Þið eruð ekki þjóðin

sagði fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður ESB flokksins á opnum umræðufundi og átti þá við alþýðuna.

Það er því við hæfi að alþýðan snúi þessum orðum uppá Alþingi: Þið eruð ekki þjóðin.

Ef eitthvað lýðræði er enn eftir í þessu landi þá mun meirihluti þjóðarinnar ráða en ekki þingræðið.


mbl.is Meirihluti með góðum samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Lýðræði felst í því að fólk kýs flokka til þess að fara með umboð sitt á Alþingi.

Það er mjög langsótt að hafa þjóðaratkvæðisgreiðslu um öll mál.

En það verður kosið um þennan samning. Er ekki fínt lýðræði í því?

Ef land stjórnast út frá gallúp könnunum þá er það land stjórnlaust...

Sleggjan og Hvellurinn, 25.7.2010 kl. 17:28

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sælt þríeyki. :)

Það er hæpið að treysta á tryggð kjósenda við núverandi fulltrúa sína á Alþingi. Jafnhæpið er að þingmenn fullyrði að stuðningurinn sé óbreyttur frá síðustu kosningum. Þar gæti Gallup eflaust hjálpað þeim eitthvað.

En um hvaða samning er eiginlega deilt? ESB setur skilyrðin. Ísland verður annað hvort að sætta sig við þau eða ekki.

Írar samþykktu Lissabon samninginn í seinni umferð og af hverju? Vegna þess að þeir höfðu gert gagnkröfur sem voru samþykktar eftir fyrstu neitun. Sem voru að írskir fengju áfram að halda fóstureyðingarbanni sínu og að þeir þyrftu ekki að leggja til hermenn í ESB herinn.

Munu okkar forgangsmál þannig verða tekin til greina? Heimanmundurinn sjálfur?

Kolbrún Hilmars, 25.7.2010 kl. 17:51

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það kemur bara í ljós. Ef samningurinn verður eins hrykalegur og þú heldur fram þá verður hann kolfelldur og allir sáttir.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.7.2010 kl. 18:07

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég sagði ekki orð um að samningurinn væri slæmur. Enda eru margir sem trúa því í einlægni að hann sé góður.

Hins vegar er það skoðun mín að samningurinn hentar ekki íslenskum hagsmunum.

Kolbrún Hilmars, 25.7.2010 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband