Það er munur á!

Ef þingmaður segir sig úr þingflokki en kýs þó að styðja áfram við vilja kjósenda sinna sem óháður, er ekki sambærilegt við að þingmaður skipti um stjórnmálaflokk á miðju kjörtímabili.

Í fyrra tilvikinu hefur ekkert breyst gagnvart kjósandanum en í hinu síðara hefur þingmaður svikið kjósendur sína.


mbl.is Ásmundur áfram í þingflokki VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víkja fyrir hverjum?

Sitja þessir stjórnvaldsfulltrúar ekki í bankaráðunum til þess að gæta hagsmuna ríkissjóðs vegna þess að ríkissjóður á hlut í bönkunum?

Það má vel vera að fulltrúar forsætisráðherrans hafi brugðist henni í þessu launamáli, en hún hefur reynt á eigin skinni að frekjan dugir ekki þegar meirihlutinn er á öðru máli.

Það verður fróðlegt að sjá hverjir veljast fyrir hönd ríkisins í stað þeirra fráviknu. Ef nokkrir.


mbl.is Fulltrúar ríkisins víki úr bankaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flókin lánamál - eða ekki?

Nonni nágranni á flott einbýlishús - og ég er auðtrúa nágranni hans.  Nonni selur mér því allar innréttingar og tæki í eldhúsinu sínu.  Hann lánar mér fyrir kaupverðinu með því að taka veð í láninu, sem er auðvitað veð  í innréttingunum sjálfum.

Ég á því eldhúsinnréttingarnar í húsinu hans Nonna en skulda honum jafnframt andvirði þeirra.  Samt hef ég engan afnotarétt af innréttingunum mínum í húsinu hans Nonna.  Látum það vera, því enn sem komið er hafa engin verðmæti skipt um hendur á milli okkar grannanna.  Allt bara á pappírunum!

Nú nú, svo detta á náttúruhamfarir og eldhúsið hans Nonna eyðileggst algjörlega.  Þar með innréttingarnar mínar.  Í kjölfar þess þarf hann Nonni auðvitað að endurnýja eldhúsið sitt.   Hvað gerist þá?

Hefur veðsetningarlánið mitt  eyðilagst með  innréttingunum mínum?   Eða á Nonni nú kröfu á mig að greiða lánið til þess að endurbyggja innréttingarnar?

Var ég innréttingaeigandi, lántaki eða nágrannaábyrgð Nonna?


Stílbrot í þessari hrinu

því þetta er fyrsti skjálftinn af tugum sem ekki á uppruna "austur af" Honshu heldur undir landi; á vesturströndinni.

Allir eftirskjálftar dagsins hafa verið  af svipuðum styrk, 5-7 stig, og þá með upptök á 10 - 40 km dýpi undir sjávarbotni austur af Honshu.   Það er greinilegt að virknin hefur verið að færast suður á bóginn og nær landi, í átt að Tokyo.

Þessi  einstaki skjálfti í Nigata (mælist 6,2 stig) á uppruna á aðeins eins km dýpi, uþb 200 km norðvestur af Tokyo. 

Hvað er eiginlega að gerast þarna hinum megin á hnettinum?

Viðauki:  Annar skjálfti að styrkleika 6,6 stig varð núna rétt fyrir kl. 20 með upptök undir sjávarbotni vestur af norðurhluta Honshu.   Upptök á sama dýpi og hinn fyrri, eða 1 km.   Þar með eru stílbrotin orðin tvö!


mbl.is Annar skjálfti í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mínir fiðruðu vinir kjósa íslenskt

Fuglafóður (hveitikorn) frá Kötlu er uppáhaldsrétturinn, næst vinsælast er mulið íslenskt allrakorna bakarísbrauð, þriðja vinsælast er heimatilbúinn hafragrautur með vænni blöndu af íslenskri feiti og smjöri.  Síst líkar þeim við vítamínbætt, rándýrt fuglafóður frá Spáni. 

Í garðinum eru kettir að flækjast svo ég hef þann sið að gefa smáfuglunum á svölunum hjá mér.  Starrar og þrestir mæta þar sjaldan, en  sólskríkjurnar kunna vel að meta þjónustuna og eru daglegir gestir - heilu hóparnir af þeim.

En semsagt; sólskríkjurnar virðast ekki hrifnar af því sem kemur í tilbúnum pakkningum frá ESB og svei mér ef þær skríkja ekki líka "NEI við Icesave" þegar þær kveðja og þakka fyrir viðgerninginn.

 


Hvað er Sogn?

Eins og hver önnur geðdeild eða réttarfangelsi fyrir ósakhæfa afbrotamenn?

Væntanlega gerir Hæstiréttur kröfu til þess að hlutverk Sogns sé skilgreint áður en dæmt verður í áfrýjunarmálinu.


mbl.is Endurhæfing á Sogni felst ekki í innilokun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðitíðindi?

Spurningin er bara fyrir hvern.  Vandlega falið í miðri fréttinni er klausan:

 "Sagði saminganefndin að tafir hafi orðið á ákveðnum málum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.  Vegna þess sé áætlað að útgreiðslur úr búi Landsbanka hefjist 1. ágúst í stað 1. júni eins og var áður áætlað"

Gæti verið að þessi "ákveðnu mál" skipti máli?  Svo sem eins og hvort kröfuhöfum verði dæmt dánarbúið eða ríkissjóði upp í Icesavekröfuna.

 Önnur "gleðifrétt" var okkur líka birt í dag - sem kemur Icesave ekki við nema óbeint:

"Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 2441 milljarði og skuldir 2875 milljörðum.  Var hrein staða þá neikvæð um 434 milljarða".

Frábærar framtíðarhorfur - jafnvel þótt Icesave ábyrgðin sé "frátalin"!


mbl.is Endurheimtur batna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lofsvert forvarnarstarf fjármálaráðherra

og aðeins hið besta mál að þessar útlensku gullgæsir komist ekki til landsins.

Enda er fjármálaráðherrann og hans fólk að skera upp herör gegn aðskotadýrum í íslenskri náttúru og því vel við hæfi að láta heimaslátrun nægja.


mbl.is IATA: Ekki drepa gullgæsina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófmál?


Það virðist athyglisverður valkostur að fara þessa leið með Icesave. Ekki er að sjá annað en að forseti EFTA dómstólsins sé spenntur fyrir því að takast á við þetta mál.
mbl.is EFTA-dómstólinn líklegastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað hér sem ekki gengur upp!

Skrifað er  "Breskir og hollenskir stjórnmálamenn vilji ekki láta skattgreiðendur sína standa eina undir kostnaðinum sem af hruni Landsbankans hlaust."

Ef allt er með felldu þá munu tryggingasjóðir bankakerfisins þarlendis  bera tjónið - ekki almenningur.  Í öllu falli ekki í því formi sem íslenskum skattgreiðendum er ætlað.

Í framhaldinu má spyrja: Hvað varð um iðgjald Landsbankans til tryggingasjóða í UK og Hollandi? 

 

 


mbl.is Aðrir gætu fengið hugmyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband