26.5.2009 | 17:09
Pólitíkin er hverful skepna
Samkvæmt skoðanakönnun Bylgjunnar, Reykjavík síðdegis, í dag 26. maí, myndu kjósendur velja:
xD = 34%
xS = 16%
xB = 14%
xV = 10%
xO = 10%
Annað = 16%
Heldur virðist vera að falla á geislabauga og vinsældir ESB flokksins. Þó þykist þessi 16% flokkur þess umkominn að ákveða fullveldisafsal fyrir hönd allra landsmanna um alla ókomna framtíð.
Það er eflaust fullsnemmt aðeins mánuði eftir lýðræðislegar kosningar að heimta vantrauststillögu á stjórnina, en svona í fullri alvöru; er ekki ástæða til?
25.5.2009 | 18:36
Er það svona sem hið margrómaða lága vöruverð fæst í ESB?
![]() |
Enn mótmæla franskir bændur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2009 | 20:24
Er ekki Ungverjaland í ESB?
![]() |
Skattleggja hagnað úr landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2009 | 19:17
Hvíld frá pólitísku hversdagsamstri?
Er ómöguleg! ESB vofan vomar yfir öllu, bæði hugsun og daglegri sýslan.
Þegar ég reyndi að afvegaleiða eigin þankagang með því að einbeita mér að fílósófíunni, voru trúarbrögð, ásamt öðrum skemmtilegum fyrirbærum, ofarlega í huga. Jafnvel þar náði ESB áróðurinn að stela senunni, og ég komst að þeirri niðurstöðu að hér á landi hefðu bæst við ný trúarbrögð; ESB og Evru trúin.
Ríki og þjóðkirkja í einni sæng stafar af gömlu samkomulagi sem byggðist á því að allar kirkjueignir með gögnum og gæðum runnu til ríkissjóðs; þar sem áður hétu kirkjujarðir heita nú ríkisjarðir. Kirkjuvaldið var fyrrum auðugt en ríkið fátækt. Ástæðan er einföld; það sem var kirkjunnar gat erlenda konungsvaldið ekki eignað sér eða heimtað arð af.
Ágætur bloggvinur hefur skrifað að íslensk pólitík ráðist fyrst og fremst af hentistefnu en ekki viðtekinni alþjóðlegri hugmyndafræði og ég fellst á að það sé rétt mat. Því ESB sinnar vilja leggja fram þessi sameinuðu auðæfi íslenska ríkisins sem heimanmund til ESB apparatsins, burtséð frá pólitískri andstöðu - hvort sem hún heitir vinstri, hægri eða miðju.
Er kominn tími til þess að aðskilja ríki og kirkju aftur og skila til kirkjunnar það sem hennar var upphaflega til þess að verja það enn á ný gegn erlendri ásælni? Eða vill ESB gleypa allt - jafnvel það sem kóngum tókst ekki hér áður fyrr?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2009 | 18:46
Margir halda að tíminn hreyfist eftir línulegri forskrift.
En það er ekki rétt - það erum VIÐ sem hreyfumst en ekki tíminn. Hversu margir hafa ekki fundið fyrir þeirri tilfinningu að eitthvað atvik sem þá hendir hafi gerst áður?
Ég held að margir listamenn skynji þetta misræmi, ef til vill er það einmitt það sem list þeirra snýst um, hvort sem hún felst í orði eða verki. Sem dæmi hér nefni ég eitt ágætt ljóðskáld sem var á sínum "hátindi" fyrir um það bil hundrað árum; Sigurð frá Arnarholti. Auðvitað gæti ég nefnt fleiri jafnágæta listamenn fyrr eða síðar, en Sigurður á orðið í 1sta og síðasta erindi ljóðs síns - Í DAG:
Í dag er ég ríkur - í dag vil ég gefa
demanta, perlur og skínandi gull.
Gakk þú í sjóðinn og sæktu þér hnefa,
unz sál þín er mettuð og barmafull.
Það er ókeypis allt,
og með ánægju falt -
og ekkert að þakka, því gullið er valt!
-------
Í dag er ég gamall - í dag er ég þreyttur,
drúpi nú yfir tæmdum sjóð.
Hvar er nú skap og hnefinn steyttur?
Hvar er nú öll mín forna glóð?
Vertu sæll! Ég er sár,
og mitt silfraða hár
í særokum litaðist hvítt fyrir ár.
18.5.2009 | 22:12
Ekki batnar það!
Framtíðarsýn forsætisráðherra er að Ísland verði leiðandi í sjávarútvegi ESB.
Er þetta virkilega aðalinntakið í stefnuræðu nýs forsætisráðherra Íslands?
Ef svo, mikið lifandis ósköp er ánægjulegt að heyra að öll innanlandsmál okkar séu í svo góðu standi að okkar nýkjörnu þingfulltrúar þurfi ekki að hafa metnað til annars en sækjast eftir "leiðandi" hlutverki innan ESB apparatsins.
![]() |
Leiði mótun sjávarútvegsstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2009 | 20:41
Evróvision - það er erfitt að velja
Framlag Íslands er frábær melódía með bestu söngkonunni (önnur ekki síðri söngkona eða sú sænska geldur geðklofa lagsins), það norska er hressilegur smellur en gríska framlagið heillar alla sanna rokkara.
Þetta er bara mín prívatspá í miðri lokakeppninni; Grikkirnir munu (eða ættu að) hafa það!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2009 | 15:48
Þetta geta þeir
![]() |
Fyrsta hlassið í Bakkafjöru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.5.2009 | 18:14
Ekki er þetta nú merkilegt plagg
Það má tæta í sundur, en ég læt mér nægja að nefna tvö atriði;
"Hlutverk Evrópu er að vera hornsteinn mannréttinda í heiminum og ýta undir stöðugleika, sjálfbæra þróun, réttlæti og velmegun um allan heim."
Stórveldisdraumurinn hefur bólgnað örlítið í meðförum SF.
Einnig eru grundvallarhagsmunir Íslands tíundaðir í plagginu hvað varðar forræði þjóðarinnar á eigin málefnum og ég þarf ekki að kópíera þann lista hér - bendi bara höfundum tillögunnar á að ekkert getur skert þessa hagsmuni nema ESB aðildin sjálf.
En það er fallega hugsað og afar lýðræðislegt að við almenningur fáum að fylgjast með framvindu mála í opnu og gagnsæju ferli á meðan samningsmenn eyða skattpeningunum okkar.
![]() |
ESB-tillagan birt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.5.2009 | 19:01
Hvaða öfl knýja ESB lestina?
Hvað hugsar almenningur innan ESB? Hverra hagsmuna gætir ESB apparatið?
Þýskir vilja endurheimta sitt gamla DM; deutsche mark, og telja sig svikna. Franskir, bæði sjómenn og bændur mótmæla svo oft sínu hlutskipti að það er varla fréttnæmt. Breskir eru svo óánægðir að ef meirihluti þeirra mætti ráða yrði Brussel bírókratið lagt niður. Þessar þrjár eru stofnþjóðirnar sjálfar!
Hvað segja svo "annars" flokks aðildarþjóðir? Sem hafa lagt allt undir en eru samt sem áður að "rúlla" fjárhaglega; Spánverjar, Írar, Lettar ?
Hver er hinn raunverulegi lestarstjóri?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)