Hræsni

Merkilegt hvað hinir "ýmsustu" kerfisins menn eru sammála, þótt ekki alltaf sé tengingin augljós.

Í MBL dagsins á forsíðu segir:  "Bankastjóri Landsbankans segir mikilvægast að hjálpa þeim sem verst standi".

Á innsíðu er grein eftir Illuga Gunnarsson stjórnarandstöðuþingmanns sem segir: "Áhyggjur mínar lúta einkum að þeim hópi sem þrátt fyrir niðurfærslu í 110% af verðmæti fasteignar getur ekki staðið í skilum...".

Sömu skoðanir hefur velferðarstjórnin sjálf áður viðrað, eins og flestir þekkja.

Fáir, ef nokkrir ráðamanna, hafa áhyggjur af þeim skuldurum sem tekst - enn sem komið er - að standa skil á greiðslum þótt fyrrum eignarhluti þeirra í eigin íbúðarhúsnæði nálgist ískyggilega núllið.

Lái mér sá sem vill þótt ég dragi af ofangreindu þá ályktun að ENGINN ráðamaður hafi áhyggjur af stöðu heimilanna fyrr en lán þeirra detta í undirmálspott lánafyrirtækjanna.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Augljóslega skortur á víðsýni. Vinna þeir saman að ,,viðreisn,,? Valdhafar hunsa það sem óbreyttir leggja til,þar til etv.þeim dettur það í hug sjálfum seinna. Miklir menn!!!

Helga Kristjánsdóttir, 21.2.2012 kl. 02:02

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk Helga. Skortur á víðsýni eða ásetningur? Spurning.

Það alvarlegasta í þessu er þó þeim virðist algjörlega SAMA um velferð kjósenda sinna.

Í gamla daga hefði verið sagt að það hefði orðið "kortslútt" (D:kortslutning) í heilabúum þeirra.

Kolbrún Hilmars, 21.2.2012 kl. 14:32

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef á tilfinningunni að menn séu að undirbúa kosningabaráttu, nú á allt að gera og allir allt í einu með áhyggjur af almenningi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2012 kl. 18:02

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásthildur, ekki eru þessar áhyggjur enn merkjanlegar, vera má að það breytist ef menn hætta að hugsa "lánveitendum allt". :)

Kolbrún Hilmars, 22.2.2012 kl. 15:16

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ég er bara orðin svo langþreytt á þessu ástandi svei mér þá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2012 kl. 15:31

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Segjum tvær!

Kolbrún Hilmars, 22.2.2012 kl. 15:41

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef raunveruleikinn myndi hitta ráðamenn banka og embættismannakerfis af fullum þunga, mundi þurfa að setja upp bráðamóttöku fyrir þá...enn stundum finnst mér þeir of viðkvæmir fyrir allan "raunveruleikan" sinn....

Óskar Arnórsson, 22.2.2012 kl. 18:58

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óskar, þeir allir vita vel að raunveruleikinn mun renna upp fyrr eða seinna - en vonast til að það verði annarra vandamál.

Kolbrún Hilmars, 22.2.2012 kl. 19:59

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kolbrún. Þetta með "sannleikan" stýrir sér sjálft. Við þurfum að vera góðir við fólk sem er að losna undan álögum "hræsni" og annara hugarfarslegra vandamála...

Bankafólk á eftir að gera mikið "persónulegt uppgjör". Kikjum á þetta þetta "uppgjör" sem jákvætt atriði...þetta er allt að detta í réttan farveg held ég..

Óskar Arnórsson, 23.2.2012 kl. 12:14

10 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það eina sem þessi Ríkisstjórn er að hugsa um er að bjarga sjálfri ser- með lygum- og hjálpa bönkunum að stela af almenningi-ástandið væri öðruvísi ef svo væri ekki !

 Þau hafa haft nógann tíma til að stoppa aðgang Bankanna að almenningi og fyrirtækjum- og skilja Ísland eftir í  RÚST. eNDA ER LANDIÐ Á BRUNAÚTSÖLU.

Erla Magna Alexandersdóttir, 25.2.2012 kl. 18:36

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hárrétt, Erla. Er það svo ekki merkilegt að heyra í fréttum að lánastofnanir sendi nú fólki greiðsluseðla fyrir "vitlaust-reiknuðu-lánin" eins og ekkert hafi í skorist?

Ég tel víst að þær geri það samkvæmt ráðleggingum stjórnvaldsins. Þar á bæ er það bara í góðu lagi að berja á lýðnum. Best er þó ef einhver "annar" vinnur fyrir það skítverkin.

Kolbrún Hilmars, 25.2.2012 kl. 19:22

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fólk á að senda reikning í þúsundatali til bankanna. "Bréf sótt í póstkassan kr. 150.00, Bréf oppnað 300.00, bref lesið kr. 50.00 línan, brefi lokað 75.00, kostnaður fyrir nýu umslagi og frimerki 200.00, skifaður reikningur 450.00, labbað út í póskassa 2000.00 og brefinu lyft upp í póstkassan 400.00

10 daga greiðslufrestur, og eftir það koma dráttarvextir sem verða ákveðnir síðar ...

Annars hélt ég fund einn með sjálfum mér vegma bílaláns og skrifaði prótikoll um málið. Það var samþykkt á fundinum að afskrifa skuldina. Einnig var samþykkt að hvorki ég né lánafyrirtækið gæti áfryjað málinu. Þannig að þó ég ætti nóga peninga til að borga restina af bílnum sem var orðið tvöfalt verð hans, má ég það ekki.

Ég hef ekkert heyrt um þetta mál meira....enda afgreitt fyrir löngu á fundi.

Óskar Arnórsson, 25.2.2012 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband