15.9.2009 | 18:09
Varúð, ekki ætlað börnum eða viðkvæmum!
því nú ætla ég að viðhafa orð sem ég segi aðeins upphátt (oftast í einrúmi) þegar ég missi bókakassa eða eitthvað álíka þungt niður á stórutærnar:
Hvern ANDSKOTANN ætlið þið yfirvöld, sem öllu ráðið, að gera í þessu máli?
Og ég er ekki kennari ef einhverjum skyldi detta í hug að kvarta yfir orðbragðinu...
![]() |
Bíræfnir búðarþjófar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2009 | 20:35
Lögin hafa verið sögð blind
en svo virðist sem þau séu heimsk líka.
Ramon blessaður var dæmdur í 30 daga varðhald hér fyrir vegabréfssvikin, sem hann hefur nú afplánað. Fyrir rúmri viku fengu íslensk yfirvöld formlega framsalsbeiðni og hver eru viðbrögð þeirra?
Einmitt; yfirvöldin vilja endilega halda manninum uppi í boði íslenskra a.m.k. þrjár vikur í viðbót eða til 2. október n.k.
Ef ekki stendur til að verða við framsalsbeiðninni væri sæmst að hleypa Ramon út eins og öllum hinum krimmunum - það munar varla mikið um einn í viðbót.
Léleg afsökun að yfirvöld "óttist" að krimmarnir flýi land - nær væri að þau fögnuðu því...
![]() |
Óttast að Ramos reyni að flýja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.9.2009 kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2009 | 22:06
Hvar er Jókerinn?
Fellur ESB aðildarumsóknin undir spilavítiskúnst eða gjafapakkaveislu?
"Olli Rehn, stækkunarkommissar Evrópusambandsins, var m.a. spurður að því í viðtali við Morgunblaðið í gær 10 september hvort sambandið myndi ekki sýna á spilin sín og gefa upp hvað væri í boði af hálfu þess þegar viðræður um inngöngu Íslands hæfust.
Svar Rehn var einfaldlega á þá leið að Evrópusambandið hefði þegar sýnt á spilin. Það lægi fyrir hvað sambandið hefði upp á að bjóða enda væri regluverk þess og meginreglur öllum aðgengilegar."
Hálfvolgir ESB sinnar tala um "að fá að kíkja í pakkann", "að opna pakkann", "að sjá hvað er í pakkanum". Stækkunarstjórinn talar um "að sýna á spilin" sem hann segir liggja opin öllum til skoðunar á spilaborðinu.
Hver er að blekkja hvern? Hver þorir að líta á spilaborðið? Hver kreistir saman augum og bíður eftir pakkanum? Hver situr uppi með Jókerinn?
10.9.2009 | 16:29
Nágrannavarsla dugir ekki.
Þeir eru fáir sem hafa tíma eða nennu til þess að æða á milli glugga heima hjá sér allan sólarhringinn til þess að fylgjast með mannaferðum eða heimilum nágrannans.
Það eru bara tvær lausnir til:
Annað hvort hættum við öll að sækja vinnu og höldum okkur heima til þess að passa upp á heimili okkar.
Eða stjórnvöld nýta skattgreiðslur okkar til þess að tryggja öryggi heimila okkar og vinnustaða eins og lofað er.
Ef hvorug lausnin er framkvæmanleg, þá leynast hér atvinnutækifæri fyrir þá sem eru á lausu hvort sem er. Það sem kaninn kallar "vigilante" og þýðir sjálfskipað öryggislið, gæti komið að góðum notum. Þeir verða eflaust margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki sem væru til í að greiða þóknun fyrir hvern þann þjófnað eða innbrot sem komið yrði í veg fyrir með borgaralegri handtöku.
Eina forvörnin sem mér finnst ekki koma til greina er sú að við almúginn þurfum að skýla okkur innan rímla og múra í sjálfsvörn - það er nefnilega afbrotaliðið sem ÞAR á að vera!
![]() |
Fólk hugi vel að öryggi heimila sinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.9.2009 | 18:30
Þar fór í verra!
"Kom fram á fundinum að spurningarnar væru um 2000 talsins og vörðuðu aðallega stefnu stjórnvalda í ýmsum málum"
Íslenskur almúgi hefur einmitt beðið eftir þessum svörum síðan í apríl síðastliðinn.
Skyldi stækkunarztjóranum ganga betur að heimta þau svör?
Viðauki. Upprunalegu fréttinni hefur verið breytt og spurningarnar umræddu munu vera 2500 en ekki 2000. Þar sem ríkisstjórninni endist ekki kjörtímabilið til þess að upphugsa svörin, vildi þá ekki einhver stinga því að Olla Rehn að einfaldast sé fyrir alla aðila að spurningarnar séu bara tvær: "Vill ríkisstjórnin ganga í ESB?" og "Vill ríkisstjórnin borga Icesave?".
![]() |
Olli Rehn afhendir spurningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.9.2009 | 15:15
"Blindleikinn trúi ég oss blekki"
orti sálmaskáldið.
Væri ekki betra að "flýta sér hægt" inní þetta draumaland ESB og evrunnar?
Það bendir margt til þess að þar sé enga lausn að finna á íslenskum kreppumálum.
![]() |
Finnland í djúpri lægð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2009 | 16:33
Að kunna sér hóf.
Ef svo, er það þá eina lausnin að í kjölfarið þurfum við að koma okkur upp fjölmenni sem passar við stöðurnar?
Það hlýtur einhver snillingurinn að hafa hugsað upp lögmál sem lýsir þessari þróun.
![]() |
Fámennið helsta ástæðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2009 | 12:55
Bráðabirgðaúrræði
Á meðan yfirvöld og lánastofnanir hugsa sitt ráð um að afnema verðtrygginguna mætti auðvelda launþeganum afborganir af húsnæðislánum með því að gera verðtryggingarþáttinn frádráttarbæran frá skatti, líkt og fyrirtæki og félög njóta nú þegar.
Gróflega reiknað dæmi: Einstaklingur sem greiðir nú verðbætur af vöxtum og höfuðstól kr. 48.000 pr.mán x 12 mán = kr. 576.000. Miðað við árslaun kr. 3.600.000 yrði skattstofninn þannig kr. 3.024.000 og 37.2% skattlagning mínus persónuafsláttur lækkaði skattálagninguna um kr. 214.200 á árinu eða kr.17850. pr.mán. Þannig yrði árleg afborgun lánsins í reynd svipuð og 1.sept.2007.
Þessi aðferð gæti bjargað meðal-jóninum og vaxtabæturnar að auki þeim sem eru enn verr settir.
![]() |
Er lausnin fólgin í fasteignafélögum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2009 | 16:26
Að vera eða vera ekki - einangraður!
Hver er þessi ógnvekjandi einangrun sem ESB sinnar óttast svo mjög?
Telja ESB sinnar að öll sjálfstæð óháð þjóðríki séu einangruð?
Yrði íslenska þjóðveldið minna einangrað ef það einangraði sig innan ESB?
Telur hinn almenni íslendingur að hann sé einangraður - utan þess landfræðilega?
Hver er hún annars, þessi margumrædda einangrun?
1.9.2009 | 19:50
Krosseignatengsl þarna líka?
Alþjóðahús fær rekstrarfé frá Reykjavíkurborg sem er hið besta mál.
En HVER eru þessi fyrirtæki sem tengjast Alþjóðahúsi svo náið að þau þurfi að skila ársreikningi jafnt og Húsið sjálft til þess að borgin geti greitt út umsamda styrki úr sjóðum borgarbúa?
![]() |
Öllu starfsfólki Alþjóðahúss sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)