12.2.2010 | 18:18
Össur utanríkisráðherra ræðir við menn.
Aðspurður um umræðuefnið (margítrekað endurspilað á Bylgjunni í dag) svaraði utanríkisráðherrann "Hvað haldið þið að ég sé að ræða við alla þessa menn?"
Það er nú einmitt það; HVAÐ er Össur að ræða við "alla þessa menn"?
![]() |
Össur hitti nýjan stækkunarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2010 | 15:14
Fjölveri heitir það nú í þessu tilviki.
Ekki undarlegt að þetta gamla prýðisheiti á fyrirbærinu vefjist fyrir mörgum.
Nafnorðið VER (um karlmann og/eða eiginmann) er að mestu horfið úr daglegri notkun - lifir líklega helst í samsettum orðum og orðasamböndum.
Hitt er líka fágætt að konum leyfist að sanka að sér eiginmönnum - öfugt við karlpeninginn.
En frakkarnir eru líklega bara svona "liberal" að gera ráð fyrir fjölveri - gott hjá þeim. :)
![]() |
Sverji af sér fjölkvæni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2010 | 19:54
Þetta var tiltölulega friðsamur og þögull febrúardagur.
Forsætisráðherrann er i fjölskyldufríi í Sviss, eða svo er sagt, og gerir ekkert af sér á meðan. Fjármálaráðherrann er bara kátur, búinn að ráða amerískan ráðgjafa í Icesave málið, hefði svo sannarlega getað gert ýmislegt verra af sér.
Norskur vítisengill var sendur til síns heima - enda eru norskir ekki í ESB. Verst að ekki var leigð breiðþota og hinir EES afbrotaenglarnir sendir með í sömu ferð. En það má auðvitað ekki, ESB vill ekki fá þá aftur. Svo höfum við nú Ramos á okkar framfæri - en það er nú reyndar ekki vegna þess að hans heimaland vilji ekki taka við honum - það erum við sem viljum ekki missa Ramos.
Svo eru fjármálakrimmarnir okkar að fá allt upp í hendurnar aftur í boði Arion! Bíð spennt eftir að Bjöggarnir fái Landsbankann afhentan aftur - en auðvitað aðeins eftir að Icesave hefur verið kippt frá og afhent almúganum!
Jamm, eða eins og konan sagði; þegar börnin gráta veit maður að þau eru í lagi - það er þögnin sem maður hræðist...
5.2.2010 | 18:03
Athyglisverð spurning og athyglisverð svör
Reykjavík síðdegis (Vísir~Bylgjan) spurði þann 5. febrúar 2010:
Vantar nýtt stjórnmálaafl á Íslandi? Svör: NEI 39% - JÁ 61%
4.2.2010 | 21:24
Að kaupa köttinn með sekknum
Það mætti segja mér að ýmsir áhugamenn um hlutabréfakaup í Högum setji fyrir sig að stjórnarformaðurinn fyrrverandi og núverandi fylgi með í kaupunum.
Þeir sem hvað jákvæðastir eru í hans garð eiga eflaust ekki margar krónur aflögu til hlutabréfakaupa.
![]() |
Hagar í Kauphöllina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2010 | 14:43
Er þetta einhliða yfirlýsing?
eða er verið að vitna í orð forsætisráðherrans á sameiginlegum blaðamannafundi fundaraðila? Hefur Barroso ekkert um fundinn að segja? Veit hann ef til vill ekki af þessari "fundargerð"?
Afsakið tortryggnina - sem er svo sannarlega tilkomin af ýmsu gefnu tilefni - en ætli okkur sé óhætt að trúa hverju orði í þessari yfirlýsingu?
![]() |
Ræða aðild Íslands í febrúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2010 | 18:25
Vitlaus klukka!
Loksins hef ég fengið það staðfest sem ég hef haldið fram árum saman; að mín eigin "líkamsklukka" sé amerísk.
Íslensk klukka er í hádegisstað klukkan rúmlega tvö síðdegis. En eins og allir vita er hádegi klukkan 12 - nákvæmlega! Skyldi nokkurn undra hvað mörg okkar eigum bágt á morgnana
29.1.2010 | 18:35
Sagan endurtekur sig í sífellu.
Á miðöldum þótti líka ástæða til þess að stemma stigu við fósturdeyðingum - svipað og þessi Roeder gerir. Aðferð þess tíma gengur undir nafninu "galdraofsóknir". Nú er deilt um hvort maðurinn sé morðingi eða hetja, allt eftir því hver dæmir.
Konur hafa lengi leitast við að losa sig við óvelkomna þungun og hér áður fyrr voru það einkum þær sem kunnu að fara með grös (bæði til lækninga sem fósturláta) sem leitað var til. Þeirra tíma valdsmenn kusu að útrýma þessum kunnáttukonum. Þar með var hinu góða útrýmt með hinu sem talið var slæmt.
Mér finnst eiginlega kominn tími til þess að menn með sterkar "meiningar" með og á móti fósturdeyðingum setjist niður, ræði málið sín á milli og komist að endanlegu samkomulagi um "hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann"!
![]() |
Drap lækni til að vernda ófædd börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.1.2010 | 15:08
Það vakna spurningar.
Fengu bresk stjórnvöld leyfi þingsins til þess að skella hryðjuverkalögum á eignir íslenska ríkisins?
Ef ekki, verður breskum stjórnvöldum nú gefinn kostur á afla síðbúins leyfis frá þinginu?
Hefur þessi úrskurður Hæstaréttar Bretlands ekkert lagalegt gildi?
Það er of snemmt að fagna ef Darling og co er þarna gefin flóttaleið til þess að firra bresku ríkisstjórnina ábyrgð á setningu hryðjuverkalaganna gegn Íslandi.
![]() |
Lögbrot að frysta eignir meintra hryðjuverkamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2010 | 19:01
Gleðifréttir þriðjudagsins
Skemmtilegasta fréttin varðaði Glitni banka og Fons. Jón Ásgeir lánaði vini sínum einhverjar krónur án trygginga og tæmdi kassann. Síðan fór hann með kuðlaða húfuna í hendi á fund seðlabankastjóra (lesist: DO) og bað um viðbótarlán þar sem Seðlabanki Íslands (lesist: ríkissjóður og íslenskur almúgi) væri lánveitandi til "þrautavara". Svarið var NEI og þá varð allt vitlaust hjá fjölmiðlum Jóns Ásgeirs.
Næst skemmtilegasta fréttin er að nú eru eftirlitsaðilar að kíkja á bókhald stéttarfélaga. Þar munu nefnilega forsvarsmenn hafa til einkaafnota kreditkort svipað og menn hafa hjá KSÍ. Sjáum til hvort þeir veiða sem fiska í þeim polli.
Sú þriðja var framhald deilunnar sem upphófst á milli þingmannsins Þórs Saari og athafnamannsins Vilhjálms Þorsteinssonar fyrr í vikunni. Vilhjálmur er auðvitað réttur og sléttur bloggari úti í bæ eins og allir eiga að vita, en Jakobína Ingunn Ólafsdóttir birti einmitt skemmtilega mynd á blogginu sínu sem sýnir í hvernig "omgangskreds" við bloggarar erum að bardúsa svona hvunndags.
Já, í það heila tekið þá var þetta ljómandi góður þriðjudagur!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)