Á aðfangadegi Icesave III

Undirrituð er eindreginn NEI-sinni.   Þess vegna ætla ég ekki að nefna málstað eða rök JÁ-sinna einu orði.  Þeir sjá um það sjálfir.

Mín afstaða byggist á óvissunni.  Aldrei myndi ég kvitta undir neinar skuldbindingar míns heimilis ( sem er í rauninni bara smækkuð mynd af þjóðarheimilinu)  nema það væri klárt og kvitt hverjar þær skuldbindingar væru.  Enga bakreikninga á mínu heimili, takk.

Icesave skuldbindingar samkvæmt samningi nr. III eru háðar vafaatriðum og endanleg upphæð algjörlega óþekkt stærð.   Formaður síðustu samninganefndar, Lee Buchheit, taldi upp of mörg EF þegar hann útskýrði samninginn til þess að ásættanlegt væri. 

Þó mat ég að rök þau sem komu frá breskum og hollenskum - þótt óbeint væri - vega þyngst á metunum.  Samninganefndin mun hafa boðið þeim eingreiðslu uppá 47 þúsund milljónir til þess að ljúka málinu af hálfu íslensku þjóðarinnar.  ÞEIR SÖGÐU NEI.

HVAÐ vita þeir sem við vitum ekki?  Ég gef mér að samningamenn breskra og hollenskra séu engir aular.    Því segi ég líka NEI.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ég segi NEI vegna kúgunarinnar, lögleysunnar, Kolbrún.  Og sagði að vísu NEI þann 28. mars utankjörstaðar svona til öryggis.  Væri ICESAVE ekki ólöglegt og bara kúgun, segði ég NEI vegna óvissunnar.  

Elle_, 8.4.2011 kl. 23:13

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir þetta, Elle. Ég valdi einfaldlega fjárhagsáhættuna, sem er innbyggð í Icesavesamningnum, sem mitt "angle" í þessum pistli. Ekki vegna þess að önnur rök skorti - þar er af nógu að taka :)

Kolbrún Hilmars, 9.4.2011 kl. 12:48

3 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Gott hjá ykkur stelpur - ég held bara að við séum að vinna þetta........

Eyþór Örn Óskarsson, 10.4.2011 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband