1.8.2009 | 22:39
Fróðleg viðbrögð lesenda Le Monde
Athyglisverð lesning á blogginu því, en flestir eru á því að íslendingar geti sjálfum sér um kennt. Dæmigerð meðalhófsathugasemd er þessi:
"Christophe B.
01.08.09 | 18h28
Mme Joly oublie de dire combien l'Islande a joué le parasite de l'Europe sur les marchés financiers en attirant des capitaux à coup d'incitations dignes d'un paradis fiscal. Un peu vache pour les islandais, mais bon, ils ont joué aussi avec le feu. Contrairement au Luxembourg, l'Islande a le tort de ne pas etre dans l'UE...."
Svona í lauslegri þýðingu segir Christophe B:
"Maddama Joly gleymir þeim alvarlegu afleiðingum fyrir Ísland að sameinast sníkjudýri Evrópu, hinum sameiginlega fjármálamarkaði, sem dregur heiðarlegt fjármagn til skattaparadísa. Slæmur kostur fyrir íslendinga, vissulega, en þeir léku sér líka að eldinum.
Gagnstætt Luxembourg þurfti Ísland að gjalda þess að vera ekki ESB land..."
Svo mörg voru þau orð...
![]() |
Stöndum ekki undir skuldabyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2009 | 17:51
Áróður, lygar, leyniskjöl, allt uppi á borðum - eða hvað?
Eftirfarandi fékk ég að láni (með leyfi) af bloggi http://altice.blog.is/blog/altice/:
"Steingrímur J. Sigfússon heldur því sterkt til haga, að Sverges Riksdag hafi sett skilyrði um lánveitingu til okkar. Þetta er rétt en Steingrímur hefur ekki fyrir því að útskýra hvernig afstöðu Svíanna er raunverulega háttað. Sannleikurinn er sá að skilyrði Riksdagens eru sett til að þvinga Bretland og Holland til að veita Íslandi lán. Norrænu ríkin vilja með þessu móti hindra að fjármunir frá þeim fari til að greiða Bretum og Hollendingum. Í greinargerð sem ríkisstjórn Svíþjóðar lagði fyrir Riksdagen 02.07.2009 segir:
De nordiska långivarna har villkorat sin utlåning med att de länder som främst berörs av Islands insättningsgarantiåtaganden, dvs. Storbritannien och Nederländerna, ska bidra med lån till Island. De nordiska långivarna vill på detta sätt undvika att medel från de nordiska krediterna går till dessa två länder.
Þetta skapar algjörlega nýja sýn á afstöðu Norðurlandanna. Ekki virðast vera neinar forsendur til að hallmæla okkar Norrænu vinum. Er ekki að minnsta kosti ástæða til að láta þá njóta vafans ? Hvernig væri að Icesave-stjórnin færi að segja okkur sannleikann ?"
Heimild: http://www.riksdagen.se/webbnav/index.aspx?nid=37&dok_id=GW03230
Mér finnst full ástæða til þess að vekja athygli á ofangreindu því mér sýnist að okkar norrænu nágrannaþjóðum sé annt um að íslendingar sjálfir njóti góðs af fyrirgreiðslu þeirra - ekki breska heimsveldið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.7.2009 | 16:00
Ef vonin ein er eftir
hefur ríkisstjórninni mistekist það verkefni sem hún bauðst til þess að framkvæma.
Er í ofanálag ætlast til þess að við almenningur setjumst bara niður og vælum í kór?
Eða hvað?
![]() |
Stjórnvöld halda í vonina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2009 | 16:11
Ekki er flas til fagnaðar,
segir máltækið enda fær nú ESB óðagot Samfylkingar hvert áfallið á fætur öðru.
Ekki er nóg með að loforðalistinn um batnandi tíð strax við ESB umsókn sé óðum að rýrna að gæðum, heldur virðist sem utanríkisráðherrann hafi gróflega ofmetið stuðning aðildarríkjanna.
Ríkisstjórninni væri sæmst að tylla tánum á jörðina og einbeita sér að landsstjórninni.
![]() |
Evran aldrei dýrari á árinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2009 | 18:00
Hvar eru fuglarnir?
Lundinn svíkur Vestmannaeyinga - vesturbæjarþrestirnir láta ekki sjá sig. Ekki heldur starrinn og þá er nú bleik brugðið.
Hvað segja fuglafræðingar?
27.7.2009 | 18:42
Líttu þér nær!
Ég hef furðu lostin fylgst með atburðarásinni síðustu dagana varðandi ESB umsókn stjórnarflokkanna. Hver fréttin rekur aðra, oftast nær af vettvangi ESB sinna, um velvild, flýtimeðferð, ómældan stuðning og fögnuð EBS ríkja. Það vantar ekkert nema húrrahrópin.
Án þess að tíunda þetta frekar, vil ég bara benda þeim löndum mínum á sem hafa haft hátt um það að fá að skoða í ESB pakkann, þá er það tæknilega ómögulegt.
ÞVÍ VIÐ SJÁLF ERUM PAKKINN!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2009 | 18:59
Léleg mótmælamæting á Austurvelli.
Þar reyndist fámennara en væntingar stóðu til þegar Icesave samningnum var mótmælt í dag. Það mætti ætla að landsmenn almennt sætti sig við að taka á sig þær fáránlegu fjárhagsbyrðar sem í þessum kexruglaða samningi felst.
Þið um það gott fólk! Nokkur okkar hinna mættu þó allavega til þess að mótmæla með nærveru okkar. En máttur fámennisins er veikur og okkar mótmælastaða mun ekki bjarga okkur sjálfum, hvað þá ykkur hinum!
23.7.2009 | 15:58
Við höfum nú heyrt þennan áður!
Yfirgnæfandi stuðningur mjög margra við aðildarumsókn til ESB, segir Össur.
Þetta sagði ISG líka þegar hún var búin að flengjast um allan heim til þess að safna atkvæðum í Öryggisráðið.
Svona án þess þó að vilja spá sömu hrakförum nú, þá þykja mér slíkar óskhyggju-yfirlýsingar utanríkisráðherranna dulítið hæpnar.
![]() |
Umsóknin á dagskrá á mánudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2009 | 15:26
Er þetta einmitt málið - með Icesave málið?
Eftirfarandi er niðurlag fréttar Daily Telegraph sem mbl.is vísaði til í gær undir fyrirsögninni: Fjallað um reiði íslendinga...
"The No camp is circulating an internal memo from Sweden's Riksbank that pins much of the responsibility for the IceSave debacle on Britain and the EU.
It said "absurd" EU rules - which cover Iceland through the EEA - have created a regulatory dog's dinner. "While Icelandic politicians and regulators are responsible for allowing highly leveraged expansion, they are not the only ones to blame," it said.
The EU directive was muddled, stipulating only that states must set up a "guarantee scheme" for banks, not that they are liable for all losses. It was well-known that these schemes are often private foundations with tiny resources, yet the UK "hardly bothered" to inform savers of this fact. It let IceSave state on its website that savers enjoyed protection equal to the UK's own scheme.
"The conclusion is clear: the EU host countries (UK and Holland) are also to blame for Iceland's disaster. Consequently, it would be reasonable that they carry some of the burden. It takes two to tango," said the report acidly.
For Britain, an irksome precedent has been set. Allies can expect no quarter if they spiral into a deep financial crisis. This could come back to haunt."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2009 | 16:10
Eins og þjófagengið
sem flýtir sér mest sem má til þess að koma ránsfengnum undan.
Það stóð nú til að afhenda þessa umsókn formlega eftir 10 daga - en sjálfsagt er skynsamlegt hjá krötunum að taka enga áhættu - illur fengur illa forgengur!
![]() |
Búið að sækja um ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |