Dýrkeypt samstarfsyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar

"Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum."

Þá vitið þið það, gott fólk, sem hafið verið tvístígandi varðandi ESB aðild og viljað "skoða pakkann" á umhugsunarstiginu.  Okkur öllum verður gert að borga brúsann fyrir hið útvalda samningslið landsins, svipað og við þurftum að gera með kosningaherferðina um fulltrúa í Öryggisráð SÞ.

Það verður ekki leyft að skoða pakkann ókeypis; pakkinn kemur tilbúinn heim í hús og við verðum krafin um burðargjaldið hvort sem við skilum honum eða þiggjum.

     

 


Vanhæfir íslenskir utanríkisráðherrar

Gordon Brown lítur ekki aðeins á fulltrúa Breta í AGS sem hagsmunagæslumenn sína, heldur líka íslensku utanríkisráðherrana, bæði þann núverandi og forvera hans,sem eru báðir flokksfélagar í hans eigin breska stjórnmálaflokki. Breski forsætisráðherrann hefði aldrei náð sinni stöðu ef hann kynni ekki mannasiði svo við verðum að álykta að hann þykist hafa ráð íslensku þjóðarinnar í hendi sér.

Ekta íslenskur utanríkisráðherra úr hópi VG gæti hugsanlega þaggað niður í manninum.


mbl.is Mótmæli vegna Gordons Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru ritlaunin mín?

Mér skilst að allflestir fái borgað fyrir að skrifa á móti ESB aðild - eða samkvæmt þessu:

"Hverjum er mest í nöp við aðild Íslands að Evrópusambandinu? Er það ekki LÍÚ? Eða Framleiðsluráð landbúnaðarins? Eða er það Bláa höndin - það sem eftir er að Sjálfstæðisflokknum og Kolkrabbanum?
Einhver í netheimum vakti athygli á því um daginn, að þeir sem fara hamförum gegn aðild Íslands að ESB, eru aðallega einstaklingar, sem fá borgað fyrir það. Þeir telja sig eiga beinna hagsmuna að gæta."           http://www.jbh.is/default.asp?ID=149

En þar sem ég er ekki "aðallega einstaklingur" er auðvitað engin von til þess að neinn vilji borga mér neitt.  Pinch


Bera lánveitendur enga ábyrgð?

Aðstæður Svanbergs og fjölskyldu eru afar slæmar og þau eiga alla mína samúð.
En þeirra vandi er skólabókardæmi um þróunina síðustu árin.

Fjölskyldan hefur neyðst til þess að kaupa sér húsnæði til þess að hafa þak yfir höfuðið, þrátt fyrir að hafa í rauninni ekki haft efni á því. Enda hefur langtíma leiguhúsnæði á sanngjörnu verði ekki verið á boðstólum undanfarin ár. Sú stofnun sem veitti 100% húsnæðislánið hlýtur að bera jafna ábyrgð á við lántakandann.

Að auki hafa viðkomandi lánsaðilar (hverjir sem þeir nú eru) verið fúsir að veita fjölskyldunni bílalán, ekki fyrir aðeins einum bíl, heldur tveimur, eflaust meðvitandi um skuldastöðu hennar.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða úrræðum verður beitt í þessu máli og öðrum sambærilegum.



mbl.is Kikna undan skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxtabætur eru háðar duttlungum yfirvalda.

Vaxtabætur er verkfæri sem stjórnvöld geta notað til þess að aðstoða "venjulegt" launafólk við að halda húsnæðinu sínu þegar verðbætur vegna vísitöluhækkana eru allt að drepa. 

Vaxtabætur hafa á undanförnum árum lækkað verulega og eins og eftirfarandi dæmi sýnir:

Árið 2006 voru vaxtabætur einstaklings kr.136.000 af vaxtakostnaði kr.371.900 v/ársins 2005
Árið 2007 voru vaxtabætur hans            kr. 90.500  af vaxtakostnaði kr.396.000 v/ársins 2006
Árið 2008 voru vaxtabætur hans            kr. 39.700  af vaxtakostnaði kr. 417.000 v/ársins 2007

Launatekjur viðkomandi breyttust  ekki á milli ára að öðru leyti en hækkun um einhverjar 3-5% árlegar umsamdar "vísitöluhækkanir" stéttarfélagsins. 

Þessi mikla lækkun vaxtabótanna stafaði því nær eingöngu af hækkun á fasteignamati, þ.e. það var eignaþátturinn sem skerti vaxtabæturnar.  Og hækkun fasteignamatsins (og skerðingarmörkin) var geðþóttaákvörðun yfirvalda vegna fasteignabólu sem þau áttu sjálf áttu þátt í að skapa.

Dæmið hér að ofan er raunverulegt og fengið að láni úr fjölskyldu minni.

 

 


25% hækkun vaxtabóta dugir ekki.

Vextir og verðbætur af húsnæðislánum eru niðurgreidd með vaxtabótum og 25% hækkun frá fyrra ári er einfaldlega ekki næg.  50% hækkun er lágmark ef ætlunin er að aðstoða þá sem verst eru staddir.   Hvað varðar myntkörfulánin, sem eru háð gengisbreytingum en ekki verðtryggingu, þá mætti vel ákvarða að eitthvert ákveðið hlutfall af greiðsluhækkun á afborgunum félli undir vaxtaþáttinn.

En fyrir alla muni, stjórnvöld, reynið að gera eitthvað af viti.


mbl.is Flestir geta staðið í skilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er viðskiptalíf?

Á einfaldastan hátt má skilgreina viðskiptalífið þannig:  Í hvert sinn sem vara, þjónusta eða verðmæti skipta um hendur, eiga viðskipti sér stað.

Við tökum öll þátt í viðskiptum af nauðsyn því ekkert okkar er svo sjálfbært að komast af án þess.  Öll þurfum við að sækja eitthvað til viðskiptalífsins, ýmist til þess að kaupa  eða selja, oft hvorutveggja.  Þannig er viðskiptalífið ríkur þáttur í okkar daglega lífi - hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Mörgum hættir til þess að yfirfæra einstaka reynslu af slæmum viðskiptum, svo sem þjónustu, á öll önnur viðskipti.  Auðvitað væri æskilegast að aldrei ættu sér stað nein mistök eða jafnvel svik í viðskiptum, en eins og spakur maður sagði einhvern tíma:  

"Never attribute to malevolence what is merely due to incompetence".   Sem í lauslegri þýðingu gæti hljóðað svo:  "Gerið greinarmun á óhæfni og illvilja"

 

 


Athyglisvert!

Hafa heil 80% landsmanna svo góða þekkingu á viðskiptalífinu að þeir geti dæmt um hvort það sé spillt eða ekki?


mbl.is Margir telja spillingu ríkja í þjóðfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað tefur stjórnarmyndun?

Sömu flokkar og gerðu með sér stjórnarsamstarfssamning fyrr í vetur - og voru snöggir að því - leyfa sér nú að "taka því rólega".  Hvað tefur? 

Ef það er ESB aðildarumsókn, þá er samningsaðilum óhætt að leggja þann ágreining á hilluna, enda önnur og brýnni mál sem brenna á almenningi.

Fólk valdi þennan vinstristjórnarpakka í kjörklefanum í þeirri trú að kosningaloforðin "skjaldborg um heimilin"  héldu.   Er erfitt að standa við þau loforð?


Hvað þýðir innganga í ESB?

Flestir vita að ég er alfarið gegn inngöngu í ESB. Aðalástæðan er sú að ég óttast hvað ESB aðild myndi kosta íslenskt samfélag í framtíðinni.

Þrátt fyrir gylliboð sölumanna ESB dirfist enginn þeirra að nefna hvað ESB inngangan muni kosta, en flest hugsandi fólk gerir sér grein fyrir því að farmiðinn aðra leiðina til Brussel er alls ekki ókeypis. Auk þess sem farmiði báðar leiðir, utan og heim, er ekki í boði. Við vitum nokkurn veginn hvar þjóðin stæði varðandi inngöngu í bandalagið í dag og hvaða skilyrði yrðu sett.

Þeir eru margir sem sætta sig við þau skilyrði sem gilda í dag en hinir sömu hugsa þó ekki lengra en til morgundagsins. Hvað með komandi áratugi eða jafnvel árhundruð? Gengi íslenska þjóðin í bandalagið þyrftu afkomendur okkar um ókomna tíð að kyngja öllu því sem bírókratinu í Brussel dytti í hug að tilskipa aðildarþjóðunum. Hver vill gerast spámaður og sannfæra okkur um að ESB eins og það er í dag muni endast óbreytt að eilífu?

Málið er að þótt við "skoðum pakkann" með opnum hug, þá sjáum við aðeins núverandi innihald pakkans.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband