Þegar snjóa leysir kemur ýmislegt í ljós - misskemmtilegt

Góðu fréttirnar fyrst:  Blómakassinn minn á útidyratröppunum hefur verið hulinn snjó síðan í nóvember.  Þar trónar nú ein (uppfyllingar) stjúpa sem er svo græn og sprelllifandi að ef vel viðrar gæti hún jafnvel tekið upp á því að blómstra eftir viku.

Slæmu fréttirnar eru svo þær að margir kvarta undan hundaskít út um allt!  Þó ráðlegg ég fólki að skoða afurðina aðeins betur áður en það dæmir þvi það er oft erfitt að greina gæsaskít frá hundaskít. 

Og gæsirnar hafa einmitt verið svolítið aðgangsharðar á hunda- og mannaslóðum í fannferginu síðustu vikurnar.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband