Tvíhliða bókhald eða hókus pókus?

Af fréttinni má skilja að 8.500 milljarðarnir hafi verið skuldfærðir á reikning Davíðs. Þar með hljóta milljarðarnir að hafa verið tekjufærðir einhvers staðar á móti.
Ef við gefum okkur að skuldfærslan hafi ekki verið hókus pókus, þá hlýtur hún einfaldlega að hafa átt að færast á einhvern annan Davíð - eða næsta reikningsnúmer við hans.

Hvað er skilanefnd Landsbankans eiginlega að bauka þessa dagana?


mbl.is Sagður skulda 8.500 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Lagfæra" bókhaldið vegna árshlutauppgjörs? Ég man eftir að hafa heyrt sögurnar af því þegar Sigurjón Digri og Halldór sátu niður í Austurstræti, sveittir við þessu iðju langt fram eftir nóttum undir lok hvers ársfjórðungs árið 2008.

Sama gerði Glitnir í endann á þriðja fjórðungi 2008, lokaði "óvart" bundnum sparireikningum sem markaðssettir voru fyrir börn. Stofnuðu þá svo aftur 1-2 dögum seinna á sama númeri og vonuðu að enginn myndi taka eftir því. Guð má vita hvað þeir gerðu við féð í millitíðinni, og þar sem bækurnar eru bundnar til margra ára á enn eftir að koma í ljós hvort "innstæðurnar" verða nokkurntíma annað en tölur á blaði.

Já, þetta er skítabissness þessi bankarekstur...

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2010 kl. 23:58

2 identicon

Já manni bregður kanski smá að ekki er áhugi manna á að vita hvort að 8 milljarðar hafi verið millifærðir eða hvort að hokus pokus vírus hafi verið að verki þar........

Ef það fyrr nefnda væri raunin er forvitnilegt að vita hvort að þetta tilvelli hafi verið eitt af mörgum færsla ..... meina ég yfirfæri textan í nokkra daga áður en klikka á ok.

Gunnar H (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 00:14

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki 8 milljarðar, heldur 8500 milljarðar. Það er stærra en allt bankakerfið!

Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2010 kl. 09:31

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tjah, varla er verið að vinna í árshlutauppgjöri svona seint í júlí. ?

Mér dettur helst í hug að þarna hafi verið gerð tvenn mistök; fyrst hafi einu núlli verið ofaukið (850 milljarðar) og síðan bókað á skakkan úttektarreikning.

Þá stendur eftir spurningin um hvað hafi verið greitt? Ef til vill Icesave skuldin? Svona rétt mátulega fyrir Brusselfundinn...

Kolbrún Hilmars, 27.7.2010 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband