Hvað þýðir innganga í ESB?

Flestir vita að ég er alfarið gegn inngöngu í ESB. Aðalástæðan er sú að ég óttast hvað ESB aðild myndi kosta íslenskt samfélag í framtíðinni.

Þrátt fyrir gylliboð sölumanna ESB dirfist enginn þeirra að nefna hvað ESB inngangan muni kosta, en flest hugsandi fólk gerir sér grein fyrir því að farmiðinn aðra leiðina til Brussel er alls ekki ókeypis. Auk þess sem farmiði báðar leiðir, utan og heim, er ekki í boði. Við vitum nokkurn veginn hvar þjóðin stæði varðandi inngöngu í bandalagið í dag og hvaða skilyrði yrðu sett.

Þeir eru margir sem sætta sig við þau skilyrði sem gilda í dag en hinir sömu hugsa þó ekki lengra en til morgundagsins. Hvað með komandi áratugi eða jafnvel árhundruð? Gengi íslenska þjóðin í bandalagið þyrftu afkomendur okkar um ókomna tíð að kyngja öllu því sem bírókratinu í Brussel dytti í hug að tilskipa aðildarþjóðunum. Hver vill gerast spámaður og sannfæra okkur um að ESB eins og það er í dag muni endast óbreytt að eilífu?

Málið er að þótt við "skoðum pakkann" með opnum hug, þá sjáum við aðeins núverandi innihald pakkans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég held að þú skiljir ekki tilgang og eðli ESB. Þú ræðir um þetta bandalag eins og einhverja gráðuga skepnu.Hvað er „bírókratíið í Brussel? Hver er drifkraftur þessa fyrirbrigðis?

Hver er valkostur þjóðarinnar í gjaldeyrismálum ef við tökum ekki upp evruna með inngöngu?

Hvað getur þú ímyndað þér að mörg fyrirtæki, aðrir en skósmiðurinn og fisksalinn á horninu. munu halda upp starfsemi í landi þar sem höft munu ríkja.

Hvað heldur þú að stór hluti nýrra Íslendinga muni kjósa að búa í landi sem mun dragast aftur úr nágrönnum sínum á flestum sviðum?

Hjálmtýr V Heiðdal, 27.4.2009 kl. 19:31

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Svakalegur hræðsluáróður alltaf í þessum ESB-sinnum.

Axel Þór Kolbeinsson, 27.4.2009 kl. 19:45

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þetta er einfalt, líttu til Dana sem hafa verið aðilar að ESB í yfir þrjátíu ár og svo kannski til Svía og Finna. Hvað hefur aðild „kostað“ þessar þjóðir?

Svo máttu líta til þess að Grænlendingar gengu út þegar þeir vildu og Noregur felldi samning í þjóðaratkvæði

- Einnig að nú sendir ESB okkur allskyns reglur í pósti án þess að við höfum nein áhrif á þær, einnig hefur ESB allskyns áhrif á öll lönd Evrópu hvort sem lönd hafa EES samning við ESB eða ekki. Með aðild fáum við áhrif og neitunarvald í málum sem aftur tíðkast að beita einnig gegn öðrum málum þar sem ekki er formlegt neitunarvald en þjóð getur illa sætt sig við. Þ.e. að stöðva óskylt mál þar sem neitunarvald gildir til að tryggja að sátta sé leitað í hinu þar sem ekki er neitunarvald. Þannig fara engin mál í gegnum ESB gegn eindregnum vilja neins aðildarríkis.

Helgi Jóhann Hauksson, 27.4.2009 kl. 19:50

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

PS

Eðli bandalagsins getur ekki breyst nema með samþykki allra ríkjanna og þar með talið okkar ef við værum aðilar. 

Helgi Jóhann Hauksson, 27.4.2009 kl. 19:53

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur fyrir innleggin, Hjálmtýr og Helgi Jóhann, sem báðir eru þekktir þungavigtarmenn fylgjandi ESB aðild - og kurteisari en stundum áður, þakka ykkur líka fyrir það   

Hjálmtýr, þú hefur svolitla tilhneigingu til þess að tala niður til "litlu konunnar" sem ekki hefur vit á neinu.  En þú hugsar sjálfur ekki út fyrir kassann og svarar í rauninni ekki í takt við það sem ég lagði út af.

Helgi Jóhann, þú kemur með dæmi sem eru kolómöguleg (fyrir þinn málstað); Noregur og Grænland höfðu vit á að halda sig utan ESB, og hvorki Danir né Svíar eru fullsáttir.  Síðasta innleggið þitt er áhugaverðast, þar sem þú fullyrðir að eðli ESB geti ekki breyst, sem var nefnilega mergurinn málsins í blogginu mínu. 
Vilt þú gerast spámaðurinn sem ég lýsti eftir?

Kolbrún Hilmars, 27.4.2009 kl. 21:02

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gæti Ísland kannski orðið Árneshreppur Evrópu?

Magnús Sigurðsson, 30.4.2009 kl. 08:03

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hornstrandir Evrópu eftir áratug ef svo fer sem horfir.

Samlíkingin við Grímsey~Ísland og Ísland~ESB smellpassar hins vegar við nútíðina.

Kolbrún Hilmars, 30.4.2009 kl. 17:29

8 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Alltaf sami ESB elítu áróðurinn hjá Hjáltýri og Helga Jóhanni.....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.4.2009 kl. 19:25

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, það er svolítið merkilegt því bæði Hjálmtýr og Helgi Jóhann eru (að ég held) ágætlega vel gefnir menn. Því hefði ég búist við af þeim að hugsa um ESB málin í stærra samhengi en þeir gera.

Kolbrún Hilmars, 30.4.2009 kl. 20:24

10 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég fékk þetta af bloggsíðu Halldóru Hjaltadóttir

Heillar mig Eistland?

Eistland er lítið land í N-Evrópu sem margir kannast eflaust við úr umræðunni um Evrópumál. Mikill fjöldi Íslendinga hefur einnig sótt landið heim, jafnvel í árshátíðarferðum.

Þá er förinni yfirleitt heitið til Tallinn höfuðborgar Eistlands, gist á fínum hótelum, farið í skoðunar og verslunarferðir og almennt njóta Íslendingar þess að skoða athyglisverðar byggingar í fallegu veðri.

Aðal atvinnugrein Eista er einmitt ferðaþjónusta en fast á hæla hennar koma vændi og dópsala. Landbúnaðurinn á undir högg að sækja.

Eistland gekk í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið árið 2004 og höfðu íbúar landsins ákveðnar væntingar og vissu um jákvæðar breytingar í kjölfar aðildar. Menn bundu vonir sínar á að skipaflotinn myndi endurnýjast og fiskveiðar aukast.

Mörgum manninum var brugðið þegar ekkert gerðist, engin endurnýjun varð í skipaflotanum og fiskveiðar lögðust að mestu af.

Atvinnuleysi jókst í kjölfarið, vændi varð umfangsmeira, fíkniefnasala blómstraði og svartamarkaðsbrask er mjög algengt. 

Sumir hverjir sem ekki njóta þess að vera á meðal 40% þjóðarinnar sem rétt hefur ofan í sig og á, ganga svo langt að óska þess að vera ennþá undir oki Sovétríkjanna sálugu en Þá gátu Eistar selt sinn fisk til Rússlands og haft út úr því a.m.k. einhverjar tekjur.

Atvinnuleysi í Eistlandi var 9% árið 2004, en sú prósenta hefur undið upp á sig á síðustu misserum og þrátt fyrir alla uppsveifluna í efnahag þjóðanna.

Hagstofa Evrópu EUROSTAT getur birt tölur um atvinnuleysi sem ekki standast ,til að mynda mældist atvinnuleysi í Eistlandi 5,9% árið 2006 og 4,7% árið 2007.

Nú er atvinnuleysi komið upp í 15 % og er mikið áhyggjuefni af þróun atvinnumála.

Það má með sanni taka það skýrt fram að þessar tölur eru langt frá raunveruleikanum, þar sem kerfið er meingallað. Maður sem missir vinnuna sína getur farið á atvinnuleysisbætur sem eru yfirleitt 50% af fyrri launum í 6 mánuði, en eftir þann tíma dettur sá hinn sami maður af bótum og af skrá. Raunverulegt atvinnuleysi gæti því verið nærri 30% í Eistlandi.

Skólakerfið er einnig gallað, þar sem 70 % nema þurfa að greiða að fullu sinn námskostnað, en um 30 % fær fullan styrk frá ríkinu. Unga fólkið leggur mikið að sjálfsögðu mikið á sig til þess að vera hluti af þeim sem fá nám sitt ríkisstyrkt.

Unga fólkið sem nær ekki settu marki varðandi námið, nýtur ekki tækifæris til þess að mennta sig, fær ekki vinnu og hefur ekki hug á að selja líkama sinn eða fíkniefni flyst úr landi.

Ungur maður býr hér á Íslandi. Hann telur að Íslendingar hafi ekki hugmynd um hvernig ástandið er almennt í Eystrasalts löndunum.

Að hans sögn er gott að búa á Íslandi, þrátt fyrir mikla erfiðleika sem fylgja hruni bankanna.

Hann getur núna kostað mjólkina sem amma hans vill fá á hjúkrunarheimilinu í Eistlandi, en öll umfram mjólk getur kostað aukalega þar í landi.

Hann elskar landið sitt og óskar þess að geta búið þar, en hann hefur enga vinnu og engin tækifæri.

,,Þið vitið ekki hvað þið hafið það gott " Sagði hann af mikilli einlægni.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.4.2009 kl. 21:14

11 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Helgi og Hjálmtýr segja þetta auðvitað áróður og lygi þó þeir viti betur en báðir velgefnir menn þó að þeir hafi ratað villu vegar

Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.4.2009 kl. 21:16

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Marteinn, þetta er enn ein hryllingssagan frá hinu ljúfa ESB.

Líklega eru Þjóðverjar, sjálf kjarnaþjóðin, í þann mund að gefast upp. Fari svo, splundrast sambandið hvort sem er upp í frumeiningar sínar eftir örfá ár.

Ja - nema ESB fái nú þegar yfirráð Íslandsmiða, sem gæti framlengt líftímann um tíma.  Ég er hreint ekki hissa þegar menn þar ytra tala um "flýtimeðferð" varðandi ESB aðild íslendinga...

Kolbrún Hilmars, 30.4.2009 kl. 21:36

13 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég bað Halldóru að reyna að koma þessu í fjölmiðla en eru ekki flestir ESB elítu miðlarí eigu ...........

Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.4.2009 kl. 21:46

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Annars er ég búin að finna veikan punkt á Helga Jóhanni og ESB skoðun hans. 

Hann bloggar um níðingslega meðferð íslendinga á hælisleitendum, en gleymir alveg að minnast á aðbúnað hælisleitenda hjá Grikklandi og Ítalíu - sjálfum ESB ríkjunum. 

Enda skilst mér að við hér förum eftir þeim reglum sem ESB hefur uppálagt.

Kolbrún Hilmars, 1.5.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband