Víða erlendis hefur fólk sett járngrindur fyrir alla glugga á húsum sínum

eins og íslendingar á faraldsfæti kannast við.  Er svo komið að við hér uppi þyrftum að gera þetta líka í stað þess að gera nágrönnum það að fylgjast með húsnæði okkar bregðum við okkur af bæ?


mbl.is Íbúar verði á varðbergi í páskafríinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 Við sem búum í 101 stöndum frammi fyrir því að þekkja ekki nágrannana, því skiptin eru svo ör. Airbnb sér fyrir því.

Ragnhildur Kolka, 28.3.2018 kl. 17:35

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gæti jafnvel verið að Airbnb hjálpi okkur hér í 101, þ.e. að þjófar búist ekki við miklum afrakstri frá slíku húsnæði. Eins gott, því eins og þú segir, við erum hætt að þekkja fólkið í næstu húsum og varðberg okkar yrði til lítis - nema þá ónæðis!

Kolbrún Hilmars, 28.3.2018 kl. 17:52

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ef það eru ekki þjófar sem skelfa ykkur í 101, ættuð þið eftilvill vinkonur góðar að íhuga það, að vændi hefur vaxið upp til skýjanna, með tilkomu "skyndileigna" á íbúðarhúsnæði. Hvar í veröldinni hafið þið verið, konur góðar, í 101? Einu mesta melluhverfi Reykjavíkurborgar. Ja hérna.

 Góðar stundir, með kveðju að,sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 29.3.2018 kl. 01:50

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vændiskonur eru yfirleitt ekki til vandræða, en eflaust trufla kúnnar þeirra næstu nágranna.  Forðum bjó ég um tíma á Mission hóteli í Köben, þegar bóndi minn sótti námskeið þar sumarlangt.  Þurfti því að hafa ofan af fyrir sjálfri mér um daga og fór m.a. hvern morgun í bakarí í næsta húsi.  Það sóttu líka á sama tíma margar vændiskonur af götunni, sem ég kannaðist við í sjón.  Þær voru svo hógværar að vilja víkja fyrir mér í biðröðinni, sem ég tók ekki í mál.  Svo var komið að þær heilsuðu mér með virktum á kvöldin - eiginmanninum varð ekki um sel og spurði mig auðvitað hvernig ég þekkti allar þessar konur?

Kolbrún Hilmars, 29.3.2018 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband