9.10.2009 | 15:14
Þreytandi klisja um ESB aðild að
"Taka verði tillit til sérstakra hagsmuna landsins"
Þessi nýjasta ályktun er áþekk flestum öðrum slíkum að því leyti að upptalning þessara sérstöku hagsmuna varða sjávarútveg, fiskvinnslu, landfræðilega stöðu, sérstakt veðurfar, landbúnaðarmál, mikilvægi innlendrar matvælavinnslu, jafnvægi í byggð landsins, menningarlega ferðaþjónustu.
Að öllu þessu tilliti gættu, stendur þá eitthvað eftir af "tillitslausum" þjóðarhagsmunum sem mælir með ESB aðildinni?
![]() |
Fagna umsókn um aðild að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2009 | 16:24
Hvað gera menn ef þeim er stillt upp við vegg?
Ég hlustaði á afar fróðlegt viðtal í morgunútvarpi Bylgjunnar við Lilju Mósesdóttur, sem er nýkomin heim frá viðræðum 3ja þingmanna við Icesave "kvalara" okkar. Henni ofbauð svo framkoma viðkomandi að nú hefur hún snarsnúist í afstöðu sinni til ESB aðildar. Þarna voru tekin af öll tvímæli um það að Icesave málið og ESB aðildin eru jafnnáin og eineggja tvíburar í móðurkviði.
Lilju var tilkynnt að ef íslendingar samþykktu ekki Icesave samninginn hráan, fengju þeir ekki inngöngu í ESB. En þegar hún benti þeim á að skoðanakannanir hefðu sýnt að íslenskir væru hvort sem er í meirihluta á móti ESB aðild, munu hafa komið einhverjar vöflur á viðmælendur hennar.
Þangað til samfylkingarþingmaðurinn viðstaddi sagði að það væri nú svo sem ekkert að marka skoðanakannanir...
En ég held að Lilja hafi hitt naglann á höfuðið; besti mótleikur við hótunum í okkar garð vegna Icesave og handrukkun AGS verður að draga ESB umsóknina til baka - STRAX!
3.10.2009 | 13:50
Það fer um mig hrollur!
"ESB er tilbúið til að hlusta á efasemdir almennings" segir Barroso.
Hrollurinn stafar ekki bara af þeim greinarmun sem Barroso gerir hér á ESB og almenningi, heldur einnig af framtíðarhorfunum þegar ESB skrifræðið hvorki nennir né þarf að hlusta á efasemdir almennings.
![]() |
ESB fært um að hlusta á fólkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2009 | 16:11
Víst getum við beðið.
Okkur liggur ekkert á ESB aðild. Hvort við eigum yfirhöfuð erindi inn í það apparat er vafamál, en alveg áreiðanlega ekki í neinum illa grunduðum neyðarflýti.
Okkur liggur ekkert á aðstoð AGS. Við tórum þó enn þrátt fyrir að lánafyrirgreiðsla þaðan sé enn svo gott sem engin.
Okkur liggur ekkert á að semja um Icesave. Það eiga allt of mörg kurl eftir að koma til grafar í því máli og það er algjör fásinna að skuldbinda almenning á afarkjörum fyrirfram.
Ójá, heppilegra yrði að fara sér hægt hvað varðar ofantalin málefni.
![]() |
Þarf niðurstöðu fyrir helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2009 | 15:42
Of seint, of lítið, of ótrúverðugt.
Mikið var að Samfylkingarráðherrar opnuðu munninn, eftir samfellda ríkisstjórnarsetu frá því fyrir hrun. Ekki tókst þeim þó að tala beint til þjóðarinnar sem þeim er ætlað að starfa fyrir.
Forsætisráðherrann talar ekki til þjóðarinnar; hún talar til flokkstjórnarþings flokksins síns. Við hin fáum fréttirnar um afstöðu hennar aðeins vegna þess að á staðnum voru staddir einhverjir fjölmiðlamenn. Hefðum að öðrum kosti líklega fengið að lesa einhverjar ályktanir þess þings - seinna.
Utanríkisráðherrann tjáir sig fyrir hönd íslensku þjóðarinnar á þingi SÞ, einnig þar fáum við fréttirnar eftir óbeinum leiðum. Ekki talaði hann svona við okkur hér heima sem sitjum þó í miðjum súpupottinum.
Loksins tjáðu ráðherrarnir sig opinberlega um sína pólitísku óánægju - sem vill svo til að er nú nákvæmlega sú sama og meirihluti þjóðarinnar hefur tuðað um mánuðum saman.
24.9.2009 | 17:49
Svörin eru ekki síður spennandi en spurningarnar.
En óneitanlega eigum við fullan rétt á því að fá hvoru tveggja þýtt á íslensku.
Ef 10 milljónakostnaður er fyrirstaða - er þá ekki réttast að draga strax ESB umsóknina til baka - var ekki lauslega áætlað að hún myndi kosta milljarð eða tvo?
![]() |
Spurningalisti ESB ekki þýddur á íslensku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2009 | 20:51
Hvernig koma á óorði á hugtakið vinstri stjórn!
Við höfum greinilega enga ríkisstjórn hér, hvorki vinstri, miðju né hægri, bara einhvern hóp af fólki sem notar þetta fágæta ríkisstjórnartækifæri til þess að sinna eigin gæluverkefnum.
Sjálf hefði ég verið ánægð með að fá hér vinstri/miðju stjórn eftir 15 ára hægri/miðju stjórn því það er kerfinu aðeins hollt að hafa reglulegar uppstokkanir í yfirstjórninni.
Samfylkingin hefur engan áhuga á innanlandsmálum og Vinstri grænir hafa hvorki áhuga á utanríkismálum né atvinnusköpun innanlands og eina kosningaloforð þeirra flokka, sem virðist ætla að standa, eru krataloforðin um sæluríkið ESB - og þá eru milljarðaútgjöld ekki fyrirstaða!
Ein af skömmum þessarar ríkisstjórnarónefnu verður svo að það þurfi áhugamannasamtökin Indefence til þess að kynna málstað íslenskra erlendis varðandi Icesave - sem í því skyni munu á næstunni fá áheyrn á hollenska þinginu.
Á sama tíma nýtir ríkisstjórnin mannskap sinn í ráðuneytunum til þess að svara 2500 misgáfulegum spurningum ESB apparatsins. Þarf ekki að skilgreina heitið "vinstri stjórn" uppá nýtt?
18.9.2009 | 00:04
Hjálpræðið kemur að utan.
Nú erum við væntanlega laus við þennan skuldabagga fjárhættuspilara sem kom okkur aldrei við hvort sem er. Vonandi gufar AGS upp í leiðinni með sín ótryggu lánsloforð.
Þaggar einnig niður í Guernseyjarmönnum sem halda að íslenskur almúgi standi í biðröð með útrétt bólgin seðlaveski til þess að fá að greiða skuldbindingar sér óviðkomandi einkafyrirtækja.
Greiðslukröfur ómældar vegna nýjasta svindlara-Sveinsins verða andvana fæddar.
Þökk sé breskum og hollenskum. Þó ekki svo óhóflega að ganga í klúbbinn þeirra í tómu þakklætisskyni.
![]() |
Ríkisábyrgð tekur ekki gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2009 | 15:12
Er tímabært að létta á ríkisskattstjóraembættinu?
Samkvæmt lögum eru nokkur "aukaverk" sem embættinu er falið að halda utan um auk þess sjálfsagða.
Þar á meðal Ársreikningaskrá, Hlutafélagaskrá og Eftirlit með lífeyrissjóðunum.
Ég er ekki frá því að breytinga sé þörf.
![]() |
Grunaður um upplýsingastuld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2009 | 13:46
"Et tu Brute?"
Samkvæmt Fréttablaði dagsins um lögreglumál:
"Karlmaður var handtekinn í fyrradag þar sem hann var að reyna að brjótast inn í íbúðarhús í austurborginni. Hann var búinn að brjóta rúðu til að geta smeygt sér inn. Maðurinn var færður á lögreglustöð, yfirheyrður og síðan sleppt."
"Í gær hafði lögreglan svo afskipti af manninum vegna búðarhnupls.
Hann kom sem ferðamaður til landsins í síðustu viku." [Feitletrun er mín]
Nóg var fyrir með glæpagengin þótt ferðamennirnir bætist ekki líka í afbrotahópinn.
Er ekki tímabært að endurskoða þetta Schengen fyrirbæri?