Veiki punkturinn fundinn!

Hollendingar treysta ekki "þjáningarbræðrum" sínum, Bretum, og gera sér grein fyrir því að þangað liggja allir fjármálaþræðir varðandi Icesave.

Þess vegna eru hollenskir ráðamenn svona yfirlýsingaglaðir og heimtufrekir.   Þeir heimta réttlætið beint frá Íslandi - og enga millilendingu í City!


mbl.is Fasteignir Landsbankans upp í Icesave-skuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptaþvinganir

Hvað eiga hollensk yfirvöld við þegar þau vilja setja viðskiptaþvinganir á Ísland? 

Þýðir það að við fáum ekki lengur að kaupa blómin þeirra, grænmetið og vélarnar sem við flytjum inn frá Hollandi? 

Þýðir það að íslensk vöruflutningaskip fái ekki lengur að umskipa í Rotterdam og þurfi því að sigla "alla leið" til Antwerpen?

Eiga hollenskir að hætta að kaupa vörur frá Íslandi?   Hvaða vörur?

Eða er þessi viðskipta-þvingana-hótun bitlaus?


Nöldurhornið stendur ekki undir nafni í dag

Smile Þetta er góður sunnudagur. *

* Þó með fyrirvara um að enn er ekki allur "dagur" úti - fréttamannafundur forsetans er eftir  Errm 


Á aðfangadegi Icesave III

Undirrituð er eindreginn NEI-sinni.   Þess vegna ætla ég ekki að nefna málstað eða rök JÁ-sinna einu orði.  Þeir sjá um það sjálfir.

Mín afstaða byggist á óvissunni.  Aldrei myndi ég kvitta undir neinar skuldbindingar míns heimilis ( sem er í rauninni bara smækkuð mynd af þjóðarheimilinu)  nema það væri klárt og kvitt hverjar þær skuldbindingar væru.  Enga bakreikninga á mínu heimili, takk.

Icesave skuldbindingar samkvæmt samningi nr. III eru háðar vafaatriðum og endanleg upphæð algjörlega óþekkt stærð.   Formaður síðustu samninganefndar, Lee Buchheit, taldi upp of mörg EF þegar hann útskýrði samninginn til þess að ásættanlegt væri. 

Þó mat ég að rök þau sem komu frá breskum og hollenskum - þótt óbeint væri - vega þyngst á metunum.  Samninganefndin mun hafa boðið þeim eingreiðslu uppá 47 þúsund milljónir til þess að ljúka málinu af hálfu íslensku þjóðarinnar.  ÞEIR SÖGÐU NEI.

HVAÐ vita þeir sem við vitum ekki?  Ég gef mér að samningamenn breskra og hollenskra séu engir aular.    Því segi ég líka NEI.


Óskhyggja eða ný kosningaloforð?

Mér líkaði betur við fjármálaráðherrann þegar hann hvatti fólk til þess að mæta ekki á kjörstað þegar Icesave II var kosningamálið. Það var þó tiltölulega heiðarleg afstaða af hans hálfu.

"Hugsanlega", "Gæti", "Verðhugmyndir" og "Segjum nú að þetta gengi eftir" eru ekki rök. Hvorki með né móti Icesave III.


mbl.is Icesave gæti horfið með sölu á Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir 3% launahækkun?

Miðað við launamann með kr. 250.000 á mánuði reiknast hækkunin kr. 7.500 sem skiptist þannig:

Launamaðurinn  fær útborgaða hækkun kr. 4.300

Lífeyrissjóðurinn fær kr. 900

Ríkið fær kr. 3.600 (tekjuskattur og tryggingagjald)

Vinnuveitandinn þarf að greiða kr. 8.800.

Auðvitað var þungt þarna í morgun!

 

 


mbl.is „Það var þungt hér í morgun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvænt útspil VG

Jafnvel Samfylkingin hefur stillt sig um slíka hvatningu, þótt ætla megi að henni sé málið skyldara.

Eftirtektarvert var líka að í síðustu auglýsingu Áfram hópsins (með hinum 20 fyrrverandi) var enginn einasti fyrrverandi ráðherra eða mektarmaður gamla Alþýðubandalagsins.

Hefur VG verið hótað stjórnarslitum ef kosningaúrslitin segja NEI?


mbl.is Hvetja félagsmenn til að kjósa já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samviska eða samviskuleysi

Áróðurinn "JÁ við Icesave"  hefur að miklu leyti beinst að samvisku þjóðarinnar.  Vegna þess að  íslenskur almenningur hafi notið góðærisins á árunum fyrir hrun beri honum að borga brúsann.

En hvernig má meta það til samsektar að hinn vinnandi maður hafi fagnað því að hafa næg atvinnutækifæri - jafnvel þokkaleg laun, og bærileg lífskjör?  Mátti hinum sama manni vera ljóst að tækifærin hans byggðust á erlendri lántöku?  Hafði hann hugmynd um tilvist Icesave? 

Það má til sanns vegar færa að þjóðin hafi notið góðæris á meðan það stóð.  Því má þó ekki gleyma að erlendar lántökur stóðu undir því.   Almenningur hefur einmitt verið að súpa seyðið af þessum lántökum síðustu þrjú árin og mun gera áfram um enn fleiri ár.  Hvað Icesave varðar þá hefur ekki verið upplýst hvort - og þá að hve miklu leyti, sú innlánssöfnun var flutt til Íslands.

Að bæta Icesave skuldahala fjárglæframanna ofan á núverandi skuldabagga örfárra íslenskra skattgreiðenda; ÞAÐ kallast samviskuleysi! 

 

 


NEI við Icesave III

Sú afstaða er og hefur alltaf verið mín.  Hana byggi ég annars vegar  á af þeirri nasasjón sem ég hef af fjármálum og hins vegar því "innsæi" sem margir vilja tileinka konum.

Svo heppilega vill til að ég þarf ekki að rökstyðja mína afstöðu hér.   Mér betri og fróðari menn gera það oft á dag og telja upp öll rökin fyrir NEI - sem flestir hafa aðgang að. 

Áfram-sinnar gera reyndar slíkt hið sama en þeir gætu sparað sér auglýsingakostnaðinn.  Þeim dygði einföld auglýsing; þú velur JÁ ef þú ert hlynnt/hlynntur ESB aðild.  Önnur marktæk rök hafa Áfram-sinnar ekki.

NEI er svar hins almenna íslendings sem hefur allt að vinna og engu að tapa.


Til hvers?

Er þessum gaurum ekki alltaf sleppt eftir "viðræður" hvort sem er?

Áreiðanlega yrðum við nágrannar mun virkari ef við sæjum einhvern árangur af árvekni okkar.

Það vantar gulrót í þessa hvatningu.


mbl.is Fólk sé á varðbergi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband