"Blindleikinn trúi ég oss blekki"

orti sálmaskáldið.

Væri ekki betra að "flýta sér hægt" inní þetta draumaland ESB og evrunnar?

Það bendir margt til þess að þar sé enga lausn að finna á íslenskum kreppumálum.


mbl.is Finnland í djúpri lægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandamál Finna er Nokia, því miður.

Það er í vondum málum.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 15:27

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Og finnsku skógarafurðirnar í samkeppni við sænsku krónuna.

Kolbrún Hilmars, 8.9.2009 kl. 15:52

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Efnahagskerfið okkar dreyfir skaðanum jafnar vegna krónukerfisins og minnkar tilhneiginguna til að leysa minnkandi tekjur með því að draga úr framleiðslu. Höggið var hinsvegar miklu stærra hérna og hefur landsframleiðsla fallið í Evrum eða gulli langt umfram það sem hún hefur á nokkru byggðu bóli.

Héðinn Björnsson, 8.9.2009 kl. 17:22

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Héðinn, íslenska krónan er að bjarga því sem þó bjargað verður.  Hvort sem henni tekst það til langframa vitum við ekki enn. 

En eitt er víst; ef íslenskt samfélag lifir af stóra hrunið, þá getum við þakkað það krónunni og sjálfstæði landsins utan kerfishagsmunaapparata.

Kolbrún Hilmars, 8.9.2009 kl. 17:44

5 identicon

Krónan er jafn góð/slæm eins og sá er stjórnar, það er málið í hnotskurn. Þess vegna finnst mér alltaf jafn broslegt þegar SF lið talar um handónýta krónu, finnst svo ljúft þegar menn segja sannleikann um sjálfan sig án þess að fatta það sjálfir.

ÉG vil halda krónunni,  það er eina vitið. Tékkar prísa sig sæla nú að hafa ekki verið búnir að taka upp evruna  enda eru þeir að koma standandi niður í öllum þessum látum sem eru að ganga yfir.

(IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 17:49

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég sel það ekki dýrar en ég keypti, en tékkar munu nú vera að stæra sig af því að hafa sýnt meiri skynsemi en slóvakar...

Já, þau eru víða vítin sem ber að varast.

Kolbrún Hilmars, 8.9.2009 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband