Ágæti Kaupþingsbanki.

Ávarpið er eflaust ekki rétt, en lái mér hver sem vill - hafandi verið viðskiptavinur bankans í fjóra áratugi, því það er bankinn sjálfur sem breytir sífellt nafni sínu, svo og eignarhaldinu sjálfu.

En ég vil benda bankanum á að svonefnd bankaleynd er ekki merkilegri en svo að allar upplýsingar um viðskipti mín við bankann eru forskráðar á skattframtal mitt sem er síðan sent út í almennum pósti.  Hundruð ríkisstarfsmanna; starfsfólk bankans, skattsins, póstsins og hugsanlega einnig nágranna sem fá póstinn minn, oft ranglega inn um sína bréfalúgu, hafa aðgang að þessum upplýsingum og það er algjör óþarfi að gera því skóna að þagnarleyndin haldi þar frekar en annars staðar.

Nú er ég ekki ein af þeim sem þurfa að fela viðskiptin við bankann og er svo heppin að skulda honum  hvorki milljarðalán til lúxuskaupa einhverra erlendis né hlutabréfa í neinu formi, og yrði slétt sama þótt staða bankareikninganna minna yrði birt á forsíðu Moggans.  Þannig lagað séð! 

Mér þætti þó vænt um að bankinn "minn" gætti þess að bankaleynd um mín persónulegu bankaviðskipti sé metin jafnrétthá öðrum - ef bankinn á annað borð gerir kröfur um bankaleynd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahha góður punktur,  ég ákvað í bræði minni um helgina að hætta öllum viðskiptum við þennan banka..... enn kom þá að ákveðnu vandamáli, hvert á ég að fara með mín viðskipti???? Hér er jú Landsbanki sem ég mun ekki stiga fæti inní og hér er líka Glitnir eða hvað hann heitir nú í dag og þangað fer ég ekki heldur, þannig að ég er í hálfgerðri klemmu, fór svo á netið og tékkaði á Sparisjóði og ætlaði að skoða eignarhald á honum þ.e í Mývatnssveit og hvernig hann er rekin en fann ekkert sem talandi er um, svo hvernig veit ég hvort það er góður kostur eður ei???? Næsti kostur er byssuskápurinn á heimilinu, en er bara ekki viss um að hann rúmi svona gríðarlegar fjárhæðir

Þannig að nú eru góð ráð dýr ja eða ódýr eftir því hvernig á það er litið.

(IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 20:09

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jújú, það eru nokkrir valkostir í boði, en að mínum dómi allir jafnslæmir!  Auðvitað er koddinn besti geymslustaðurinn, en þaðan greiðir maður enga reikninga. 

Það er bæði þægilegt og ódýrt að greiða í gegnum netbankann - ef ég þyrfti að taka nokkra frídaga frá vinnu í hverjum mánuði með peningabunkann í lófanum til þess að greiða heimilisreikninga og skattaskyldur úti um hvipp og hvapp  þá endaði það í greiðsluþroti fyrr eða síðar. 

Ég man þá gömlu tíma þegar vinnuveitandinn hélt úti hóp af starfsfólki til þess að telja seðlana í launaumslögin sem voru síðan afhent hverjum og einum með pomp og prakt á útborgunardögum.   Skyldi sú fortíð verða framtíðin?  Þá sjáum við eflaust líka aftur hina útdauðu stétt rukkara; þessa dökk-jakkafataklæddu með snjáðu skjalatöskurnar undir handleggnum sem bönkuðu upp á hverju heimili; til þess að rukka fyrir símann, hitann, rafmagnið, matvörubúðina, skattinn, lánagreiðslurnar....

Gaman, gaman...

Kolbrún Hilmars, 2.8.2009 kl. 20:49

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er sparisjóður niður á Reyðarfirði Sigurlaug.  Ég veit samt ekkert hvernig þeir höguðu sér undanfarin ár.

Axel Þór Kolbeinsson, 3.8.2009 kl. 11:43

4 identicon

Já það er útibú frá Norfirði, veit ekki neitt um það og finn ekki neitt sem treystandi er á. Hef hins vegar heyrt vel látið af Sparisjóði Þingeyinga. Finnst samt vanta uppá traustar upplýsingar.

(IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 14:22

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Smáviðbót um bankaleyndina.  Fréttablaðið hefur í dag eftir ríkisskattstjóra:

 "Lánayfirlitið sem lak á netið muni nýtast við þá rannsókn [sem er í gangi hjá embættinu] en hægt hafi gengið til þessa að fá sambærileg gögn í hendurnar frá bönkunum eftir hefðbundnum leiðum."

Kolbrún Hilmars, 6.8.2009 kl. 13:57

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Kemur ekki á óvart...  Eru ekki allir pappírstætarar í landinu löngu uppseldir?

Axel Þór Kolbeinsson, 6.8.2009 kl. 13:59

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svo er sagt Axel.  Þarna staðfestist líka það sem mig grunaði - að skatturinn hefði ekki jafnan aðgang að gögnum Jóns og Séra Jóns, þrátt fyrir lögin...

Kolbrún Hilmars, 6.8.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband