Á Austurvelli í góðum félagsskap.

Auðvitað mætti ég þar ásamt mínum nánustu til þess að mótmæla Iceslave samningi ESB-kratanna og krefjast þess að gerður verði viðráðanlegur Icesave samningur.

Þótt ég sé eindreginn stuðningsmaður Samtaka Fullveldissinna var ég stolt af því að standa undir rauðum fánum Rauðs vettvangs - oft bókstaflega með einn fánanna í hárinu.    Þessi samtök þekkti ég ekki áður, en félagsmenn Rauðs vettvangs dreifðu þarna "Sameiningarstefnuskrá fyrir nýtt Ísland 2009", sem er hreint ekki svo frábrugðin stefnuskrá Fullveldissinna.  

Skemmtilegast þótti mér þó spjald Rauðs vettvangs sem á stóð: "KRATAR  ERU  MESTA  AUÐVALDSHYSKIÐ". 

 


Grýlurnar deyja ein af annarri í dag!

Fyrst féll Hræðslugrýlan Samfylkingarinnar um eilífa útskúfun íslensku þjóðarinnar í samfélagi þjóðanna (yrði Icesave samningi hennar hafnað) með leiðaranum í Financial Times.

Svo datt Rússagrýlan með viðtalinu við rússneska sendiherrann Tatarintsev.  Samkvæmt honum buðu Rússar okkur 4ra milljarða Evrulán strax í haust, en "þess í stað leituðuð þið til AGS".

Einnig heyrðist rödd frá norska Miðflokknum, eða Lundteigens, um frekari stuðning norskra.

Jahá - það er einmitt það! 

Hvet síðan alla sem tök hafa á að mæta á Austurvelli á morgun kl:17.00.


Ekki bara Icesave heldur líka hryðjuverkalögin!

Hvað varð um inneign íslenska ríkisins upp á 300 milljónir punda sem bretar frystu og hefur legið vaxtalaus þar ytra síðan í byrjun október 2008?  Á núvirði er upphæðin ÍKR 6300 milljónir.

Hefur þessi bankainnstæða verið greidd Seðlabanka Íslands eða er hún enn í gíslingu breskra?

Hvernig stendur á því að þessi inneign íslenska ríkisins hefur setið vaxtalaus í Bretlandi mánuðum saman á meðan bretar krefjast 5,5 % vaxta af Icesave ábyrgðarláni einkafyrirtækisins Landsbanki?

Á íslenska þjóðin einhverjar fleiri eignir þar ytra í nafni íslenska ríkisins, óviðkomandi Landsbankanum, sem bretarnir hafa fryst og hyggjast gleypa?


Hvar er sameiningartákn þjóðarinnar?

Hvað er forsetinn okkar að bauka þessa dagana?  Hann taldi ekki eftir sér að fylgja útrásarvíkingum um víðan völl og mæra þá í ræðu og orðuveitingum. Getur hann ekki staðið með  þjóð "sinni", íslensku alþýðufólki,  á sama hátt?

Oft var þörf en nú er nauðsyn að sameiningartáknið tali kjark í þjóðina, standi með henni, tali við æðstu ráðamenn erlenda og kynni þannig málstað þjóðarinnar - eða bara hreinlega sýni einhverja nærveru, hér eða þar.

HVAR er forseti íslenska lýðveldisins?

 


Eiga varnaðarorð rétt á sér?

Sagt er "gagnrýndu ekki ef þú getur ekki stungið upp á neinu skárra",  - en er það algilt?

Hvað með þann sem varar þig við að vaða út í kviksyndi; áttu að hunsa aðvörunina vegna þess að viðkomandi stingur ekki upp á að þú farir einhverja aðra leið?

Mér hefur stundum dottið ofangreint í hug þegar fólk hefur reynt að vara við að gleypa fyrirbærin Icesave, ESB og IMF lántökuna hrá.  
Í kjölfarið kemur endalaust suð um "ja, þér ferst að  gagnrýna, ekki ert þú sjálfur að benda á betri leiðir".

Hvernig væri að hlusta á varnaðarorðin og skikka okkar kjörnu þingfulltrúa til þess að finna aðrar og betri leiðir?   Það er ekki boðleg afsökun að etja okkur út í kviksyndið bara vegna þess að enginn þeirra þekkir öruggari leið.


Verðugt verkefni

og hlakka til þess að sjá útfærsluna.

Huxley stillir upp ofurtæknivæddu og steingeldu dópsamfélagi annars vegar og frumstæðu náttúrusjálfbæru hins vegar. Hann lætur svo lesendum sínum eftir að draga ályktanir. En Huxley gefur okkur smá "hint" í sjálfum bókartitlinum "Brave New World" um hvað honum sjálfum fannst árið 1932; BRAVE!


mbl.is Veröld ný og góð kvikmynduð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ESB nú þegar að hrynja - innanfrá?

Það er ekkert lát á hrylllingssögum frá hinum ýmsu aðildarþjóðum bandalagsins; nú síðast um Litháen á kúpunni, aðrar þjóðir sem gefast upp á Evrutengingunni,  franskir bændur krafnir um endurgreiðslu á milljarða landbúnaðarstyrkjum, atvinnuleysið slagar hátt í 20% víða,  svo tæpt sé á öllum þeim hrakförum aðildarþjóðanna sem undanfarið hafa verið til umræðu í fréttum.

Er nú að koma í ljós að það var ekki nóg að samræma gjaldmiðilinn, Evruna?  Hefði ekki jafnframt þurft að samræma launataxta og vöruverð?  Hefði hugsanlega FYRST átt að huga að síðarnefndu samræmingunni ef hinn frjálsi markaður og hin frjálsa samkeppni ætti að virka þannig að allar aðildarþjóðir væru jafnar?  Þá hefði heldur engin þörf verið fyrir alla þessa styrki, sem sumir hafa leyft sér að fullyrða að hafi á stundum runnið í skakka buxnavasa.

Er svo komið að nú þegar er búið að þurrausa sumar aðildarþjóðanna af fjármagni og hinna bíði sömu örlög - síðar?    Skyldi vera að hið frjálsa flæði fjármagnsins - og þar með auðvaldsins - með aðstoð Evrunnar, sé megintilgangurinn eftir allt saman?


Þykir þetta fréttnæmt?

Að mínu mati teldist í frásögur færandi ef einhverjum afbrotamönnum yrði EKKI sleppt frjálsum.
mbl.is Meintir fjársvikarar frjálsir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ormagryfjan og Eva Joly.

Það er fróðlegt að fylgjast með athugasemdum franskra í tengslum við grein EJ hjá Le Monde.

Íslendingar sem slíkir eru algjört aukaatriði, en frakkar bera virðingu fyrir sinni konu og hennar málstað - og bretinn fær það óþvegið.  Það er greinilega grunnt á því góða milli þessara tveggja stóru ESB þjóða.

Það er verst að íslendingar skilja almennt ekki frönskuna, en ég held að meiningin misskiljist ekki í eftirfarandi þremur innleggjum (sem ég valdi eingöngu vegna þess hve stutt þau eru) :

MULLER F.

03.08.09 | 06h12

Continuez à nous alerter Mme Joly. Des propos éclairés comme les vôtres sont trop rares et si nécessaires.

Guillaume C.

03.08.09 | 14h25

Excellent article. Enfin une mise en perspective qui manque cruellement dans nos medias.

CLAUDE N.

03.08.09 | 11h24

Je suis toujours admiratif du travail d'Eva Joly. Malheureusement, leader des Verts, Cohn-Bendit profite de son aura ancienne et de son intelligence pour soutenir une politique qui ne voit pas d'un mauvais oeil (c'est une litote) la privatisation des services publics ( ce en quoi notre Vert ne se différencie pas des sociaux-démocrates européens). Dans ce contexte, l'Europe des peuples et pour les peuples n'est pas pour demain. Bon courage, Mme Joly!

Ef til vill skýt ég inn þýðingu seinna - í athugasemd!

Fyrir áhugasama:   þýðingar komnar í athugasemdir hér að neðan - bæði á íslensku og ensku Wink

 


Ágæti Kaupþingsbanki.

Ávarpið er eflaust ekki rétt, en lái mér hver sem vill - hafandi verið viðskiptavinur bankans í fjóra áratugi, því það er bankinn sjálfur sem breytir sífellt nafni sínu, svo og eignarhaldinu sjálfu.

En ég vil benda bankanum á að svonefnd bankaleynd er ekki merkilegri en svo að allar upplýsingar um viðskipti mín við bankann eru forskráðar á skattframtal mitt sem er síðan sent út í almennum pósti.  Hundruð ríkisstarfsmanna; starfsfólk bankans, skattsins, póstsins og hugsanlega einnig nágranna sem fá póstinn minn, oft ranglega inn um sína bréfalúgu, hafa aðgang að þessum upplýsingum og það er algjör óþarfi að gera því skóna að þagnarleyndin haldi þar frekar en annars staðar.

Nú er ég ekki ein af þeim sem þurfa að fela viðskiptin við bankann og er svo heppin að skulda honum  hvorki milljarðalán til lúxuskaupa einhverra erlendis né hlutabréfa í neinu formi, og yrði slétt sama þótt staða bankareikninganna minna yrði birt á forsíðu Moggans.  Þannig lagað séð! 

Mér þætti þó vænt um að bankinn "minn" gætti þess að bankaleynd um mín persónulegu bankaviðskipti sé metin jafnrétthá öðrum - ef bankinn á annað borð gerir kröfur um bankaleynd.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband