Á Austurvelli í góðum félagsskap.

Auðvitað mætti ég þar ásamt mínum nánustu til þess að mótmæla Iceslave samningi ESB-kratanna og krefjast þess að gerður verði viðráðanlegur Icesave samningur.

Þótt ég sé eindreginn stuðningsmaður Samtaka Fullveldissinna var ég stolt af því að standa undir rauðum fánum Rauðs vettvangs - oft bókstaflega með einn fánanna í hárinu.    Þessi samtök þekkti ég ekki áður, en félagsmenn Rauðs vettvangs dreifðu þarna "Sameiningarstefnuskrá fyrir nýtt Ísland 2009", sem er hreint ekki svo frábrugðin stefnuskrá Fullveldissinna.  

Skemmtilegast þótti mér þó spjald Rauðs vettvangs sem á stóð: "KRATAR  ERU  MESTA  AUÐVALDSHYSKIÐ". 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vildi ég hefði verið með þér, en Gunnlaugur sonur minn var þarna fyrir okkar hönd

(IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 11:14

2 Smámynd: Haraldur Hansson

KRATAR ERU HÖFUÐSTOÐ AUÐVALDSINS stóð á öðru skilti og rímar við það orðspor sem fer að Samfylkingunni, að hún sé stjórnmálaarmur Baugsveldisins.

Annars fannst mér allir ræðumenn góðir og Egill kom á óvart. Var flottur. Ef haldinn verður annar fundur vona ég að það mæti margfalt fleiri. Helst tíu sinnum fleiri.

Haraldur Hansson, 14.8.2009 kl. 14:47

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála þér Haraldur, þetta var þrumugóður mótmælastöðufundur þrátt fyrir að fleiri hefðu mátt mæta. 

Ræðumennirnir voru góðir,  Egill var beinskeyttur en stuttorður,  Einar Már langorðari - en fór á kostum!  Hin tvö voru augljóslega óvanari að koma fram en það bitnaði frekar á framsetningunni en innihaldinu.  Vonandi verða allar ræðurnar birtar einhvers staðar á prenti svo þeir megi lesa sem ekki gátu mætt.

Eftirtektarverðust var þó samsetning viðstaddra; áberandi voru miðaldra og eldri sem hingað til hafa verið seinþreyttir til "vandræða" á almannafæri.  Svo leyfa sumir pottaglamrarar sér hér á blogginu að kalla þessar "mömmu/pabba, ömmu/afa kynslóðir" hrunpólitíkusa og skríl!!!   

Silla mín, þú mætir bara næst...

Kolbrún Hilmars, 14.8.2009 kl. 15:09

4 identicon

Jamm geri það verð í nágrenninu frá 20 sept til 20 okt

(IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 18:06

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sjáumst þá  

Kolbrún Hilmars, 14.8.2009 kl. 18:17

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég verð nú hreinlega að fá að hitta ykkur saman Silla og Kolbrún í haust.  Ég var því miður allt of utan við mig síðast þegar ég hitti þig Kolbrún.

En já, frábær fundur í gær.

Axel Þór Kolbeinsson, 14.8.2009 kl. 19:11

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þó það nú væri Axel!  Stefnumót komið á dagskrá - stund og staður ákveðst síðar.

Við Silla erum ljúfmennskan uppmáluð svona ein og ein, en þegar við leggjum saman þá er það - ja, allavega þess virði að vera viðstaddur, ekki síst ef við eigum málstað að verja...   

Kolbrún Hilmars, 14.8.2009 kl. 19:39

8 identicon

Gvöððððððð kemst ég á stefnumót þegar ég kem suður ,  til er ég sko,  ekki spurning, hlakka til að hitta ykkur bæði. Tek þó undir með Kollu, það eru ekki allir sem höndla svona kvenmenn eins og okkur Axel minn

(IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 22:16

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Elskurnar mínar, ég er nú ýmsu vanur en að lenda með ykkur báðum er kannski of mikið...

Axel Þór Kolbeinsson, 14.8.2009 kl. 22:25

10 identicon

Við  treystum á að þú spjarir þig, og við munum reyna að haga okkur

(IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 22:37

11 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl nafna. Ég mætti á umræddan samstöðufund og tilheyri gamla fólkinu sem er seinþreytt til vandræða. Ég hef ekki farið áður á mótmælafund en þetta er brýnasta mál sem við höfum tekist á við að mínu mati og því mætti ég. Sammála ummælum um Einar má hann var flottur en ég missti af byrjun fundarins þar sem ómögulegt var að fá bíla. kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.8.2009 kl. 22:51

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Auðvitað munum við haga okkur vel     Pólitíkin er friðsamlegt fyrirbæri, það vita allir sem fylgjast með fréttum - eins og í dag til dæmis...

Kolbrún Hilmars, 14.8.2009 kl. 22:56

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér nafna mín, hef oft "hitt" þig á flakkinu en aldrei á heimaslóðum fyrr. 

En þótt þú hafir misst af upphafinu af fundinum í gær þá hefurðu áreiðanlega séð eins og ég hvaða aldurshópur var afgerandi stærstur þarna.  Það þótti mér afskaplega vænt um því þetta er einmitt fólkið sem segir ljúflega "fyrirgefðu vinan" í staðinn fyrir með þjósti "væri þér sama!"  

Kolbrún Hilmars, 14.8.2009 kl. 23:09

14 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Jú það er rétt við höfum oft verið á sömu slóðum á blogginu og ég alltaf sammála því sem þú hefur lagt til málanna. Ég þori samt ekki að fullyrða að ég sé alltaf kurteis og ljúf enda með ákveðnar skoðanir en reyni að hafa húmor í bland og taka hluti ekki of alvarlega þ,e, sjá spaugilegu hliðarnar. Já það var mikið af miðaldra fólki í gær það er rétt. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.8.2009 kl. 23:15

15 identicon

Pólitíkin er já skrýtin tík, en friðsamleg????  Rakst á þetta á gömlum snepplum en veit ekki hver er höfundur.

Framsókn er ágæt fæ ég séð

fylgir jafnaðarstyrkur með,

sjálfstæðisleyfar og, og, og,

íhaldið kannski þyngst á vog.

Hver svo efstur og neðstur er

einu gildir það sýnist mér.

(IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 11:31

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

  Þessa vísu má draga saman í eina setningu; sami rassinn undir þeim öllum!

Það með friðsemdina átti lesast sem öfugmæli...   

Kolbrún Hilmars, 15.8.2009 kl. 12:53

17 identicon

Vissi það, en langaði í meira/meiri ef þú skilur hvað ég á við.

Já það mætti halda að kennari eða pólitíkus hafi samið þetta, gera alltaf einfalda hluti flókna og eða ....................  er að reyna að haga mér

(IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 12:58

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

More is less

Kolbrún Hilmars, 15.8.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband