fréttirnar fyrst: Blómakassinn minn á útidyratröppunum hefur verið hulinn snjó síðan í nóvember. Þar trónar nú ein (uppfyllingar) stjúpa sem er svo græn og sprelllifandi að ef vel viðrar gæti hún jafnvel tekið upp á því að blómstra eftir viku.
Slæmu fréttirnar eru svo þær að margir kvarta undan hundaskít út um allt! Þó ráðlegg ég fólki að skoða afurðina aðeins betur áður en það dæmir þvi það er oft erfitt að greina gæsaskít frá hundaskít.
Og gæsirnar hafa einmitt verið svolítið aðgangsharðar á hunda- og mannaslóðum í fannferginu síðustu vikurnar.