8.6.2018 | 11:36
Er þetta boðlegt?
Í grein Viðskiptablaðs MBL þann 7.júní segir að Orkustofnun gefi árlega yfirlit yfir uppruna raforku á Íslandi.
Samkvæmt því yfirliti "skiptist uppruni raforku á Íslandi árið 2016 í 59% jarðefnaeldsneyti, 21% endurnýjanlega orku og 20% kjarnorku".
Ástæðan fyrir þessum fölsunartölum er sala íslenskra raforkufyrirtækja á upprunavottorðum til meginlandsins.
Til þess að bæta gráu ofan á svart er ætlast til þess að íslensk fyrirtæki, hvert og eitt, þurfi að kaupa hvítþvott með "nauðsynlegri" upprunavottun.
Hvergi er nefnt í greininni hvernig almenningur getur gert sömu ráðstafanir. En hvað getur hann svosem gert þegar ráðamenn hafa selt frá honum áratugaskattaframlag til raforkuframkvæmda í landinu?
30.5.2018 | 19:02
Má ekki hugsa "út-fyrir-boxið"?
Þarf fyrirfram ákveðinn hóp flokka sem þykist hafa fundið "samnefnara" með eigin helstu áhugamál í fyrirrúmi og útilokar önnur í krafti samnefnarans?
Eða gæti það verið þegar allir kjörnir fulltrúar hefðu sama rétt til þess flytja mál, greiða atkvæði og mynda (eða fella) með eigin atkvæði meirihluta um viðkomandi mál?
Eru ekki allir kjörnir fulltrúar samtals starfshæfir og hugmyndin um oddatöluna einmitt þannig til komin?
28.5.2018 | 14:47
Athyglisverðar niðurstöður
Var aðeins að rýna í lokatölurnar í höfuðborginni. Þar er ýmislegt sem styður þá kenningu að borgarbúar kalla eftir breytingum, þótt sjálfsagt séu mismunandi eftir stefnum.
Það sem helst vekur athygli mína eru eftirfarandi tölur:
XD - 15736 atkvæði - 8 fulltrúar
XS - 13256 atkvæði - 7 fulltrúar
Ný framboð (CFJM) - 13322 atkvæði - 5 fulltrúar
Það virðist á brattann að sækja að reyna að breyta til hér í borg.
26.5.2018 | 17:01
Þetta tókst Obama ekki
- að fá leiðtoga NK og SK til þess að hittast og fallast í faðma. Vel gert hjá Trump.
Áttu óvæntan fund á hlutlausa svæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2018 | 23:46
Er þetta grínfrétt?
Er bara orðlaus! - vonandi er þetta grínfrétt!
Ákærður fyrir raðfróun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2018 | 18:55
Óhætt að líta alvarlegum augum
á svona framkomu, alveg burtséð frá því hvort fórnarlambið er þingmaður eða almennur borgari. Nógu erfitt er að hálfhátta sig á almannafæri, þótt sum okkar með ýmis hjálpartæki, innra eða ytra, þurfum ekki að gjalda fyrir það sérstaklega. Sjálf hef ég margoft lent í skönnun og líkamlegri þuklleit bæði hérlendis og ytra og alltaf hefur það verið jafnógeðfellt. Þó nýt ég þess að mitt hjálpartæki er aðeins gert úr silicon.
Isavia lítur málið alvarlegum augum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
eins og íslendingar á faraldsfæti kannast við. Er svo komið að við hér uppi þyrftum að gera þetta líka í stað þess að gera nágrönnum það að fylgjast með húsnæði okkar bregðum við okkur af bæ?
Íbúar verði á varðbergi í páskafríinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2018 | 17:26
Það er að mörgu að hyggja með rafbílana
Sem aðlaðandi kostur hefur verið nefnt að fólk gæti hlaðið bílinn sinn í vinnunni.
Það er álagstími.
Næsti kostur er að hlaða bílinn sinn þegar komið er heim úr vinnunni.
Það er einmitt enn meiri álagstími.
Þriðji kostur er að hlaða bílinn sinn á nóttunni, utan álagstíma.
Hver fylgist þá með því að hleðslan sé ekki misnotuð af öðrum vegfarendum?
Held að það þurfi að skipuleggja hleðslumálin aðeins betur, amk fyrir þá sem ekki eiga lokaðan bílskúr og geta áhyggjulausir stungið í samband yfir nóttina.
Hlaða bílana á mesta álagstíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2018 | 16:21
Væri ekki ráð
að "lögmætir" ljósmyndarar væru merktir sérstaklega nú þegar almenningur hefur verið beðinn um að vera á varðbergi gagnvart húsa-myndatökumönnum?
Grunsamlegi maðurinn ljósmyndari DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2018 | 14:36
Eru það rök
... fyrir umskurði nýfæddra drengja að hann komi í veg fyrir alnæmissmit? Myndi þá ekki duga að framkvæma slíkt við kynþroskaaldur?
Munur á að taka forhúðina eða tána? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |