Norræn velferðarstjórn hvað?

Um þessar mundir er verið að krefja elli- og örorkulífeyrisþega um endurgreiðslur vegna ofgreiddra tryggingarbóta.  Tryggingastofnun vill fá 4,5 milljarð endurgreiddan frá sumum til þess að eiga fyrir endurgreiðslum um 1.5 - 2 milljarða til annarra.  Þeir fyrrnefndu höfðu verið vanmetnir í tekjuáætlun en hinir síðarnefndu  ofmetnir.

Aðalástæða þessa misræmis stafar líklega aðallega af hinu breytilega vaxtaumhverfi í okkar heiðarlegu bankastofnunum, því allflestir ellilífeyrisþegar eiga sér smá varasjóð í banka.  Nefnum dæmi:  Jón gamli á 5 milljónir á bankabók.  Hann fær vexti á inneignina sem nemur 250 þúsundum, greiðir af henni fjármagnstekjuskatt 45 þúsund.  Þar með eru ellilaunin hans Jóns skert um 250 þúsund  eða vaxtatekjurnar - alveg án tillits til fjármagnstekjuskattsins.  Jón tapar þarna 45 þúsundum beint. Og það án tillits til raunávöxtunar, sem er auðvitað í mínus líka.

Ég myndi ráðleggja Jóni að taka út bankainnstæðuna sína og geyma hana í öryggishólfi.  Þá þarf hann hvorki að hafa áhyggjur af fjármagnstekjuskatti né skerðingu á tryggingabótum.  Bankinn hans er hvort sem er ekki að greiða honum næga vexti til þess að raunverðmæti innstæðunnar haldi sér.

Það er ekki lögbrot að gera þetta svona því tryggingabætur miðast aðeins við tekjur en ekki eignir. 

Annað og ekki skárra dæmi heyrði ég svo af konu sem nýtur umönnunarbóta vegna fatlaðs barns.  Umhyggja (félagið) hafði veitt henni sérstakan styrk - sem var síðan alfarið dreginn af umönnunarbótum hennar hjá Tryggingastofnun.  Umhyggja hefði þannig alveg eins getað sent styrkveitinguna beint til skattstjóra.

Íslenska útgáfan af hinni norrænu velferðarstjórn stendur ekki undir nafni.

 


Mistök

núverandi stjórnvalda eru mörg og misjöfn.  En stærstu mistökin eru að eyðileggja fjármálamarkaðinn, með því að hunsa hagsmuni lántakans.

Hvað gerist þegar lánamarkaðurinn er dauður?    Sem mun gerast þegar  núverandi skuldarar hafa verið blóðmjólkaðir og öll þeirra lán afgreidd - á einn eða annan hátt. 

Haldið þið virkilega að börn og barnabörn þessara skuldara taki nokkurn tíma lán?

Það er "næsta víst" að upprennandi kynslóð mun alast upp við  að lántökur séu af hinu illa. 

Eldri kynslóðin mun sjá til þess.

 

 


Næstbesti flokkurinn mættur til Brussel

til þess að skemmta manni og öðrum. Samkvæmt myndinni sem fylgir fréttinni er ekki að sjá annað en að grínið sé velheppnað.
mbl.is Engar varanlegar undanþágur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvíhliða bókhald eða hókus pókus?

Af fréttinni má skilja að 8.500 milljarðarnir hafi verið skuldfærðir á reikning Davíðs. Þar með hljóta milljarðarnir að hafa verið tekjufærðir einhvers staðar á móti.
Ef við gefum okkur að skuldfærslan hafi ekki verið hókus pókus, þá hlýtur hún einfaldlega að hafa átt að færast á einhvern annan Davíð - eða næsta reikningsnúmer við hans.

Hvað er skilanefnd Landsbankans eiginlega að bauka þessa dagana?


mbl.is Sagður skulda 8.500 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið eruð ekki þjóðin

sagði fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður ESB flokksins á opnum umræðufundi og átti þá við alþýðuna.

Það er því við hæfi að alþýðan snúi þessum orðum uppá Alþingi: Þið eruð ekki þjóðin.

Ef eitthvað lýðræði er enn eftir í þessu landi þá mun meirihluti þjóðarinnar ráða en ekki þingræðið.


mbl.is Meirihluti með góðum samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brussel bjargar þessu

og setur reglur um lágmarkslengd "frönskunnar". Ef ekki, þá verður það frágangssök af hálfu íslendinga varðandi aðildarumsóknina.

Hver vill vera með í þjóðabandalagi sem getur hvorki stjórnað stærð kartaflanna sinna né lögun agúrkanna?


mbl.is Frönskurnar verða styttri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökrétt segir forsætisráðherra

Umræddur dómur varðar að vísu aðeins bílalán, en gæti orðið fordæmisgefandi fyrir öll önnur (fyrrum) gengistryggð lán heimilanna.  Ekki síst ef Hæstiréttur staðfestir okurlánavextina.

Dómur sem ákvæði að hefðbundin N-vísitölu verðtrygging kæmi í stað gengistryggingar ásamt umsömdum samningsvöxtum yrði eins og jólagjöf miðað við okurvexti Seðlabankans.

Forsætisráðherra gengur semsagt útfrá því að það sé rökrétt að 40 - 50 þúsund heimili á landinu verði all snarlega gjaldþrota.  Eða gerir hún sér ekki grein fyrir því hvað þessi dómsúrskurður þýðir?


 

 


mbl.is Gengislánin „frumskógur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg afstaða Lýsingar

því ekki er kálið sopið þótt í ausuna sé komið. Mætti stjórnsýslan fara að dæmi fyrirtækisins og stilla sig um fagnaðarlætin - að sinni.


mbl.is Takmarkað fordæmisgildi dómsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert

Að öllu jöfnu er ekki ósanngjarnt að ætlast til þess að gögnin liggi á borðinu í upphafi eða þegar slík tilmæli eru gefin.
Því er nærtækt að álíta að nú sé allt á fullu hjá viðkomandi stofnunum til þess að skapa gögnin.
Ætli svona vinnubrögð séu dæmigerð í stjórnsýslunni?
mbl.is Umboðsmaður veitir frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein sönnun þess að ESB aðild leysir engan vanda

Írar eru aðildarþjóð í ESB, með Evru og eins og fréttin lýsir þurftu að þola næstum því jafnslæma útreið og íslendingar í hruninu.

Og hvað segja írskir nú? Einmitt - þeir líta til Íslands-utanveltu um lausnir!


mbl.is Írar læra af Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband