25.1.2010 | 18:53
Land hinna blindu - búum við þar?
Fyrir meira en hundrað árum skrifaði H.G.Wells skáldsöguna "The Country of the Blind". Hvað vakti fyrir höfundinum má eflaust deila um, en ekki er verri söguskýring en hver önnur að hann hafi viljað vara menn við að sýna hroka þar sem auðmýkt hefði átt betur við:
Every now and then Nunez laughed, sometimes with amusement and sometimes with indignation. "Unformed mind!" he said. "Got no senses yet!" They little know they´ve been insulting their heaven-sent king and master. I see I must bring them to reason. Let me think -let me think".
He was still thinking when the sun set.
He heard a voice calling to him from out of the village.
He stepped back into the pathway. "Here I am," he said.
"Why did you not come when I called you?" said the blind man. "Must you be led like a child? Cannot you hear the path, as you walk?"
Nunez laughed. "I can see it", he said.
"There is no such word as see" said the blind man, after a pause. ""Cease this folly, and follow the sound of my feet."
Nunez followed, a little annoyed. "My time will come", he said.
Four days passed, and the fifth found the King of the Blind still incognito, as a clumsy and useless stranger among his subjects.
22.1.2010 | 16:50
Hið raunverulega ASÍ boðar til fundar.
Tek undir með fundarboðendum og hvet launþega til þess að mæta á Austurvelli á morgun. Oft var þörf en nú er nauðsyn!
Hver veit nema fundargestir fái einnig að berja augum einhverja "gömlu ASÍ" fulltrúa sína sem hafa gengið til liðs við vinnuveitendasamtök og stjórnvöld?
![]() |
Ráðherrar og verkalýðsforingjar mæti á Austurvöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2010 | 19:10
Alveg með ólíkindum
hvað gáfnafari þjóðarinnar hefur hrakað á aðeins sjö árum.
Við verðum áreiðanlega ESB tæk fyrr en bestu ESB sinnar þorðu að vona.
![]() |
Ekki of flókið árið 2003 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2010 | 16:11
Sama og þegið - takk!
Þver-pólitísk samninganefnd er alveg jafnslæm og ein-pólitísk nefnd. Þar sem við höfum nú þegar reynsluna af slíkri nefnd er algjört lágmark að FAGFÓLK verði valið í næstu samninganefnd.
En ekki deginum fyrr en við erum búin að greiða atkvæði okkar í þjóðaratkvæðagreiðslu og fella núverandi hörmungarsamning!
![]() |
Þverpólitísk nefnd um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2010 | 16:17
Fjórflokknum mun áreiðanlega takast að hafa samráð
- því þjóðaratkvæðagreiðsla vegur að hagsmunum hans.
Ekki aðeins mun fjórflokkurinn missa stjórn á atkvæðum kjósendanna, því það er ekki ætlast til þess að hann skipti sér af atkvæðagreiðslunni, heldur óttast hann ekki síður hið raunverulega lýðræði þar sem hvert atkvæði hefur jafnt vægi.
Áratugum saman hefur ríkt misvægi atkvæða milli kjördæma sem er ágætt dæmi um "samráð" fjórflokksins.
Megi honum samt mistakast að hafa samráð, svona einu sinni.
![]() |
Stjórnarliðar buðu til samráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.1.2010 kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2010 | 18:13
Vonandi síðasta móðgunin.
Hvað er eiginlega að hjá íslenskum stjórnarliðum?
Fyrir skömmu þurfti Michon del Reya lögmannsstofan að bjóðast til þess að sverja eið að orðum sínum þegar stjórnarliðar drógu heiðarleik hennar og umsögn í efa varðandi störf í þágu íslensku þjóðarinnar.
Nú þarf Alain Lipietz að ómaka sig til þess að endurtaka og staðfesta orð sín í sjónvarpsþætti svo þau skiljist treggáfuðum.
Eva Joly fékk líka á sínum tíma (vitanlega óbein!) skilaboð frá forsætisráðherra um að skipta sér ekki af því sem henni kæmi ekki við.
Ætli það sé ekki hægt að senda þetta fólk til Brussel án þess að Ísland fylgi með í kaupunum?
![]() |
Lipietz vísar gagnrýni á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2010 | 19:12
Allur stuðningur gegn Icesave er vel þeginn.
En enginn fjórflokkanna getur leyft sér að meta svo að skoðun almennings, þótt samhljóða sé, jafngildi stuðningi við einhvern sérstakan fjórflokk.
Forsetinn hefur fært þjóðarviljann á ögn lýðræðislegra svið en fjórflokkurinn býður upp á. Í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu verður aðeins spurt um afstöðu til Icesaveábyrgðar - fjórflokkurinn þarf að bíða til næstu alþingiskosninga eftir staðfestingu á þjóðhylli sinni.
Nú á grasrótin orðið!
![]() |
Bjarni: Eigum aðra kosti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2010 | 16:52
Elskan, ég ÆTLAÐI að kaupa mjólkurfernuna sem þú baðst um
- en kaupmaðurinn vildi endilega selja mér þennan haframjölspakka.
Áreiðanlega hafa bæði forsætis- og utanríkisráðherra ÆTLAÐ að ræða Icesave málið við alla þessa kollega sína? En þau koma þó a.m.k. ekki alveg tómhent heim...
![]() |
ESB og Icesave aðskilin mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.1.2010 | 15:46
Spennandi þjóðaratkvæðagreiðsla á döfinni.
Svo finnst mér að minnsta kosti því þrátt fyrir virðulegan aldur hefur mér aldrei boðist að taka þátt í einni slíkri. Ekki skemmir að spurningin sem ég fæ til að krossa svarið við er "óvissupakki" þar sem það virðast áhöld um kosningamálið.
Hvor spurningin ætli verði ofan á: Viltu fella ríkisstjórnina? eða Viltu fella Icesave 2? ?
7.1.2010 | 20:07
Er Össur að "slökkva" í skökku húsi?
![]() |
Bretar beita sér ekki gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |