25% hækkun vaxtabóta dugir ekki.

Vextir og verðbætur af húsnæðislánum eru niðurgreidd með vaxtabótum og 25% hækkun frá fyrra ári er einfaldlega ekki næg.  50% hækkun er lágmark ef ætlunin er að aðstoða þá sem verst eru staddir.   Hvað varðar myntkörfulánin, sem eru háð gengisbreytingum en ekki verðtryggingu, þá mætti vel ákvarða að eitthvert ákveðið hlutfall af greiðsluhækkun á afborgunum félli undir vaxtaþáttinn.

En fyrir alla muni, stjórnvöld, reynið að gera eitthvað af viti.


mbl.is Flestir geta staðið í skilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að ræða vaxtabætur í  er blekking.  Það gera líka bara pólitíkusar.

Ef þú skoðar hækkun vaxtabóta í krónum þá kemur sannleikurinn í ljós.  Dugir varla fyrir einni mánaðargreiðslu fjölda fólks. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 15:55

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rétt hjá þér Páll, enda dugir 25% hækkun frá fyrra ári varla til þess að jafna skerðingu vaxtabótanna síðustu tvö árin - hvað þá að að geta talist aðstoð við heimilin núna.

Kolbrún Hilmars, 3.5.2009 kl. 16:11

3 Smámynd: Ásdís Hildur Jónsdóttir

Það þarf eitthvað að gerast og það fljótt, Gylfi Magnússon og Co er ekki með jarðtengingu, þetta fólk lifir í einhverjum öðrum veruleika en almenningur. Ef 20% niðurfelling væri framkvæmd í dag (hugmynd Framsóknar og fleiri) þá færðust skuldirnar niður í það sem þær voru þegar Davíð Oddsson var flæmdur úr Seðlabankanum, það er nú allt og sumt. Með öðrum orðum skuldir heimilanna hafa hækkað um þessi 20% í tíð vinstri flokka stjórnarinnar frá 1. feb., þannig að 20% er orðin úrelt tala. Ríkið er hvort eð ekki að gefa neitt, það yfirtók skuldir bankanna á ákveðnum forsendum og ræður því alveg hvort það losar um hengingaólina eða lengir í henni eins og virðist vera það sem þeim hugnast helst skv. þeim aðgerðum sem komið hafa fram.

Ásdís Hildur Jónsdóttir, 3.5.2009 kl. 16:14

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála þér Ásdís, það þarf að gera eitthvað og helst ekki seinna en í gær.  Reyndar er ég ekki meðmælt því að hrófla við upphaflegum höfuðstól húsnæðislána, húsnæðisverð á eftir að hækka aftur og jafna metin.  Verra verður með gengistryggðu lánin ef ekki næst að styrkja krónuna.

Vísitölutryggingin sjálf er svo fyrirbæri útaf fyrir sig sem þarfnast rækilegrar endurskoðunar.  Það þarf að finna einhvern grunn fyrir húsnæðislán sem miðast  við húsnæðisþáttinn sjálfan en ekki kaffibaunir, sykur eða  brennivín.

Kolbrún Hilmars, 3.5.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband