Mistök

núverandi stjórnvalda eru mörg og misjöfn.  En stærstu mistökin eru að eyðileggja fjármálamarkaðinn, með því að hunsa hagsmuni lántakans.

Hvað gerist þegar lánamarkaðurinn er dauður?    Sem mun gerast þegar  núverandi skuldarar hafa verið blóðmjólkaðir og öll þeirra lán afgreidd - á einn eða annan hátt. 

Haldið þið virkilega að börn og barnabörn þessara skuldara taki nokkurn tíma lán?

Það er "næsta víst" að upprennandi kynslóð mun alast upp við  að lántökur séu af hinu illa. 

Eldri kynslóðin mun sjá til þess.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er að kynslóðin sem var að eignast húsnæði á 8-9. áratugnum tók öll lánin, og að sjálfsögðu lærðu næstu kynslóðirnar hvað það var auðvelt að fá lán, og ekki síst að ekki þurfti að borga lánin á sem stystum tíma, heldur voru samingarnir yfirleitt á 5-6 % vöxtum með verðbótum, og til 40 ára í þokkabót.  Sem þýðir að mín kynslóð þarf að borga meira en tífalt til íbúðarkaupa en nokkurn tíma þín kynslóð.

Næsta kynslóð mun hins vegar sennilega græða á þessari mismunun, því nú munum við gera okkar besta að láta eins lítið eftir börnunum okkar, í stað þess að ykkar kynslóð gerði mun meira fyrir börnin sín en hóflega var.

Brynja (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 21:24

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mín kynslóð lét nú ekki mikið eftir börnunum sínum, orkan fór öll í þakið yfir höfuðið. Aukavinna, aukavinna og aftur aukavinna.

Enda var mín kynslóð sú fyrsta þar sem bæði hjón unnu úti, venjulega myrkranna milli. Það var engin lán að fá, víxil kannski ef þú hafðir sambönd, en þá þurfti að greiða forvexti, 8-12%, sem voru dregnir frá lánsupphæðinni í upphafi.

Það kostaði blóð, svita og tár í þá daga að eignast þak yfir höfuðið. Svona eftir á að hyggja, þá held ég að hvorki þeirra tíma fórnir né lánaþrælkun nútímans séu þaksins virði.

Kolbrún Hilmars, 28.7.2010 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband