17.7.2009 | 00:59
Hverslags ruglfrétt er þetta eiginlega?
Norðmenn eru vanir menn hvað varðar aðildarumsókn að ESB og þekkja ferilinn þjóða best - sjálfir búnir að fella aðildarsamning tvisvar.
HVER vill telja okkur trú um að norsarar séu að fara á taugum þótt litla íslenska krataflokknum hafi tekist að kreista fram, naumlega, samþykki fyrir aðildarumsókn sem mun hvort sem er enda í ruslatunnunni?
![]() |
Hefur ótvíræð áhrif í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 18:31
Svartir dagar.
Þann 16.júlí árið 1627 var ráðist á íslenskt alþýðufólk af svonefndum Tyrkjum. Árið 2009 af eigin þingfulltrúum. Tilviljun munu sumir segja - en aðrir halda því fram að það sé ekki til neitt sem heitir tilviljun.
Enn svartari dag eigum þó við í vændum; eða þann 27. júlí. Þann dag verður ESB umsókn krata úr báðum stjórnarflokkum lögð fyrir hjá Brussel kerfinu - og þá munu goðin hrista sig.
15.7.2009 | 15:50
Málin skýrast varðandi vegabréfadeilur Kanada og ESB.
Í nýrri frétt mbl.is eru útskýrðar forsendur málsins um tékkneska hælisleitendur í Kanada, en þar mun vera á ferð Rómafólk sem nýtur ekki fullra mannréttinda í sínu heimalandi. ESB styður tékka í því að senda það vandamál bara til Kanada í stað þess að gera kröfu um að leyst verði heima fyrir. Þar fór jafnréttishugsjón ESB fyrir lítið.
Það sem gæti skipt okkur íslendinga máli er hins vegar yfirlýsing forseta Tékklands:
"Þið sjáið að Kanada getur tekið ákvörðun fyrir sig, en Tékkland getur það ekki. Brussel þarf að taka ákvörðun fyrir okkur".
Einmitt það!
Og í þessum skrifuðu orðum eru á sömu stund sumir íslenskir alþingismenn að berjast fyrir því á Alþingi að við hérlendis fáum að njóta sömu "réttinda" og tékkar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2009 | 18:01
Frekja, tvískinnungur eða verðfelling á hælisleitendum?
Þetta er afar athyglisverð frétt úr sæluríkjum ESB.
"Framkvæmdastjórn ESB hefur hvatt stjórnvöld í Kanada til að draga til baka ákvörðun sína" (um hertar reglur vegna hælisleitenda).
Er ekki allt í lagi í sæluríkinu ESB þegar framkvæmdastjórn þess viðurkennir þannig þörf þegnanna á því að leita HÆLIS í Kanada?
"Tékkar hyggjast leita stuðnings annarra ESBþjóða vegna aðgerða sinna gegn Kanada". Væntanlega í því skyni að þrýsta á Kanada til þess að taka við öllum þeim ESB-tékkum sem leita hælis þar vestra. ESB stjórnin hefur greinilega orðið við þeim óskum.
Ég lít á þessar upplýsingar sem staðfestingu á því að innan ESB ríkir ekki lýðræði og jafnvel það sem verra er; hugsanlega brot á mannréttindum ef þegnar aðildarþjóðanna þurfa að flýja lönd og leita hælis í öðrum heimsálfum!
![]() |
Herða reglur vegna flóðs hælisleitenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2009 | 18:58
Að drepa þjóðarsálina.
Það er auðvelt - troðið þið stjórnarliðar þjóðinni bara í ESB apparatið.
Sjálf hef ég verið að sinna garðrækt í góða veðrinu í dag og hef æft mig með því að tauta ítrekað : "ég bý bara hérna".
Þetta segja mér hvort sem er vinir og ættingjar sem eru svo "heppnir" að búa nú þegar í sæluríkjum ESB þegar ég hef spurt hvernig þeim líki við ESB og hvort þeir fylgist eitthvað með því sem er að gerast í þeirra samfélögum
Svörin eru undantekningarlaust; "ja - ég bý bara hérna"!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.7.2009 kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.7.2009 | 17:06
Prúttmarkaður ESB.
Forsætisráðherrann segir að Ísland ætti að nýta sér að núverandi framkvæmdastjórn ESB situr amk út þetta ár. Hún segir ennfremur að fólk þurfi að vita hvað sé í boði til þess að geta tekið afstöðu.
Því spyr ég; er ESB aðild á útsölu þetta árið? Verður raunverð sett upp aftur um n.k. áramót þegar ný framkvæmdastjórn tekur við hjá apparatinu? Ætli Noregi hafi boðist þetta einstaka útsöluverð?
Væri ef til vill skynsamlegast fyrir okkur að kíkja bara í Kolaportið og skoða hvað þar er í boði? Þar höfum við þó allavega frelsi til þess að velja og hafna - okkur að kostnaðarlausu.
10.7.2009 | 15:42
Hversu mikilvægt er stjórnarsamstarfið?
Mikilvægara en margumrædd sannfæring þingmanna? Mikilvægara en vilji almúgans, hver sem hann nú skyldi reynast í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Held ég fari bara í heyskap líka.
![]() |
Hefði þýtt stjórnarslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2009 | 17:37
Ljósaperur!
Í fréttaskýringu MBL í dag, bls. 15 segir: "Samkvæmt nýlegri reglugerð ESB skal notkun hefðbundinna ljósapera, glópera, hætt í sambandslöndunum á árunum 2009 til 2012. Er megintilgangur þess að stuðla að minni orkunotkun innan sambandsins. Ætlast er til að teknar verði í notkun vistvænni ljósaperur, svonefndar sparperur"
Vafasamt er að reglugerðin eigi við hér á norðurslóðum þar sem orkusparnaður ljósaperanna gæti aukið orkunotkun til upphitunar á móti en ekki þann orkusparnað sem felst í því að skrúfa fyrir loftræstikerfi hlýrri landa. Að ekki sé nú minnst á hvernig orkunnar er upphaflega aflað. Sparperur innihalda að auki óæskileg efni á borð við kvikasilfur, á meðan glóperur innihalda mun umhverfisvænni efni, aðeins hreina málma og gler.
Þessi reglugerð ESB verður vonandi ekki gleypt hrá til upptöku hérlendis eins og sumar aðrar tilskipanir sambandsins sem eiga engan veginn við íslenskar aðstæður. Ennfremur getur hver sem er borið saman frjálsan vilja og hvatningu til skynsamlegra verka annars vegar og forræðisreglugerðum að "ofan" hins vegar.
7.7.2009 | 18:58
Þau tíðkast nú breiðu spjótin!
Af tærum kvikindisskap birti ég hér skoðanaskipti mín við ESB og Icesavesinna.
Upphafið var athugasemd hans á ónefndu bloggi sem kom málefnalegri umræðu ekki við og féll klárlega undir persónuleg meiðyrði. Þó vil ég ekki endurtaka þann sóðaskap hér og birti því aðeins eftirmálann:
"Þegar rökin þrýtur verður sumum það á að grípa til mykjudreifarans. Í því tilfelli er alltaf skynsamlegt að kanna fyrst vindáttina svo mykjan slettist ekki í öfuga átt við það sem ætlað var...Kolbrún Hilmars, 6.7.2009 kl. 20:33
Mikið er nú gott að Kolbrún Hilmars skuli njóta þess svona vel að standa undir bununni á mykjudreifaranum hjá Davíð Oddssyni og Agnesi Bragadóttur. Sennilega er kerlingarkálfurinn ,,nári" þegar allt kemur til alls.
Jóhannes Ragnarsson, 6.7.2009 kl. 21:06 "
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
5.7.2009 | 16:42
Hvaða rugl er eiginlega í gangi?
Veit hollenska vinstri höndin ekki hvað sú hægri er að gera? Um hvað snúast eiginlega þessir Icesave samningar sem ríkisstjórn okkar ætlar að neyða uppá þjóðina ef ekki innstæður hollenskra sparifjáreigenda?
Mér sýnist full ástæða til þess að fella þennan fjárans milliríkjasamning sem lagður hefur verið fram á alþingi og leyfa innstæðueigendum að fara með sínar kröfur fyrir dómstóla. Með því móti gætum við þó allavega komist að hinni raunverulegu upphæð sem málið snýst um.
Hvað vakir fyrir ríkisstjórninni með því að keyra í gegn þennan "glæsilega" og alfarið pólitíska samning ÁÐUR en "öll kurl eru komin til grafar"?
![]() |
Undirbúa lögsókn gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |