Samfylking og ESB sinnar fagna tapi.

Fylgi SF á landsvísu taldist nú 29,8% en var 26,8% í kosningunum 2007. Öllum gleymist að Íslandshreyfingin - með sitt 3,3% fylgi þá - gekk nýlega til liðs við SF.

Ef nokkuð er, þá hefur eitthvað rjátlast fylgið af ESB flokknum frekar en hitt.


Það er ljótt að sparka í liggjandi mann!

Kolbrún Halldórsdóttir hefur uppskorið sem hún sáði. Það ætti að duga.
Ef samflokksmenn hennar eru sárir væri þeim nær að beina spjótum sínum að flokksforystunni - varla skipaði Kolbrún sig sjálf í ráðherrastól?
mbl.is Ráðherra féll af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er kreppa hjá óákveðnum kjósendum.

Tæpur sólarhringur til stefnu og hvergi er ljósglætu að sjá! Engar raunverulegar lausnir í boði; kosningaloforðin gerast ódýrari með hverjum klukkutímanum sem líður og framboðsflokkarnir forðast að koma með afgerandi yfirlýsingar um þau framtíðarstefnumál sem kjósendur hafa mestan áhuga á.

Samfylkingin er undantekning sem er sjálfri sér samkvæm og boðar lausn allra vandamála með ESB aðild en það loforð snertir þó ekki óákveðna - eðli málsins samkvæmt. Enda þar með úr leik.

Sjálf er ég í stökustu vandræðum því mér er óljúft að skila auðu atkvæði, en hef "sofið á því" og þannig tekist að útiloka alla kosti nema þrjá.

1) Vildu VG vinsamlegast lýsa því yfir í eitt skipti fyrir öll að þeir muni ekki selja sálu sína (eða virðulegan afturenda í ráðherrasæti) fyrir ESB aðild? Ekki myndi skemma að fá líka yfirlýsingu þaðan um stuðning við sprotafyrirtæki á borð við olíuvinnslu á Drekasvæðinu ef efni verða til.

2) Er D reiðubúinn að lofa hinu sama? Og jafnframt að flokkurinn myndi taka útstrikanir kjósenda á nöfnum sumra efstu manna til greina þannig að viðkomandi yrðu aldrei aftur í framboði á vegum flokksins?

3) Ef ég finn hvergi viðunandi svör við liðum 1) og 2) þá mun ég skila auðu!


Fylgishrun XD í Reykjavík suður

hefur hér með verið útskýrt, réttlætt og allt í góðu!?

Það er fátt um fína drætti í þessu kjördæmi; Svandís (VG) er auðvitað fágæt perla en dregur með sér aðra óæskilegri, Össur (SF) er að mörgu leyti ágætur, mátulega mannlegur en er múlbundinn af ESB stefnunni, Sturla (F) og Birgitta (O) þekktari fyrir andóf en málstað.

Hvort er skárra; að flytja sig milli hverfa á pappírunum eða skila auðu?


mbl.is Segir 40 aðila hafa styrkt sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskveiðikvótapælingar.

Þessa dagana er mikið rætt um að innkalla fiskveiðikvótann þannig að ríkissjóður nái yfirstjórninni um úthlutun kvótans.

VG (ef til vill fleiri?) hafa mælt með því að fyrna kvótaheimildir um 5% á ári, sem þýðir auðvitað flatan 5% niðurskurð fyrir alla núverandi kvótahandhafa alveg burtséð frá því hvort þeir eru að nýta kvótann eða ætla sér að nýta hann.

Á slíkri kvótainnköllun sé ég þann agnúa, að megnið af þeim kvóta sem er í gildi nú hefur verið keyptur dýrum dómum af aðilum sem fengu kvótann gefins frá þjóðinni fyrir rúmum aldarfjórðungi en hafa komist upp með að selja frá sér gjöfina í eiginhagsmunaskyni.

Er ekki heiðarlegra að stöðva einfaldlega viðskipti með kvótann núna, þannig að kvóti þeirra sem vilja selja hann frá sér verði innkallaður til ríkisins?

Með því móti mætti endurheimta fiskveiðikvótann á mun sársaukalausari hátt fyrir þá sem í hlut eiga; tæki hugsanlega lengri tíma en myndi þó skila sér að lokum.


Er Jóhanna vísvitandi að eyðileggja fyrir VG?

Er hún að beina atkvæðum óákveðinna, sem gætu fundið skjól gegn ESB aðild hjá VG, eitthvert annað?

Konan segir: "Ég tel að okkur [Steingrími] muni takast saman að leiða þjóðina inn í Evrópusambandið, sem er framtíðin fyrir íslensku þjóðina."

Er ekki kominn tími til þess að Steingrímur J. fyrir hönd VG taki af skarið um hvar flokkurinn sá stendur í ESB málunum og hætti að láta formann SF kynna kosningamálefnin fyrir sig?


mbl.is ESB-viðræður í júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefna framboðanna.

Þar kom að því að ég gæti hrósað Fréttablaðinu, en á bls.38 í blaði dagsins birtir það svör við 24 spurningum sem það lagði fyrir forystumenn framboðanna sjö og bað um stutt og hnitmiðuð svör.

Fór að grufla í bæði spurningum og svörum, en öllum spurningum mátti svara með einföldu jái eða nei-i.  Niðurstöður mínar urðu þessar þegar ég var búin að útiloka öll vífilengjusvör:

Frjálslyndi flokkurinn:   13 já/nei svör

Framsóknarflokkurinn:  9 já/nei svör

Vinstri græn:   14 já/nei svör

Borgarahreyfingin:  7 já/nei svör

Samfylkingin:  2 já/nei svör

Sjálfstæðisflokkurinn:  13 já/nei svör

Lýðræðishreyfingin:  5 já/nei svör

Ég þakka Fréttablaðinu fyrir að einfalda málið fyrir tvístígandi kjósendur! 

 

 


Bara strax búið að ráðstafa launalækkun opinberra starfsmanna?

Ég sem hélt að sú áætlun væri hugsuð til þess að spara ríkissjóði útgjöld.

En nú sé ég að þarna var bara verið að finna aukapening til þess að fjölga listamannalaunþegum á framfæri okkar allra um 400, sem væntanlega kostar kr. 107 milljónir næsta árið.

Ætlar einhver að kjósa þetta lið annan laugardag?


mbl.is Lög um listamannalaun samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira af mannfjölgun

Þeir sem hafa kíkt á vefsíðu OPT (sem ég vísaði á í síðasta bloggi) hafa eflaust tekið eftir mannfjöldateljaranum á síðunni.  Ég taldi þessar hreyfingar, reyndar ekki á fullkomlega vísindalegan hátt en þó nærri lagi, sem telur um það bil 9.600 aukningu á klukkustund.

Við mannfjölda heimsins bætist semsagt  núverandi fjöldi íslendinga (um 320.000 manns) á  rétt um hverjum 33 klukkutímum.   Væri öll viðbótin send til Íslands, yrði íslenska þjóðin orðin rúmlega 7,2 milljónir eftir mánuð. 


Alþjóðlegt vandamál sem þarf að taka á fyrr eða síðar.

Þessi samtök, OPT, eru athyglisverð. Þau skilgreina  fólksfjölgunarvandamálið á heimsvísu og nefna lausnir.    Eftirfarandi er aðeins hluti af fyrirsögninni á  heimasíðu samtakanna en fyrir þá sem hafa áhuga er veffangið:  www.optimumpopulation.org:

"What's the population problem?

Dangerously rapid climate change and rising food, water and fuel scarcity are already threatening human populations. And many other species, on a finite planet.

Yet by 2050 world population is expected to grow by another 2.3 billion from today's 6.8 billion - unless urgent action is taken."

What's the population solution?

"GLOBALLY: reduce birth rates.

NATIONALLY: reduce or keep birth rates low and/or balance migration to prevent population increase. All countries need environmentally sustainable population policies to underpin other green policies.

PERSONALLY: have fewer children and work a few more years before retiring."

OPT býður upp á mannúðlegri lausnir til þess að halda fólksfjölgun í skefjum en stríð, hungur, sjúkdóma, náttúruhamfarir og fóstureyðingar. 

 

 


mbl.is Attenborough vill draga úr fólksfjölgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband