5.1.2010 | 17:06
Góð byrjun þrátt fyrir allt.
Loksins tókst okkur að ná athygli umheimsins varðandi Iceslave kúgunina.
Neikvæð skrif erlendu fjölmiðlanna um að "íslendingar ætli ekki að borga" eru auðvitað byggð á misskilningi - í ágústlok voru nefnilega samþykkt lög á Alþingi sem hrekja þær fullyrðingar.
Næst á dagskrá er að leiðrétta miskilninginn og vekja athygli á svínslegri framkomu bretanna, bæði hvað varðar hryðjuverkalögin og afleiðingar þeirra og fjárkúgunartilburðum þeirra síðar.
Vonandi hafa forystumenn stjórnarflokkanna vit á því að grípa nú tækifærið og reka af sér slyðruorðið.
4.1.2010 | 22:34
Öllu má nú ofgera!
![]() |
Spáð yfir 40 stiga frosti í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2009 | 17:55
Skyldu 50 þúsund undirskriftir duga?
Við gamlingjarnir munum þá tíð þegar aðeins þurfti undirskriftir 60 -sextíu- manns til þess að hafa afgerandi áhrif á lagasetningu Alþingis.
Ég sendi öllum lesendum blogganna minna bestu nýárskveðjur.
![]() |
Undirskriftir yfir 49.000 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2009 | 01:04
Guðs-volaða þjóð!
Mín fyrstu viðbrögð til þess að finna samsvörun við tilfinningar mínar eftir klukkustundalangt áhorf á þingmannaklúður kvöldsins voru að leita í smiðju Hjálmars Jónssonar í Bólu - og hversu viðeigandi var þá ekki að finna fyrst fyrir ljóðið hans
"Þjóðfundarsöngur 1851":
Aldin móðir eðalborna,
Ísland, konan heiðarlig,
ég í prýðifang þitt þitt forna
fallast læt og kyssi þig,
skrípislæti skapanorna
skulu ei frá þér villa mig.
Þér á brjósti barn þitt liggur,
blóðfjaðrirnar sogið fær;
ég vil svarinn son þinn dyggur
samur vera í dag og gær;
en hver þér amar alls ótryggur,
eitraður visni niður í tær.
Ef synir móður svíkja þjáða,
sverð víkinga mýkra er;
foreyðslunnar bölvun bráða
bylti þeim, sem mýgjar þér;
himininn krefjum heillaráða
og hræðumst ei, þó kosti fjer.
[....]
Móðir vor með fald og feldi
fannhvítum á kroppi sér,
hnigin að ævi kalda kveldi,
karlæg nær og holdlaus er;
grípi hver sitt gjald í eldi,
sem gengur frá að bjarga þér.
Sjáðu, faðir, konu klökkva,
sem kúrir öðrum þjóðum fjær;
dimmir af skuggum dauðans rökkva,
drottinn, til þín hrópum vær:
Líknaðu oss eða láttu sökkva
í leg sitt aftur forna mær!
Hrædd er ég um að Bólu-Hjálmar hefði tekið nokkra snúninga í gröf sinni ef hann vissi af atburðum gærkvöldsins. Sjálf þurfti ég enga gröf til!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2009 | 17:44
Þvílík hneisa
að lögfræðistofan M.d.R. skuli sjá sig knúna til þess að birta slíka yfirlýsingu varðandi "skjólstæðinga sína", sem eru í reynd íslendingar allir.
Það var naumt eftir orðumógðun forsetaembættisins gagnvart sendiherra US, en nú er fullreynt; ég skammast mín fyrir landa mína! Mikið!
![]() |
Bjóða eiðsvarinn vitnisburð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2009 | 19:07
Gloppan í refsilöggjöfinni er fundin.
![]() |
Staðfest að ökufantur fer í afplánun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.12.2009 | 18:41
Paranoja kanans kemur verst niður á okkur.
Látum vera þó kaninn setji reglur og aðgangshöft um þá sem hann vilja heimsækja. En fyrir alla muni ekki yfirfæra þær á okkar íslenskra svo gott sem eina samgöngumáta við umheiminn.
![]() |
Eftirlit hert í Leifsstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.12.2009 | 14:34
Öllu má nú nafn gefa!
Ég var svo heppin að fá bók Evu Joly í jólagjöf, og þótt ég sé enn aðeins búin að lesa örfáa kafla, þá er greinilegt að Steingrímur J hefði gott af því að fá þá lesningu gefins líka.
Leyfi mér að birta hér nokkrar glefsur úr bókinni (bls. 111-113), þar sem Eva minnist á Ísland:
"Saga Íslands er myndhverfing þess sem hendir okkur öll um þessar mundir. Fjármálakreppan er ekki bara eins og hvert annað sögulegt slys. Við þurfum að átta okkur á því hver bar ábyrgð á hverju í þessari atburðarás, rannsaka þau brot sem hugsanlega hafa verið framin, en ekki tína einungis til kosti og galla svo umfangsmikilla hamfara. Sá lærdómur sem draga má af íslenska tilfellinu á jafn vel við í New York, London og París. Það þarf að láta menn axla ábyrgð af gjörðum sínum og draga hina seku fyrir dóm."
"Mér var boðið til Íslands. Landið rambar á barmi gjaldþrots, þessir þrjú hundruð þúsund íbúar skulda hundrað þúsund dollara hver. Þetta eru hamfarir."
"Einu tekjurnar sem landið hefur er afrakstur fiskveiða. Það tekur íslendinga margar kynslóðir að greiða niður þessa skuld."
"Ísland þarf að fara fram á samstarf við réttarkerfi um heim allan. Við getum ekki horft upp á þetta með hendur í skauti. Litlu íslensku fjármálasnillingarnir eiga enn eignir í New York og þeir berast svívirðilega mikið á. [....] Fjölmörg fyrirtæki íslensku viðskiptajöfranna eru skráð á aflandseyjum. Þær slóðir þarf að rekja."
ÞETTA eru Fjárhúsin sem þú þarft að beita þér fyrir að moka út, ágæti fjármálaráðherra.
![]() |
Tók við af búskussa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.12.2009 kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2009 | 18:10
Skuldir þjóðarbúsins eða skuldir hins opinbera.
Mikið þætti mér vænt um að gerð yrðu skýr mörk á því hvað við alþýðan skuldum fyrir hönd íslenska ríkisins annars vegar og einkaskuldum klúðurhænsna hins vegar.
Skuldir þjóðarbúsins eru metnar á 5150 milljarða, en hins opinbera 1794 milljarða (fyrir utan Iceslave sem er svo eitt stórt spurningamerki um hvoru tilheyrir í raun).
Vinsamlegast birtið skuldatölur sem við vinnandi fólk getum gert ráð fyrir að þurfa að greiða fyrr eða seinna. Sleppið hinum.
![]() |
Skuldum 5150 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.12.2009 | 15:44
Frábær árangur náðist gegn hnatthlýnun í Köben.
Strax daginn eftir ráðstefnulokin eru helstu fréttir þessar:
Síberíukuldi í Evrópu, allt suður til Spánar
Óveður í USA allt suður að 40 breiddargráðu; kuldamet slegin í DC og nágrenni
Fótboltavellir í Suður Englandi ýmist frosnir eða á kafi í snjó
Farþegalestir stöðvast í Chunnel vegna hitastigsmunar innan og utan ganganna
Óveður og kuldi á Íslandi, banaslys vegna ísingar
Kuldahæð yfir Grænlandi bjargar íshellunni frá bráðnun
Hver vill halda því fram að þetta sé tilviljun...?